„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Joris Verwijst/Getty Images „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Ísland vann frækinn 1-0 sigur í Viborg í kulda sem þekkist var á hálendi Íslands. Íslenska liðið lagði mikið í leikinn og uppskar eftir því. Sigurinn kom í veg fyrir að Danmörk ynni riðilinn sem gerir liðinu erfiðara fyrir að komast á Ólympíuleikana. Ísland er hins vegar á leið í umspil að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar sem gæti skipt sköpum upp á næsta Evrópumót. „Gerðum margt vel í þessum leik, auðvitað lágu þær á okkur og vissu að þær yrðu að vinna, voru að þrýsta en við stóðumst það og gerðum vel. Fengu eitt alvöru dauðafæri en annars var þetta klafs inn í teig,“ bætti Þorsteinn við. „Margt sem gekk upp en ýmislegt sem við lentum í vandræðum með í færslum. Sérstaklega í fyrri hálfleik, breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera og voru að toga okkur til. Náðum aðeins að laga það svo þær voru ekki að gera það í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að þær áttu auðveldara með að gefa fyrir. Það er það sem við erum góðar í að verjast, vorum því ekki hræddar við það.“ Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands en þessi 18 ára markvörður Vals var að spila sinn fyrsta A-landsleik. „Hún er 18 ára í aldri en hún er þrítug í hugsun og ró.“ Þorsteinn var að endingu spurður út í árið sem er að líða en það hefur gengið á ýmsu hjá Íslandi. Lykilleikmenn lagt skóna á hilluna, aðrar óléttar og enn aðrar að glíma við meiðsli. „Er mjög sáttur við árið. Byrjum það vel, þetta er að þróast og svo byrja allar breytingarnar í hverjum einasta glugga. Við tökumst á við það og mér fannst liðið vera í réttri þróun allan tímann. Prófuðum ýmsa hluti, sumt gekk vel en annað misvel. Auðvitað fengum við skell út í Þýskalandi sem allir eru alltaf að tala um en heilt yfir ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska. Það er ekkert auðvelt að missa þúsund landsleiki út úr einu landsliði á nokkrum mánuðum án þess að það taki smá tíma að byggja eitthvað upp.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Ísland vann frækinn 1-0 sigur í Viborg í kulda sem þekkist var á hálendi Íslands. Íslenska liðið lagði mikið í leikinn og uppskar eftir því. Sigurinn kom í veg fyrir að Danmörk ynni riðilinn sem gerir liðinu erfiðara fyrir að komast á Ólympíuleikana. Ísland er hins vegar á leið í umspil að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar sem gæti skipt sköpum upp á næsta Evrópumót. „Gerðum margt vel í þessum leik, auðvitað lágu þær á okkur og vissu að þær yrðu að vinna, voru að þrýsta en við stóðumst það og gerðum vel. Fengu eitt alvöru dauðafæri en annars var þetta klafs inn í teig,“ bætti Þorsteinn við. „Margt sem gekk upp en ýmislegt sem við lentum í vandræðum með í færslum. Sérstaklega í fyrri hálfleik, breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera og voru að toga okkur til. Náðum aðeins að laga það svo þær voru ekki að gera það í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að þær áttu auðveldara með að gefa fyrir. Það er það sem við erum góðar í að verjast, vorum því ekki hræddar við það.“ Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands en þessi 18 ára markvörður Vals var að spila sinn fyrsta A-landsleik. „Hún er 18 ára í aldri en hún er þrítug í hugsun og ró.“ Þorsteinn var að endingu spurður út í árið sem er að líða en það hefur gengið á ýmsu hjá Íslandi. Lykilleikmenn lagt skóna á hilluna, aðrar óléttar og enn aðrar að glíma við meiðsli. „Er mjög sáttur við árið. Byrjum það vel, þetta er að þróast og svo byrja allar breytingarnar í hverjum einasta glugga. Við tökumst á við það og mér fannst liðið vera í réttri þróun allan tímann. Prófuðum ýmsa hluti, sumt gekk vel en annað misvel. Auðvitað fengum við skell út í Þýskalandi sem allir eru alltaf að tala um en heilt yfir ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska. Það er ekkert auðvelt að missa þúsund landsleiki út úr einu landsliði á nokkrum mánuðum án þess að það taki smá tíma að byggja eitthvað upp.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10