Fríska upp á Landnám og slíta sjóði Þórs Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2023 07:01 Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um endurgerð verksins Landnáms var samþykkt í borgarráði á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið. Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land. Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land.
Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira