Á fráveituvatnið heima í sjónum? Ottó Elíasson skrifar 30. nóvember 2023 12:00 Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar