Þriggja vikna vinna í vaskinn Aron Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2023 14:31 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ Vísir/Arnar Það er enn ekki ljóst hver mun taka á sig að kostnaðinn við undirbúning Laugardalsvallar fyrir Evrópuleiki Breiðabliks í vetur. Undirbúningur síðustu þriggja vikna fyrir síðasta heimaleikinn, sem fara átti fram á Laugardalsvelli annað kvöld, er farinn í vaskinn með einhliða ákvörðun UEFA í gær og hyggst framkvæmdastjóri KSÍ taka málið upp á fundi UEFA um komandi helgi. Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Vallarstarfsmenn KSÍ hafa lagt mikla vinnu við að gera Laugardalsvöll leikhæfan og ljóst að sömuleiðis hefur töluverður kostnaður verið lagður í þá vinnu. Kostnaður sem er lagður í eitthvað sem hefur nú verið blásið af borðinu. Hver borgar brúsann? Margar vikur hafa liðið síðan að KSÍ leitaði eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná kostnaði niður við undirbúning Laugardalsvallar fyrir heimaleiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni en enn er ekki ljóst hver/hverjir munu bera þann kostnað. „Nei. Þetta er allt í skoðun,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Þessi ákvörðun UEFA seint í gær var einhliða. Við erum núna að reyna ná aðeins utan um þetta verkefni og þurfum að gefa okkur tíma til þess.“ Er þetta bara allt í hnút? Eru menn ekki sammála um það hver eigi að greiða fyrir þetta? „Þetta er bara enn í vinnslu og ekki komin niðurstaða. Ég veit svo sem ekki hvaða áhrif það hefur að hafa undirbúið leik á Laugardalsvelli sem var síðan færður á annan völl með einhliða ákvörðun en þetta er allt eitthvað sem þarf að skoða.“ „Núna erum við að vinna í því okkar megin að stoppa af það sem að við getum stoppað af svo við séum ekki að lenda í óþarfa kostnaði. Stoppa af sendingar sem við áttum von á fyrir leik og hætta að undirbúa völlinn.“ Eitt er þó ljóst og það er sú staðreynd að sú vinna sem vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa sinnt frá síðasta leik á Laugardalsvelli þann 9. nóvember síðastliðinn, sem var leikur Breiðabliks gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, er farin í vaskinn. Hringir bjöllum frá árinu 2020 Ekki er búið að leggja mat á það hversu kostnaðarsöm sú vinna hefur verið. „Nei við erum ekki komin svo langt. En það er alveg ljóst að starfsmenn vallarins hafa verið að dag og nótt, í orðsins fyllstu merkingu, við að undirbúa Laugardalsvöll. Aðal fókusinn núna er að lágmarka fjárhagslegt tjón. Svo verðum við bara að fara í hitt. Það er fundur hjá UEFA um helgina þar sem ég á von á því að við tökum þetta mál upp við fulltrúa UEFA.“ Málið er keimlíkt stappi sem KSÍ stóð í árið 2020 þegar að sambandið varði 42 milljónum króna í að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020. UEFA frestaði umræddum leik og fékk KSÍ ekki krónu upp í þær 42 milljónir króna sem sambandið hafði varið í undirbúning Laugardalsvallar. Ætlið þið að fara fram með svipaða beiðni til UEFA núna? „Við munum að sjálfsögðu taka það upp við UEFA og þá sérstaklega með það til hliðsjónar að við vöruðum ákaflega stíft við þessum möguleika og reyndum hvað við gátum að komast hjá því að hafa leik hér 30. nóvember. Á sama tíma getum við ekkert farið til UEFA og sagt „við sögðum ykkur þetta“. Við græðum ekkert á því. Vissulega vöruðum við UEFA við því að ætla spila leik á velli sem er ekki með undirhita undir lok nóvember. Að það gæti komið upp alvarleg staða sem síðan raungerðist. Það var sett pressa á okkur að hafa völlinn tilbúinn og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess.“ KSÍ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Vallarstarfsmenn KSÍ hafa lagt mikla vinnu við að gera Laugardalsvöll leikhæfan og ljóst að sömuleiðis hefur töluverður kostnaður verið lagður í þá vinnu. Kostnaður sem er lagður í eitthvað sem hefur nú verið blásið af borðinu. Hver borgar brúsann? Margar vikur hafa liðið síðan að KSÍ leitaði eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná kostnaði niður við undirbúning Laugardalsvallar fyrir heimaleiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni en enn er ekki ljóst hver/hverjir munu bera þann kostnað. „Nei. Þetta er allt í skoðun,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Þessi ákvörðun UEFA seint í gær var einhliða. Við erum núna að reyna ná aðeins utan um þetta verkefni og þurfum að gefa okkur tíma til þess.“ Er þetta bara allt í hnút? Eru menn ekki sammála um það hver eigi að greiða fyrir þetta? „Þetta er bara enn í vinnslu og ekki komin niðurstaða. Ég veit svo sem ekki hvaða áhrif það hefur að hafa undirbúið leik á Laugardalsvelli sem var síðan færður á annan völl með einhliða ákvörðun en þetta er allt eitthvað sem þarf að skoða.“ „Núna erum við að vinna í því okkar megin að stoppa af það sem að við getum stoppað af svo við séum ekki að lenda í óþarfa kostnaði. Stoppa af sendingar sem við áttum von á fyrir leik og hætta að undirbúa völlinn.“ Eitt er þó ljóst og það er sú staðreynd að sú vinna sem vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa sinnt frá síðasta leik á Laugardalsvelli þann 9. nóvember síðastliðinn, sem var leikur Breiðabliks gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, er farin í vaskinn. Hringir bjöllum frá árinu 2020 Ekki er búið að leggja mat á það hversu kostnaðarsöm sú vinna hefur verið. „Nei við erum ekki komin svo langt. En það er alveg ljóst að starfsmenn vallarins hafa verið að dag og nótt, í orðsins fyllstu merkingu, við að undirbúa Laugardalsvöll. Aðal fókusinn núna er að lágmarka fjárhagslegt tjón. Svo verðum við bara að fara í hitt. Það er fundur hjá UEFA um helgina þar sem ég á von á því að við tökum þetta mál upp við fulltrúa UEFA.“ Málið er keimlíkt stappi sem KSÍ stóð í árið 2020 þegar að sambandið varði 42 milljónum króna í að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020. UEFA frestaði umræddum leik og fékk KSÍ ekki krónu upp í þær 42 milljónir króna sem sambandið hafði varið í undirbúning Laugardalsvallar. Ætlið þið að fara fram með svipaða beiðni til UEFA núna? „Við munum að sjálfsögðu taka það upp við UEFA og þá sérstaklega með það til hliðsjónar að við vöruðum ákaflega stíft við þessum möguleika og reyndum hvað við gátum að komast hjá því að hafa leik hér 30. nóvember. Á sama tíma getum við ekkert farið til UEFA og sagt „við sögðum ykkur þetta“. Við græðum ekkert á því. Vissulega vöruðum við UEFA við því að ætla spila leik á velli sem er ekki með undirhita undir lok nóvember. Að það gæti komið upp alvarleg staða sem síðan raungerðist. Það var sett pressa á okkur að hafa völlinn tilbúinn og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess.“
KSÍ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira