Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 11:09 Guðný Camilla segir að Ikea hafi strax brugðist við vegna málsins. Vísir Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. „Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“ IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
„Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“
IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira