„Fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2023 12:56 Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að tveir palenstínskir drengir skuli ekki fá alþjóðlega vernd hér. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi. Vísir Fyrrverandi forstöðukona Fjölmenningarseturs segir fáránlegt að stjórnkerfið hér á landi hafi synjað palestínskum drengjum í neyð um alþjóðlega vernd. Þeirra geti beðið hræðilegar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi sem hún hafi séð með eigin augum. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um mál drengjanna. Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira