Sótsvartur veruleiki fatlaðs fólks á Íslandi Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 6. desember 2023 14:31 Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar