Glæpur og refsing kvenna í samtímanum Kristín I. Pálsdóttir og Helena Bragadóttir skrifa 8. desember 2023 09:00 Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fangelsismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar