Forystuærin Flugfreyja í uppáhaldi hjá Guðna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2023 19:56 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mikill áhugamaður um íslensku sauðkindina, ekki síst forystuféð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystuærin Flugfreyja er í miklu uppáhaldi hjá Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem á hana. Flugfreyja á þrjú lömb, sem bera öll nöfn bresku konungsfjölskyldunnar eða Karl, Camilla og Díana. Fréttamaður hitti Guðna og forystuféð hans í fjárhúsi í Flóanum. Guðni er með forystuféð sitt á bænum Stóru Reykjum í Flóahreppi þar sem fer vel um það. Guðni er mikill áhugamaður um íslensku sauðkinda og ekki síst forystufé, sem hann segir algjörlega magnað. Hann er með nöfn á fénu sínu eins og góðum fjárbónda sæmir. „Hér er hún Flugfreyja, hún er mikil forystuær ættuð frá Ytra Álandi og Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hún er svo mögnuð forystukind að hún er eins og bestu víkingaforingjar eða stjórnmálaforingjar eða verkalýðsforingjar. Hún kemur með hjörðina þegar smalað er og fer fyrir henni,“ segir Guðni og heldur áfram. „Hún bar þremur lömbum, þessum á krýningardegi Karls konungs Bretlands en hann fæddist fyrstur, mórauður með krúnu og heitir Karl. Svo er það svört gimbur með hvíta krúnu og heitir hún Camilla og svo kom hún Díana í restina.“ Flugfreyja með lömbin sín þrjú í fjárhúsinu á Stóru Reykjum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú hefur alltaf gaman af sauðfénu? „Já, já, gríðarlega gaman og það er gaman að eiga kindur.“ Guðni segir forystuær mjög merkilegar. „Þær eru náttúrulega eitthvað annað, alvöru forystuær eru eitthvað annað, þær hafa mannsvit og björguðu smölunum hér í gegnum veðrin og hjörðinni og þær sýna þetta sama eðli í dag,“ segir Guðni Ágústsson. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Guðni er með forystuféð sitt á bænum Stóru Reykjum í Flóahreppi þar sem fer vel um það. Guðni er mikill áhugamaður um íslensku sauðkinda og ekki síst forystufé, sem hann segir algjörlega magnað. Hann er með nöfn á fénu sínu eins og góðum fjárbónda sæmir. „Hér er hún Flugfreyja, hún er mikil forystuær ættuð frá Ytra Álandi og Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hún er svo mögnuð forystukind að hún er eins og bestu víkingaforingjar eða stjórnmálaforingjar eða verkalýðsforingjar. Hún kemur með hjörðina þegar smalað er og fer fyrir henni,“ segir Guðni og heldur áfram. „Hún bar þremur lömbum, þessum á krýningardegi Karls konungs Bretlands en hann fæddist fyrstur, mórauður með krúnu og heitir Karl. Svo er það svört gimbur með hvíta krúnu og heitir hún Camilla og svo kom hún Díana í restina.“ Flugfreyja með lömbin sín þrjú í fjárhúsinu á Stóru Reykjum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú hefur alltaf gaman af sauðfénu? „Já, já, gríðarlega gaman og það er gaman að eiga kindur.“ Guðni segir forystuær mjög merkilegar. „Þær eru náttúrulega eitthvað annað, alvöru forystuær eru eitthvað annað, þær hafa mannsvit og björguðu smölunum hér í gegnum veðrin og hjörðinni og þær sýna þetta sama eðli í dag,“ segir Guðni Ágústsson.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira