Söfnunin tók kipp: „Greinilegt að þetta snerti einhvern streng“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:22 Pökkunum hefur sýnilega fjölgað mikið síðan um helgina. Vísir/Silja Jólagjafasöfnun mæðrastyrksnefndar hefur svo sannarlega tekið kipp eftir umfjöllun helgarinnar um dræma þátttöku í söfnuninni. Markaðsstjóri Kringlunnar segir nú 2,5 milljónir hafa safnast af fjárframlögum auk fjölda pakka sem komið hefur verið fyrir undir jólatrénu í Kringlunni. Athygli vakti um helgina þegar Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar lýsti yfir áhyggjum af dræmri þátttöku í söfnuninni, sem fer fram ár hvert í verslunarmiðstöðinni. „Ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur,“ sagði Baldvina í samtali við Vísi á laugardag. Nú segir Baldvina horfurnar mun betri. „Það er greinilegt að þetta snerti einhvern streng, að það væri að ganga svona illa að safna jólagjöfum handa börnunum okkar,“ segir hún. „Það fór allt af stað strax á laugardaginn. Þá fóru að myndast raðir við innpökkunarborðin,“ segir Baldvina, og segir pökkunum hafa fjölgað ört og fjárframlögum líka. Raunhæft að metinu verði náð Auk pakkasöfnunarinnar er hægt að styrkja verkefnið með frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. Baldvina segir að í morgun hafi ótrúlegar tölur komið upp úr bókhaldinu þegar staða söfnunarinnar var skoðuð. „Það voru 2,5 milljónir sem komu á laugardag og sunnudag, þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Aðspurð segir Baldvina að þegar best lét hafi framlögin numið um þrjár milljónir króna, þá fyrir allan desembermánuð. Hún segir því raunhæft markmið að metið verði slegið í ár. Baldvina segist himinlifandi yfir árangrinum og að skipuleggjendur verkefnisins hafi tekið gleði sína á ný eftir helgina. „Bara vá, ég trúi þessu varla,“ segir Baldvina að lokum. Kringlan Jól Góðverk Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Athygli vakti um helgina þegar Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar lýsti yfir áhyggjum af dræmri þátttöku í söfnuninni, sem fer fram ár hvert í verslunarmiðstöðinni. „Ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur,“ sagði Baldvina í samtali við Vísi á laugardag. Nú segir Baldvina horfurnar mun betri. „Það er greinilegt að þetta snerti einhvern streng, að það væri að ganga svona illa að safna jólagjöfum handa börnunum okkar,“ segir hún. „Það fór allt af stað strax á laugardaginn. Þá fóru að myndast raðir við innpökkunarborðin,“ segir Baldvina, og segir pökkunum hafa fjölgað ört og fjárframlögum líka. Raunhæft að metinu verði náð Auk pakkasöfnunarinnar er hægt að styrkja verkefnið með frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. Baldvina segir að í morgun hafi ótrúlegar tölur komið upp úr bókhaldinu þegar staða söfnunarinnar var skoðuð. „Það voru 2,5 milljónir sem komu á laugardag og sunnudag, þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Aðspurð segir Baldvina að þegar best lét hafi framlögin numið um þrjár milljónir króna, þá fyrir allan desembermánuð. Hún segir því raunhæft markmið að metið verði slegið í ár. Baldvina segist himinlifandi yfir árangrinum og að skipuleggjendur verkefnisins hafi tekið gleði sína á ný eftir helgina. „Bara vá, ég trúi þessu varla,“ segir Baldvina að lokum.
Kringlan Jól Góðverk Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira