Fórnarlambsstaða Vinstri Grænna Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 5. desember 2023 17:00 5.desember birti Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri Grænna, stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist fá fjölda skilaboða þar sem almenningur hvetur forsætisráðherra og þingflokkinn til að stíga inn í ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa tveim palestínskum drengjum til Grikklands, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Í stöðuuppfærslunni fer Jódís mikinn um óréttlæti þess að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri Grænna sé sérstaklega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi þegar kemur að þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum og áðurnefndri fyrirhugaðri brottvísun. Hún segir þar: "Að beina vanmættinum og reiðinni að VG eða Katrínu er í mínum huga ekki uppbyggileg leið til að vinna úr þessum flóknu tilfinningum." Jódís, í fyrsta lagi er vanvirðing við tilfinningar almennings að tala um að þær séu flóknar. Þær eru í raun mjög einfaldar. Almenningur er reiður við ykkur sérstaklega því þið segist standa fyrir friði og mannréttindum. Reiðin er því einföld og beinist á skýran hátt á hárrétta staði. Auðvitað beinist hún líka að utanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokki - etv hélt fólk bara að þið mynduð gera meira vegna þess að þið hafið sjálf lýst því yfir að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi og setja viðskiptaþvinganir á Ísrael, og látið núna eins og kröfur almennings um nákvæmlega það séu fráleitar og ekkert sem þið RÁÐAMENN Á ÍSLANDI getið gert í því. Hún segir þingflokk VG hafa „beitt sér fyrir meðal annars að þjóðþing okkar eitt fárra þinga hefur ályktað um ástandið“ Jódís, það gerðuð þið eftir að árásirnar höfðu staðið yfir í heilan mánuð og fjölmargir fjölmennir mótmælafundir krafist aðgerða af ykkar hálfu. Ég efast svosem ekki um að Katrín Jakobs hafi sjálf skrifað þessa ályktun því mér þykir nú ólíklegt að orðalagið hafi komið frá frú Diljá Mist, en sú ályktun var einungis gerð eftir mikinn þrýsting bæði frá almenningi, og eftir að tvær þingsályktanir frá stjórnarandstöðunni höfðu verið lagðar fram - en voru dregnar til baka svo samstaða næðist um þessa ályktun sem samþykkt var 9.nóvember á Alþingi. Ályktunin hefur ekki haft nein áhrif á þjóðernishreinsanir Ísraels svo krafan um að þið gerið meira á fyllilega rétt á sér. Hvað varðar trú þína á því að Útlendingastofnun hljóti að taka mál palestínskra barna til skoðunar og vinna þau fljótt og út frá því sem er börnunum fyrir bestu vil ég spyrja: Býrð þú í sama raunveruleika og ég? Það er minna en mánuður síðan að akkúrat sú stofnun, með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur brottvísaði 7 barna palestínskri fjölskyldu án þess að múkk heyrðist frá ykkur. Það er því nákvæmlega engin ástæða til að ætla að þetta verði eitthvað öðruvísi - nema þið einmitt beitið ykkur til að svo verði. Að enda svo þetta væl á því að hvetja einstaklinga til að sniðganga ísraelskar vörur er einfaldlega svo skammarleg vörpun á ábyrgð yfir á almenning að það er engu lagi líkt. Fjölmargir eru þegar að sniðganga ísraelskar vörur og þurfa engan fyrirlestur frá þér um hvernig skal gera það. Hysjið bara upp um ykkur. Ef ykkur blöskrar þetta svona mikið, ef þið viljið ekki að ríkisstjórnar ykkar verði fyrst og fremst minnst í sögunni fyrir að hafa stutt við þjóðernishreinsanir á Palestínufólki með aðgerðaleysi sínu - hættið þá í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Ég mæli svo með því að þingmenn VG fari að nýta tíma sinn í eitthvað annað en að reyna að koma inn samviskubiti hjá almenningi fyrir að ætlast til þess af þið vinnið vinnuna ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Vinstri græn Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
5.desember birti Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri Grænna, stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist fá fjölda skilaboða þar sem almenningur hvetur forsætisráðherra og þingflokkinn til að stíga inn í ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa tveim palestínskum drengjum til Grikklands, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Í stöðuuppfærslunni fer Jódís mikinn um óréttlæti þess að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri Grænna sé sérstaklega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi þegar kemur að þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum og áðurnefndri fyrirhugaðri brottvísun. Hún segir þar: "Að beina vanmættinum og reiðinni að VG eða Katrínu er í mínum huga ekki uppbyggileg leið til að vinna úr þessum flóknu tilfinningum." Jódís, í fyrsta lagi er vanvirðing við tilfinningar almennings að tala um að þær séu flóknar. Þær eru í raun mjög einfaldar. Almenningur er reiður við ykkur sérstaklega því þið segist standa fyrir friði og mannréttindum. Reiðin er því einföld og beinist á skýran hátt á hárrétta staði. Auðvitað beinist hún líka að utanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokki - etv hélt fólk bara að þið mynduð gera meira vegna þess að þið hafið sjálf lýst því yfir að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi og setja viðskiptaþvinganir á Ísrael, og látið núna eins og kröfur almennings um nákvæmlega það séu fráleitar og ekkert sem þið RÁÐAMENN Á ÍSLANDI getið gert í því. Hún segir þingflokk VG hafa „beitt sér fyrir meðal annars að þjóðþing okkar eitt fárra þinga hefur ályktað um ástandið“ Jódís, það gerðuð þið eftir að árásirnar höfðu staðið yfir í heilan mánuð og fjölmargir fjölmennir mótmælafundir krafist aðgerða af ykkar hálfu. Ég efast svosem ekki um að Katrín Jakobs hafi sjálf skrifað þessa ályktun því mér þykir nú ólíklegt að orðalagið hafi komið frá frú Diljá Mist, en sú ályktun var einungis gerð eftir mikinn þrýsting bæði frá almenningi, og eftir að tvær þingsályktanir frá stjórnarandstöðunni höfðu verið lagðar fram - en voru dregnar til baka svo samstaða næðist um þessa ályktun sem samþykkt var 9.nóvember á Alþingi. Ályktunin hefur ekki haft nein áhrif á þjóðernishreinsanir Ísraels svo krafan um að þið gerið meira á fyllilega rétt á sér. Hvað varðar trú þína á því að Útlendingastofnun hljóti að taka mál palestínskra barna til skoðunar og vinna þau fljótt og út frá því sem er börnunum fyrir bestu vil ég spyrja: Býrð þú í sama raunveruleika og ég? Það er minna en mánuður síðan að akkúrat sú stofnun, með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur brottvísaði 7 barna palestínskri fjölskyldu án þess að múkk heyrðist frá ykkur. Það er því nákvæmlega engin ástæða til að ætla að þetta verði eitthvað öðruvísi - nema þið einmitt beitið ykkur til að svo verði. Að enda svo þetta væl á því að hvetja einstaklinga til að sniðganga ísraelskar vörur er einfaldlega svo skammarleg vörpun á ábyrgð yfir á almenning að það er engu lagi líkt. Fjölmargir eru þegar að sniðganga ísraelskar vörur og þurfa engan fyrirlestur frá þér um hvernig skal gera það. Hysjið bara upp um ykkur. Ef ykkur blöskrar þetta svona mikið, ef þið viljið ekki að ríkisstjórnar ykkar verði fyrst og fremst minnst í sögunni fyrir að hafa stutt við þjóðernishreinsanir á Palestínufólki með aðgerðaleysi sínu - hættið þá í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Ég mæli svo með því að þingmenn VG fari að nýta tíma sinn í eitthvað annað en að reyna að koma inn samviskubiti hjá almenningi fyrir að ætlast til þess af þið vinnið vinnuna ykkar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar