Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 12:15 Maccabi Tel Aviv fagna seinna markinu með palestínskan fána í bakgrunn vísir / anton brink Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. Áður en leikur hófst tók fyrirliði Maccabi þá gáfulegu ákvörðun að skipta um vallarhelming og láta Breiðablik spila með lágt liggjandi sólina í andlitið allan fyrri hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi en Dan Biton kom gestunum marki yfir á 35. mínútu eftir að Anton Ari, markvörður Breiðabliks, blindaðist af sólinni og misreiknaði skot hans. Anton Ari bölvar sólinni eftir fyrra markiðvísir / anton brink Gæslan grípur inn í og fjarlægir palestínskan fána sem stuðningsmaður Breiðabliks flaggaðivísir / anton brink Breiðablik var vel spilandi í fyrri hálfleiknum og komu sér oft á tíðum í álitlegar stöður en voru heldur ragir við að skjóta að markinu. Þegar komið var út í seinni hálfleikinn héldu Blikarnir áfram að þjarma að Maccabi liðinu sem var í stökustu vandræðum með þá. Blikunum leið greinilega betur á gervigrasinu sínu í Kópavogi heldur en hrímaða grasinu niðri í Laugardal. Léttleikandi tókst þeim að halda boltanum vel og sækja að marki gestanna. Viktor Karl í baráttu við Joris van Overeemvísir / anton brink Maccabi kom boltanum í netið í annað sinn í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. Gísli Eyjólfsson jafnaði svo metin fyrir Breiðablik á með glæsilegu marki eftir stutt spil við Kristinn Steindórsson þar sem Gísli prjónaði sig framhjá markverðinum og lagði boltann í netið. Gísli Eyjólfsson skoraði mark Breiðabliksvísir / anton brink Staðan var jöfn á ný og Breiðablik var ef eitthvað er líklegra liðið til að skora sigurmarkið. Þeir gáfu gestunum aðeins meira andrými en refsuðu þess í stað með hröðum skyndisóknum. Eran Zahavi skoraði annað mark Maccabi og sigurmark leiksins á 81. mínútu með þrumuskoti rétt fyrir utan teig. Maccabi ógnaði marki Blikanna meira eftir það og bættu þriðja markinu meira að segja við, en það var dæmt af vegna brots í aðdragandanum. Boltinn sveif yfir Anton Ara í seinna markinuvísir / anton brink Kristófer Kristinsson átti góða innkomu í dagvísir / anton brink Þrátt fyrir hetjulega baráttu Blika á lokamínútum urðu mörkin ekki fleiri, lokaniðurstaða 1-2 á Kópavogsvelli. Afhverju vann Maccabi Tel Aviv? Þeir voru á engan hátt betra liðið í dag en þegar komið er á þetta stig eru öll mistök rándýr. Blikar slökktu tvisvar á sér og fengu tvö mörk á sig vegna þess. Sólin blindaði vissulega í fyrra markinu en seinna markið var einfaldlega slakur varnarleikur. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Steindórsson átti flottan leik í fremstu línu. Spilaði eins og vanalega sem fölsk nía, kom niður í svæðin og var mikilvægur uppspilspunktur. Miðjumenn Breiðabliks eiga líka sannarlega hrós skilið, þá sérstaklega Anton Logi. Maccabi náði sárasjaldan að spila sig í gegnum miðjuna. Hvað gekk illa? Enn og aftur slökknar á liðinu í eitt augnablik og þeim er refsað fyrir það. Breiðablik hefði sömuleiðis mátt sýna meiri kjark í að skjóta boltanum að marki, nýttu illa þann tíma sem markvörður Maccabi var blindaður. Hvað gerist næst? Breiðablik ferðast til Póllands og leikur við úkraínska liðið Zorya Luhansk þann 14. desember. Maccabi Tel Aviv tekur samtímis á móti Gent. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27
Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. Áður en leikur hófst tók fyrirliði Maccabi þá gáfulegu ákvörðun að skipta um vallarhelming og láta Breiðablik spila með lágt liggjandi sólina í andlitið allan fyrri hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi en Dan Biton kom gestunum marki yfir á 35. mínútu eftir að Anton Ari, markvörður Breiðabliks, blindaðist af sólinni og misreiknaði skot hans. Anton Ari bölvar sólinni eftir fyrra markiðvísir / anton brink Gæslan grípur inn í og fjarlægir palestínskan fána sem stuðningsmaður Breiðabliks flaggaðivísir / anton brink Breiðablik var vel spilandi í fyrri hálfleiknum og komu sér oft á tíðum í álitlegar stöður en voru heldur ragir við að skjóta að markinu. Þegar komið var út í seinni hálfleikinn héldu Blikarnir áfram að þjarma að Maccabi liðinu sem var í stökustu vandræðum með þá. Blikunum leið greinilega betur á gervigrasinu sínu í Kópavogi heldur en hrímaða grasinu niðri í Laugardal. Léttleikandi tókst þeim að halda boltanum vel og sækja að marki gestanna. Viktor Karl í baráttu við Joris van Overeemvísir / anton brink Maccabi kom boltanum í netið í annað sinn í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. Gísli Eyjólfsson jafnaði svo metin fyrir Breiðablik á með glæsilegu marki eftir stutt spil við Kristinn Steindórsson þar sem Gísli prjónaði sig framhjá markverðinum og lagði boltann í netið. Gísli Eyjólfsson skoraði mark Breiðabliksvísir / anton brink Staðan var jöfn á ný og Breiðablik var ef eitthvað er líklegra liðið til að skora sigurmarkið. Þeir gáfu gestunum aðeins meira andrými en refsuðu þess í stað með hröðum skyndisóknum. Eran Zahavi skoraði annað mark Maccabi og sigurmark leiksins á 81. mínútu með þrumuskoti rétt fyrir utan teig. Maccabi ógnaði marki Blikanna meira eftir það og bættu þriðja markinu meira að segja við, en það var dæmt af vegna brots í aðdragandanum. Boltinn sveif yfir Anton Ara í seinna markinuvísir / anton brink Kristófer Kristinsson átti góða innkomu í dagvísir / anton brink Þrátt fyrir hetjulega baráttu Blika á lokamínútum urðu mörkin ekki fleiri, lokaniðurstaða 1-2 á Kópavogsvelli. Afhverju vann Maccabi Tel Aviv? Þeir voru á engan hátt betra liðið í dag en þegar komið er á þetta stig eru öll mistök rándýr. Blikar slökktu tvisvar á sér og fengu tvö mörk á sig vegna þess. Sólin blindaði vissulega í fyrra markinu en seinna markið var einfaldlega slakur varnarleikur. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Steindórsson átti flottan leik í fremstu línu. Spilaði eins og vanalega sem fölsk nía, kom niður í svæðin og var mikilvægur uppspilspunktur. Miðjumenn Breiðabliks eiga líka sannarlega hrós skilið, þá sérstaklega Anton Logi. Maccabi náði sárasjaldan að spila sig í gegnum miðjuna. Hvað gekk illa? Enn og aftur slökknar á liðinu í eitt augnablik og þeim er refsað fyrir það. Breiðablik hefði sömuleiðis mátt sýna meiri kjark í að skjóta boltanum að marki, nýttu illa þann tíma sem markvörður Maccabi var blindaður. Hvað gerist næst? Breiðablik ferðast til Póllands og leikur við úkraínska liðið Zorya Luhansk þann 14. desember. Maccabi Tel Aviv tekur samtímis á móti Gent.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27
Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti