Þúsund rampa partý í þakíbúðinni hans Haraldar Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 27. nóvember 2023 16:58 Það var margt um manninn heima hjá Haraldi í dag. Vísir/Einar Haraldur Ingi Þorleifsson hélt í dag viðburð á heimili sínu í tilefni af því að þúsund rampar hafi verið byggðir til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, og það ári á undan áætlun. Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Á meðal gesta hjá Haraldi voru Guðni Th. Jóhannesson forseti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta hefur allavega miklu hraðara en við bjuggumst við. Við erum komin svolítið langt á undan áætlun og það er auðvitað bara ótrúlegt hvað hefur gengið vel,“ segir Haraldur um áfangann. Hann segir rampana dreifast nokkuð vel um landið, þeir séu komnir út um allt nema á Vestfirðina. „Við ætlum að fara þangað næst þegar þiðnar,“ segir hann. Aðspurður um hvort einkaframtakið hafi þurft til að ýta á eftir hinu opinbera til að koma römpunum af stað segir Haraldur að eitthvað hafi allavega þurft að gera. „Það var einhver hnútur í þessu. Þetta var ekki að ganga af einhverjum ástæðum, en við fundum glufu sem við gátum fyllt í.“ Líkt og áður segir eru ramparnir nú orðnir þúsund talsins. Markmiðið er nú orðið 1500. Haraldur segir þó að enn þurfi að gera mikið í aðgengismálum sem þessum. Þröskuldar séu enn þá víða til vandræða og þá vanti lyftur víða. „Það er langt í land.“ Hann telur að ramparnir hafi haft jákvæð áhrif. Sjálfur hafi hann heyrt um fólk sem hafi farið sjálft í framkvæmdir eftir að hafa heyrt af þessu. Jafnframt hafi verkefninu verið tekið með opnum örmum af langflestum. Einhverjir hafi jafnvel vitað upp á sig skömmina að hafa ekki betra aðgengi. Verkefnið er einnig á leið í útrás. Að sögn Haraldar er það á leið til Evrópu, en hann segist hafa átt í samtali við nokkra borgarstjóra um hvar sé best að byrja.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira