„Stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2023 19:24 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Hrikalega erfið byrjun, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Ísland tapaði með níu marka mun gegn Ólympíumeisturum Frakklands á HM fyrr í dag í leik þar sem Frakkar komust í 7-0. „Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
„Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti