Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 4 Viðar Hreinsson skrifar 9. desember 2023 08:00 Hjöðnun, jöfnuður, umhverfi og almannaheill Fjórða grein af fimm um hagfræði, jöfnuð, vistkreppu og velsæld. Í fyrri greinum var fjallað um hagvöxt og fótfestuleysi frjálshyggjuhagfræði í efnislegum veruleika, fjárnám hugarfars, spillingarsögu hrunsins, gagnrýnar hugmyndir í hagfræði og bjagaðar hugmyndir um verðleika sem nært hafa popúlisma. Gagnrýni Jons D. Ericksons og Michaels Sandels sem fjallað er um í fyrri greinum er um margt af svipuðum toga. Sökudólgurinn er frjálshyggja og takmarkalaus smættun í hagstærðir sem er nánast sjálfvirk hugsun þeirrar vélhyggju sem fyrr er lýst. Rætur smættunar ná til 17. aldar þegar fór að bera á þeirri hugsun að heimurinn virkaði eins og vél sem öðlast mætti fullkominn skilning á til hagnýtingar í þágu manna. Sandel benti á siðferði, verðleikar séu fyrst og fremst siðferðislegir og krefjast þurfi virðingar fyrir vinnunni sem framlagi til samfélags. Allt er þó flóknara, því í þeim heimi sem mannfólkið byggir tengist allt hvað öðru og er hvað öðru háð í óendanlegum vistvef. Önnur skelfileg afleiðing kapítalisma og alræðis er vistkreppan, en teknókratísk smættun frjálshyggjunnar hefur girt og girðir enn fyrir raunhæfar aðgerðir. Alræði þeirrar hugsunar bælir fjölbreytni lífríkis, vistkerfa og náttúru sem taka þarf tillit til og læra af. Nú er svo komið að vaxtarhugsun og uppsöfnun auðmagns er að rústa vistkerfum jarðar, sem smátt og smátt gerir hana illbyggilega mönnum. Mannskepnan ber ábyrgð á gerðum sínum gagnvart þeim vistkerfum sem hún er hluti af en hagvaxtarhugsunin er mannlegt fyrirbæri, fullkomlega ábyrgðarlaus. Jason Hickel, hjöðnun og kapítalismi Vistkerfi og samfélag eru samofin og hjöðnun (e. degrowth) er óhjákvæmileg hugmynd gagnvart vistkreppu heimsins. Jason Hickel er ungur hagfræðimannfræðingur, fæddur og alinn upp í Eswatini sem áður hét Svasíland í suðaustur Afríku. Hann hefur því breiða sýn á vanda heimsins og fyrsta bók hans, The Divide: A Brief Guide to Global Inequality and its Solutions (2018), er um efnahagskerfi heimsins sem hvílir á aldalöngu arðráni þriðja heimsins. Hickel talar í nýjustu bók sinni Less is More: How Degrowth Will Save the World (2020) um vöxt sem dulbúna alræðishugmynd, „alræðisrökvísi iðnaðarkapítalisma“ (bls. 6) og tekur þannig undir alræðisskilgreininguna sem drepið var á í fyrstu grein. Eins og fjöldi fræðimanna hefur gert síðustu áratugi tengir hann upphaf og sögu kapítalismans við dauða náttúrunnar en sú hugmynd eða orðalag kom einna fyrst fram í tímamótaverki vistfemínismans Carolyn Merchant í bókinni The Death of Nature: Women, Ecology and the Scientific Revolution (1980). Rofið sem varð með vísindabyltingu og harðskeyttri náttúrudrottnun fól í sér innbyggða vaxtarkröfu. En Hickel bendir líka á leiðir fram á við út úr kreppunni, hvernig skrúfa megi vöxtinn niður (í framhjáhlaupi má nefna að í fyrirlestri á netinu bendir hann á að Norðurlöndin séu kannski mestu hræsnararnir varðandi sjálfbærni). Kapítalisminn óx í upphafi með því meðal annars að leggja undir sig land smátt og smátt til einkanýtingar í hagnaðarskyni, girða af lönd sem höfðu verið í sameiginlegri umsjá smábænda. Sú auðsöfnun fór síðan hönd i hönd með nýlenduarðráni, arðráni á fólki, fyrirhyggjulausri náttúrudrottnun og -nýtingu og uppsöfnun auðmagns sem ól af sér iðnbyltingu, vaxtarhugsun og homo economicus. Vaxtarhugsunin var dulbúin sem framfarir, litið var á náttúruna sem ódýra vöru, ótæmandi auðlind og jafnvel óvin eins og enski heimspekingurinn Francis Bacon (1561-1626) talaði um. Hún væri vélrænt fyrirbæri sem drottna mætti og þyrfti yfir. (39-79). Drættir úr hugmyndasögu náttúrudrottnunar eru raktir í nýrri grein minni í hausthefti Skírnis (fæst í bókabúðum og áskrift). Hagvöxtur á leiðarenda Hickel rekur sömu sögu og er að baki hagfræði Erickson. Hann nefnir landsframleiðsluhugmynd Simon Kuznets (1901-1985), sem er ein meginrót hagvaxtarhyggjunnar sem þróaðist frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Kuznets vissi að hugmyndin væri ófullnægjandi en um 1960 varð hún samt sem áður meginviðmið OECD og allrar alþjóðlegrar hagfræði og peningastofnana (Degrowth bls. 90 og áfram). Þessi skítnýtingar- og vaxtarhugsun hefur síðan gegnsýrt heiminn og nánast lagt fátækari lönd eða þriðja heiminn svokallaða í rúst og það á reyndar líka við um náttúru Íslands, þar sem skilvirkustu eyðingaröflin eru virkjanir og laxeldi. Vöxtur og uppsöfnun auðs liggur í eðli kapítalismans, sú krafa er innbyggð og sjálfvirk og af þeim sökum býr ekkert í honum sem stöðvað getur vistkreppuna. Mestöll uppfundin tækni er nýtt til uppsöfnunar auðmagns. Skiptagildi ríkir alfarið í stað notagildis eða þarfa. Hagnaðarkröfur og uppsöfnun fjármagns kalla á meiri uppfinningar söluvöru óháð notagildi. Nú er kapítalisminn að ná nýjum hæðum þar sem nokkur stórfyrirtæki láta sér ekki nægja að pranga í fólk þarfleysum heldur stýra hugum þess og löngunum á ýktu firringarflugi samfélagsmiðlanna, eða með beinskeyttum orðum listakonunnar Ernu Mistar: „Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega.“ Í grein sinni lýsir Erna því skarplega hvernig stórfyrirtækin ráðskast með líf fólks í gegnum algóritmana. Samfélagmiðlaneyslan á forsendum stórfyrirtækjanna bjagar vitund fólks og sókn auðmagnsins inn á lendur vitundarinnar frekar en náttúruauðlinda er jafnframt ný leið auglýsingamennsku sem stuðlar að enn frekari ofneyslu. Nýjasta kenning á þeim vettvangi er hugmynd Yanis Varoufakis að teknólénsveldi sé að taka við af kapítalismanum (Vefritið The Conversation 8. nóvember 2023) Nú er komið að endimörkum vaxtargetunnar. Þegar bókin Endimörk vaxtarins kom út 1972 og fyrr er vikið að, var bókinni fyrst tekið fagnandi en síðan var hún skotin í kaf af málpípum auðmagnselítunnar sem sögðu að engin takmörk væru fyrir vaxtargetu mannshugans. Gírað var upp í nýfrjálshyggjusókn áttunda og níunda áratugarins, hruni kommúnismans fagnað og bók Francis Fukuyama, The End of History and the Last Man (1992), var vegsömuð. Titill hennar er sannari en þægilegt er að hugleiða. Hickel hrekur grænar lausnir kapítalismans eins og Erickson, grænn vöxtur sé einfaldlega óhugsandi eins og drepið hefur verið á, þrátt fyrir ýmis klikkuð tæknifix. Þá er Jevons þversögnin, sem speglar rökvísi auðmagnsins, í fullu gildi. William Stanley Jevons (1835-1882) benti á það árið 1865 að skilvirkari kolanotkun sem varð með gufuvélinni leiddi ekki til kolasparnaðar heldur var sá hagnaður sem varð af skilvirkninni notaður til að auka framleiðslu sem byggðist á meiri kolaorku (Degrowth bls. 152). Þetta á trúlega við um þá bólu í heimshagkerfinu að veita losunarheimildum kolefnis inn í flækjufarvegi efnahagskerfanna. Það er sama hvað er gert, eina lausnin er verulegur samdráttur í neyslu. Þess vegna eru orkuskipti gróf blekking að hluta til, því þau miða við að halda uppi því framleiðslu- og neyslustigi sem verið hefur og það gengur einfaldlega ekki upp. „Vandinn er ekki aðeins hvernig orku við notum, heldur í hvað hún er notuð“ (146). Endurvinnsla er vissulega nauðsynleg en hún bjargar ekki kapítalismanum sem slíkum, vindur ekki ofan af vaxtarvítahring hans. Vöxtur – framfarir – velsæld??? Hickel útskýrir að vöxtur og framfarir eða velsæld sé hreint ekki það sama. Meðfram frjálshyggjubylgjunni kom fram sú hugmynd að hagvöxtur og lífsgæði á borð við lífslíkur fylgdust náið að og væru samtengd en málið er miklu flóknara. Fyrstu aldir kapítalismans var þetta hreinlega öfugt segir hann (Degrowth bls. 171), en eftir það hafa hreinlæti og betri heilsugæsla auk ýmissar almannaþjónustu aukið lífsgæðin frekar en peningastreymi. Almenn lífsgæði eru vissulega meiri í ríkari löndum en það er engin sjálfkrafa fylgni: „Framfarir í velmegun fólks hafa verið knúnar áfram af framsæknum pólitískum hreyfingum og stjórnvöldum sem hefur lánast að virkja fjáruppsprettur til að framreiða traust almannagæði og réttlát laun. Reyndar sýna söguleg gögn að þegar þessi öfl eru ekki til staðar, hefur vöxtur oft unnið gegn félagslegum framförum, ekki með þeim.“ (bls. 173) Vera kann að fátækustu löndin þurfi á hagvexti að halda til að ná nauðsynlegum lífsgæðum segir Hickel, en hins vegar er það þannig að þegar ákveðnum punkti er náð í landsframleiðslu eykur hækkun hennar engu við lífsgæði. Það er hreinlega svo að í mörgum löndum með ekki mjög mikla landsframleiðslu eru lífsgæði með ágætum. Hann tekur samanburðardæmi um þetta. Til að mynda eru lífslíkur fólks í Portúgal og Japan mun hærri en í Bandaríkjunum þótt landsframleiðsla sé minni. Þegar Portúgal og Bandaríkin eru skoðuð er ekki endilega samband milli landsframleiðslu og lífsgæða. Hickel vitnar í hinn fyrrnefnda Herman Daly sem bendir á veltipunkt, þegar vöxtur hafi náð ákveðnu marki fari hann að verða óhagrænn. Þannig mætti álykta að hagfræðileg vanahugsun um vöxt fari með hann yfir þessi mörk og leiði til ofneyslu og þar leynist ókjör af hagrænni fitu sem vistvænt væri að losna við, Sérhver pólitísk stefna sem dregur úr hagnaði hinna ríkustu mun hafa vistvæn áhrif segir Hickel og ræðir hnattrænt réttlæti í framhaldinu, nauðsyn þess að losna hugsunina uppúr hjólförum, og minnir á að nýsköpun er drifin af hinu opinbera. Hann segir að fyrrnefndur Kuznets hafi gert sér grein fyrir takmörkunum landsframleiðslu sem mælikvarða á velsæld og vitnar í hina frægu ræðu Roberts Kennedys sem fyrsta greinin hófst á. Nú sé brýnt að þróa nýja framfaravísa og heildrænar aðferðir (sjá Degrowth bls. 167-202). Hagkerfi án vaxtar Það er einfaldlega svo að ekkert blasir við annað en hrein umskipti, til að koma í veg fyrir hamfarir og víðtækt hrun. Hickel bendir á ýmsar leiðir til úrbóta, en kjarni þeirra er hjöðnun. Hann vitnar í Gretu Thunberg sem segir að ekki sé hægt að leika eftir reglunum því þeim þurfi að breyta (Degrowth bls. 203). Með því að átta sig á að hægt sé að blómstra án vaxtar segir Hickel að megi sjá fyrir sér öðruvísi hagkerfi þar sem vöxturinn sé tekinn út úr reikningsdæminu. Til þess þurfi ekki orkuskipti, heldur að snarminnka orkunotkun. Flestar orkusparandi leiðir eru til bóta en minni orkunotkun er eina leiðin, því kapítalisminn er, segir Hickel, „risavaxin orkusuguvél“ (bls. 204) og á henni þarf að hægja, hægja á brjálaðri náttúruhráefnavinnslu, framleiðslu og sóun um leið og við hægjum á okkar eigin lífsháttum. Það er það sem átt er við með hjöðnun en bókstaflega þýtt er degrowth „afvöxtur“. Hjöðnun felur ekki í sér að draga úr landsframleiðslu út af fyrir sig heldur „að draga úr streymi efnis og orku í gegnum hagkerfið til að koma því í jafnvægi við lífheiminn, um leið og tekjum og auðlindum er dreift á réttlátari hátt, sem frelsar fólk frá ónauðsynlegri vinnu og fjárfestir í þeim almannagæðum sem fólk þarf til að dafna.“ Þetta segir Hickel að sé „fyrsta skrefið í átt að vistvænni siðmenningu“ sem getur vel haft í för með sér samdrátt í landsframleiðslu, hægari vöxt eða jafnvel engan: Og ef það gerist er það í lagi, því landsframleiðsla er ekki það sem skiptir máli. Undir venjulegum kringumstæðum gæti þetta valdið samdrætti. En samdráttur er það sem gerist þegar hagkerfi sem háð er vexti hættir að vaxa: það er stórslys. Hjöðnun er algjörlega öðruvísi. Hún snýst um að skipta algerlega yfir í öðruvísi hagkerfi – hagkerfi sem þarf ekki að vaxa í fyrsta lagi. Hagkerfi sem skipulagt er í kringum blómstrandi fólk og vistrænan stöðugleika, frekar en hina stöðugu uppsöfnun auðmagns. (Degrowth bls. 204-205). Kapítalisminn er manngert kerfi, neyslu og neytendaknúið sem snýst um vörugervingu allra hluta og jafnvel óáþreifanlegra „eigna“. Framleiðsla snýst um hagnað, uppsöfnun hagnaðar frekar en þarfir fólks og reyndar er oft frekar reynt að forðast að uppfylla þarfirnar heldur halda þeim við segir Hickel (bls. 206). Ekki þarf að hugleiða þetta lengi til að koma auga á sóunina. Hickel telur upp fimm lykilatriði sem þurfi að byrja á: Binda endi á skipulagða úreldingu sem er áberandi í öllum raftækjum. Reyndar mætti einnig benda á óþarft niðurrif bygginga og djúphugsaða bók Önnu Maríu Bogadóttur um það efni, Jarðsetningu. Draga úr auglýsingum sem eru nánast eins og sálfræðihernaður til að auka neyslu, þær eru ekki upplýsingagjöf heldur stuðla að óskynsamlegum ákvörðunum. Skipti frá eignarhaldi til notkunar, ekki er nauðsynlegt að allir eigi eitt af öllu, fjölmargt er til sem hægt væri að deila með smávægilegri skipulagningu. Stöðva matarsóun. Helmingi alls matar sem framleiddur er í heiminum er eytt þannig að draga mætti úr landbúnaðarframleiðslu um helming. Draga úr iðnaði sem er eyðileggjandi fyrir vistkerfi. Þar er ótalmargt undir, nautakjötsiðnaður í Norður- og Suður-Ameríku, óþarfar umbúðir, einnota vörur. Við þetta mætti bæta hugmyndum um borgaralaun sem oft hafa verið viðraðar. Allt þetta getur orðið til þess að stytta verulega vinnutíma fólks, sem hefur meiri lífsgæði og hamingju í för með sér, sem einnig þýðir að fólk fær tíma til að hugsa sig um sem auðveldar því að minnka neyslu. Og að sjálfsögðu þarf að koma þessu í kring samfara meiri jöfnuði í launum og jafnari stöðu kynja. „umskipti í styttri vinnuviku er lykillinn að því að byggja upp manneskjulegt, vistvænt hagkerfi.“ (Degrowth bls. 223). Það væri fyrst og fremst fjármagnað með launajöfnun, þaki á laun æðstu stjórnenda með lögum og skattakerfi, um leið og stöðvaðar væru sjálfvirkar hagnaðarleiðir hinn allra ríkustu. „Þegar allt kemur til alls „verðskuldar“ enginn þessháttar auðævi, ekki hefur verið unnið fyrir þeim, þau eru dregin út, frá undirborguðum verkamönnum, frá ódýrri náttúru, frá rentusókn, frá pólitískri hertöku og svo framvegis. Ofurauðlegð hefur eyðandi áhrif á samfélag okkar, á stjórnmálakerfi okkar, og á lífheiminn.“ (Degrowth bls. 227). Ef ýmis almannagæði hættu að vera verslunarvara og yrðu kostuð með framsækinni skattlagningu væri hægt að stórauka almenna velsæld, hið sameiginlega rými væri stóraukið og yrði öflugt mótvægi við vaxta- eða arðsemiskröfur. Skuldaniðurfellingar mundu rjúfa hinn eilífa skort sem er í raun undirstaða bankakerfa. Bankar skapa ekki peningana sem þarf til að borga hina ódrepandi vexti. Í raun þrífst bankakerfið á manngerðu vaxtakerfi sem er ósamrýmanlegt viðhaldi lífs á jörðinni segir Hickel, ef því væri breytt úr því að vera veldisvaxandi yfir í einfalt línulegt kerfi fastra vaxta væri hægt að þoka fjármálakerfinu í átt að vistfræðinni, í kerfi „eftir-hjöðnunar“ án efnahagskreppu, eða „eftir-kapítalískt“ kerfi (bls. 239). Ýmsar fleiri leiðir eru mögulegar til að tengja mannlega velferð við vistrænan stöðugleika enda hafa æði margir hagfræðingar starfað í gegnum tíðina sem ekki gangast undir vaxtarhyggjuna. Lýðræði og almannavilji? Þetta þarf vitaskuld að gerast með lýðræðislegri umræðu. Hickel tekur fram að hugmyndir hans séu ekki í ætt við það sem hann kallar „skipana- og stjórnunarklúður“ (e. command-and-control-fiasco) Sovétríkjanna sálugu, enda sé hagkerfið sem hann boðar ekkert ólíkt því hvernig við lítum á núverandi hagkerfi. Það er hagkerfi þar sem fólk framleiðir og selur gagnlegar vörur og þjónustu; hagkerfi þar sem fólk tekur skynsamlegar ákvarðanir um hvað kaupa skuli; hagkerfi þar sem fólki eru greidd sanngjörn laun fyrir vinnu sína; hagkerfi sem fullnægir mannlegum þörfum en lágmarkar úrgang; hagkerfi þar sem fé er dreift til þeirra sem þurfa á því að halda, hagkerfi þar sem nýsköpun býr til betri og langlífari afurðir, dregur úr vistrænum þrýstingi, losar um tíma vinnuafls og endurbætir velferð fólks; hagkerfi sem bregst við – frekar en horfir framhjá – heilsu vistkerfisins sem það er háð. (Degrowth bls. 241) Eini munurinn er sá að hér er ekki stefnt að vexti, uppsöfnun auðs sem er æðsta markmið kapítalismans. Þetta er vissulega útópía en hún boðar óhjákvæmilegar breytingar sem krefjast sterkrar hreyfingar. Og í raun er þetta það sem fólk velur, undir öðrum formerkjum. Hickel segir frá rannsókn sem hópur vísindamanna við Harvard og Yale framkvæmdi þar sem í ljós kom, að gagnstætt því sem haldið var, að fólk vildi ekkert skilja eftir fyrir komandi kynslóðir, valdi 68% þátttakenda í rannsókninni leiðir sem mundu deila náttúrugæðum með komandi kynslóðum og þegar rannsóknin var útvíkkuð í lýðræðislega umræðu snerist hluti hinna 32% eigingjörnu á sveif með hinum. Í þessu felst stuðningur við þau tvö atriði sem vistfræðilegir hagfræðingar segja að þurfi til styðja við hið stöðuga ástand (e. stedy state): 1) þar sem aldrei er tekið meira úr vistkerfinu en svo að að það geti viðhaldið sér og 2) aldrei sé meiri úrgangur eða mengun en svo að vistkerfin geti tekið við ( bls. 244) Til að koma þessu í kring þarf raunverulegt lýðræði, sem nálgast einhvers konar almannavilja eins og kostur er en er ekki hertekið af fjársterkum öflum sem ausa fé í stjórnmálabaráttu til að öðlast pólitískt vald, innan landa og alþjóðlega. Fjármálaelítur hafa hertekið stjórnmálin og því þarf að fjarlægja auðmagnsöflin úr þeim („big money“ er orðalag Hickels). Það á víða við en til að mynda hafa síðustu 50 árin í Bandaríkjunum öfgahægrimenn á borð við Koch-bræður með rætur í olíuiðnaði ausið ótakmörkuðu fé í stjórnmálaflokka jafnt sem áróðursmaskínur gegn hvers konar félagshyggju og umhverfishugmyndum. Sú saga er ítarlega rakin í bókinni Dark Money: The Hidden History of the Billionaires Behind the Rise of the Radical Right eftir Jane Mayer (2016, fyrst afhjúpaði hún starfsemina í grein í The New Yorker 2010). Hickel kallar vaxtarsókn kapítalismans þráhyggju: Þráhyggja kapítalismans eftir eilífum vexti á kostnað lífheimsins gengur gegn þeim gildum sjálfbærni sem flest okkar halda sig við. Þegar fólk hefur eitthvað að segja í þessum efnum, endar það á að velja að stýra hagkerfinu í samræmi við grundvallarreglur stöðugs ástands sem ganga gegn vaxtarkröfunni. Með öðrum orðum, kapítalismi hefur tilhneigingu til að vera andlýðræðislegur, og lýðræðið hneigist til að vera andkapítalískt (Degrowth bls. 247-248). Samleið með vistkerfinu Þótt andstæðan sé einföld, milli hins vistræna og hagvaxtar, er ekkert auðvelt að koma þessu í kring. Auðmagnið mun verja sitt með kjafti og klóm og pólitísk handbendi þess einnig, með aðstoð auðsveipra meðreiðarflokka. Því ríður á að hefja hreyfingu í þessa átt. En síðasti hluti bókarinnar er hugmyndasaga, um lifandi tengsl fólks við náttúru sem þrifust meira og minna fram að hinu mikla rofi sem varð með vísindabyltingu, upplýsingu og iðnbyltingu. Hickel ræðir ýmsa drætti þeirrar náttúru og vistkerfa sem maðurinn er hluti af og hvernig mannfólk hefur umgengist hana sem lifandi, til að mynda með tilstilli seiðmanna og og vitringa þeirra sem eitt sinn voru kallaðir frumstæðir. Hann bendir á hve saga mannkyns er löng, og hafi alltaf markast af sambúð við þá náttúru sem manneskjan er hluti af. Og hann bendir á nýja vísindabyltingu sem er að verða, með nýrri sýn vísinda á miklu dýpra líf og samskiptahætti náttúrunnar, og þá lærdóma sem draga má þar af. Lausnir Hickels eru ekki fjarstæðar heldur raunhæfar, en það sem hann dregur upp er útlínur, hugmyndir sem þarf að ræða og skoða áður en að útfærslu kemur, á ýmsum samþættum þekkingarsviðum. Hagfræðingar í meginstraumnum þurfa að átta sig á að engin fræði eða vísindi þrífast til lengdar í því tilvistarlega tómarúmi sem ríkt hefur. Hickel er ekki sá eini sem hefur bent á skaðsemi hagvaxtar og nauðsyn þess að endurtengjast náttúrunni. Fjöldi vísindamanna hefur gert það undanfarna áratugi. Ein nýjasta afurðin er bók sem út kom á þessu ári eftir vistfræðinginn Michel Loreau, Nature that Makes us Human. Hann byrjar á að rekja sögu mannkyns nánast frá upphafi og hvernig það fjarlægðist náttúruna smátt og smátt og þar leikur eingyðistrú til að mynda býsna stórt hlutverk. Hann segir að náttúrudrottnun og drottnun fólks yfir öðru fólki séu nátengdar og víkur að því sem umhverfishagfræðingurinn Herman Daly (sem Jon D. Erickson er tíðrætt um og Hickel vitnar einnig í) kallar vaxtarmaníu í bók frá 1977 um hagfræði stöðugs ástands eða jafnstöðu (e. steady state). Daly segir að markaðurinn geti ekki af sjálfsdáðum fellt inn í verð afurðanna þá skaðsemi sem hann veldur umhverfi og samfélagi. Því verði sú þvingun að koma utanfrá, að reikna skort og náttúruskemmdir inn í allt verð á vöru, sem er náttúrlega í andstöðu við harðsvíraða markaðshyggju. Loreau segir að markaður og auðmagn hafi losað fólk úr gömlum hlekkjum en fjötrað það í nýjum sameiginlegum skáldskap sem beinir athyglinni frá fullnægingu eðlilegra þarfa til framleiðslu og uppsöfnunar óhlutbundins, félagslegs auðs (bls. 78-79). Í lokaköflum bókarinnar bendir Loreau á leiðir til úrbóta, áþekkar hugmyndum Hickels, að nýtt hagkerfi verði að miðast við grunnþarfir fólks frekar en uppsöfnun auðs en lokamarkmiðið sé að endurtengjast náttúrunni. Á þeim nótum sést æ oftar sú röksemd að fólk þurfi að tileinka sér núvitund og aðrar slökunarleiðir leiðir til að losna úr hamstrahjóli neyslunnar og ná jafnvægi í lífi sínu. Í fimmtu og síðustu greininni verður fjallað um fyrri gagnrýni á hagvöxt hér á landi, meginatriði vistkreppunnar og fleiri samfélagsmein og loks drepið á hugsanlegar leiðir til úrbóta. Í lokin er heimildaskrá. Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um jöfnuð og framhald lífs á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Tengdar fréttir Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3 Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. 6. desember 2023 11:00 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Hjöðnun, jöfnuður, umhverfi og almannaheill Fjórða grein af fimm um hagfræði, jöfnuð, vistkreppu og velsæld. Í fyrri greinum var fjallað um hagvöxt og fótfestuleysi frjálshyggjuhagfræði í efnislegum veruleika, fjárnám hugarfars, spillingarsögu hrunsins, gagnrýnar hugmyndir í hagfræði og bjagaðar hugmyndir um verðleika sem nært hafa popúlisma. Gagnrýni Jons D. Ericksons og Michaels Sandels sem fjallað er um í fyrri greinum er um margt af svipuðum toga. Sökudólgurinn er frjálshyggja og takmarkalaus smættun í hagstærðir sem er nánast sjálfvirk hugsun þeirrar vélhyggju sem fyrr er lýst. Rætur smættunar ná til 17. aldar þegar fór að bera á þeirri hugsun að heimurinn virkaði eins og vél sem öðlast mætti fullkominn skilning á til hagnýtingar í þágu manna. Sandel benti á siðferði, verðleikar séu fyrst og fremst siðferðislegir og krefjast þurfi virðingar fyrir vinnunni sem framlagi til samfélags. Allt er þó flóknara, því í þeim heimi sem mannfólkið byggir tengist allt hvað öðru og er hvað öðru háð í óendanlegum vistvef. Önnur skelfileg afleiðing kapítalisma og alræðis er vistkreppan, en teknókratísk smættun frjálshyggjunnar hefur girt og girðir enn fyrir raunhæfar aðgerðir. Alræði þeirrar hugsunar bælir fjölbreytni lífríkis, vistkerfa og náttúru sem taka þarf tillit til og læra af. Nú er svo komið að vaxtarhugsun og uppsöfnun auðmagns er að rústa vistkerfum jarðar, sem smátt og smátt gerir hana illbyggilega mönnum. Mannskepnan ber ábyrgð á gerðum sínum gagnvart þeim vistkerfum sem hún er hluti af en hagvaxtarhugsunin er mannlegt fyrirbæri, fullkomlega ábyrgðarlaus. Jason Hickel, hjöðnun og kapítalismi Vistkerfi og samfélag eru samofin og hjöðnun (e. degrowth) er óhjákvæmileg hugmynd gagnvart vistkreppu heimsins. Jason Hickel er ungur hagfræðimannfræðingur, fæddur og alinn upp í Eswatini sem áður hét Svasíland í suðaustur Afríku. Hann hefur því breiða sýn á vanda heimsins og fyrsta bók hans, The Divide: A Brief Guide to Global Inequality and its Solutions (2018), er um efnahagskerfi heimsins sem hvílir á aldalöngu arðráni þriðja heimsins. Hickel talar í nýjustu bók sinni Less is More: How Degrowth Will Save the World (2020) um vöxt sem dulbúna alræðishugmynd, „alræðisrökvísi iðnaðarkapítalisma“ (bls. 6) og tekur þannig undir alræðisskilgreininguna sem drepið var á í fyrstu grein. Eins og fjöldi fræðimanna hefur gert síðustu áratugi tengir hann upphaf og sögu kapítalismans við dauða náttúrunnar en sú hugmynd eða orðalag kom einna fyrst fram í tímamótaverki vistfemínismans Carolyn Merchant í bókinni The Death of Nature: Women, Ecology and the Scientific Revolution (1980). Rofið sem varð með vísindabyltingu og harðskeyttri náttúrudrottnun fól í sér innbyggða vaxtarkröfu. En Hickel bendir líka á leiðir fram á við út úr kreppunni, hvernig skrúfa megi vöxtinn niður (í framhjáhlaupi má nefna að í fyrirlestri á netinu bendir hann á að Norðurlöndin séu kannski mestu hræsnararnir varðandi sjálfbærni). Kapítalisminn óx í upphafi með því meðal annars að leggja undir sig land smátt og smátt til einkanýtingar í hagnaðarskyni, girða af lönd sem höfðu verið í sameiginlegri umsjá smábænda. Sú auðsöfnun fór síðan hönd i hönd með nýlenduarðráni, arðráni á fólki, fyrirhyggjulausri náttúrudrottnun og -nýtingu og uppsöfnun auðmagns sem ól af sér iðnbyltingu, vaxtarhugsun og homo economicus. Vaxtarhugsunin var dulbúin sem framfarir, litið var á náttúruna sem ódýra vöru, ótæmandi auðlind og jafnvel óvin eins og enski heimspekingurinn Francis Bacon (1561-1626) talaði um. Hún væri vélrænt fyrirbæri sem drottna mætti og þyrfti yfir. (39-79). Drættir úr hugmyndasögu náttúrudrottnunar eru raktir í nýrri grein minni í hausthefti Skírnis (fæst í bókabúðum og áskrift). Hagvöxtur á leiðarenda Hickel rekur sömu sögu og er að baki hagfræði Erickson. Hann nefnir landsframleiðsluhugmynd Simon Kuznets (1901-1985), sem er ein meginrót hagvaxtarhyggjunnar sem þróaðist frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Kuznets vissi að hugmyndin væri ófullnægjandi en um 1960 varð hún samt sem áður meginviðmið OECD og allrar alþjóðlegrar hagfræði og peningastofnana (Degrowth bls. 90 og áfram). Þessi skítnýtingar- og vaxtarhugsun hefur síðan gegnsýrt heiminn og nánast lagt fátækari lönd eða þriðja heiminn svokallaða í rúst og það á reyndar líka við um náttúru Íslands, þar sem skilvirkustu eyðingaröflin eru virkjanir og laxeldi. Vöxtur og uppsöfnun auðs liggur í eðli kapítalismans, sú krafa er innbyggð og sjálfvirk og af þeim sökum býr ekkert í honum sem stöðvað getur vistkreppuna. Mestöll uppfundin tækni er nýtt til uppsöfnunar auðmagns. Skiptagildi ríkir alfarið í stað notagildis eða þarfa. Hagnaðarkröfur og uppsöfnun fjármagns kalla á meiri uppfinningar söluvöru óháð notagildi. Nú er kapítalisminn að ná nýjum hæðum þar sem nokkur stórfyrirtæki láta sér ekki nægja að pranga í fólk þarfleysum heldur stýra hugum þess og löngunum á ýktu firringarflugi samfélagsmiðlanna, eða með beinskeyttum orðum listakonunnar Ernu Mistar: „Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega.“ Í grein sinni lýsir Erna því skarplega hvernig stórfyrirtækin ráðskast með líf fólks í gegnum algóritmana. Samfélagmiðlaneyslan á forsendum stórfyrirtækjanna bjagar vitund fólks og sókn auðmagnsins inn á lendur vitundarinnar frekar en náttúruauðlinda er jafnframt ný leið auglýsingamennsku sem stuðlar að enn frekari ofneyslu. Nýjasta kenning á þeim vettvangi er hugmynd Yanis Varoufakis að teknólénsveldi sé að taka við af kapítalismanum (Vefritið The Conversation 8. nóvember 2023) Nú er komið að endimörkum vaxtargetunnar. Þegar bókin Endimörk vaxtarins kom út 1972 og fyrr er vikið að, var bókinni fyrst tekið fagnandi en síðan var hún skotin í kaf af málpípum auðmagnselítunnar sem sögðu að engin takmörk væru fyrir vaxtargetu mannshugans. Gírað var upp í nýfrjálshyggjusókn áttunda og níunda áratugarins, hruni kommúnismans fagnað og bók Francis Fukuyama, The End of History and the Last Man (1992), var vegsömuð. Titill hennar er sannari en þægilegt er að hugleiða. Hickel hrekur grænar lausnir kapítalismans eins og Erickson, grænn vöxtur sé einfaldlega óhugsandi eins og drepið hefur verið á, þrátt fyrir ýmis klikkuð tæknifix. Þá er Jevons þversögnin, sem speglar rökvísi auðmagnsins, í fullu gildi. William Stanley Jevons (1835-1882) benti á það árið 1865 að skilvirkari kolanotkun sem varð með gufuvélinni leiddi ekki til kolasparnaðar heldur var sá hagnaður sem varð af skilvirkninni notaður til að auka framleiðslu sem byggðist á meiri kolaorku (Degrowth bls. 152). Þetta á trúlega við um þá bólu í heimshagkerfinu að veita losunarheimildum kolefnis inn í flækjufarvegi efnahagskerfanna. Það er sama hvað er gert, eina lausnin er verulegur samdráttur í neyslu. Þess vegna eru orkuskipti gróf blekking að hluta til, því þau miða við að halda uppi því framleiðslu- og neyslustigi sem verið hefur og það gengur einfaldlega ekki upp. „Vandinn er ekki aðeins hvernig orku við notum, heldur í hvað hún er notuð“ (146). Endurvinnsla er vissulega nauðsynleg en hún bjargar ekki kapítalismanum sem slíkum, vindur ekki ofan af vaxtarvítahring hans. Vöxtur – framfarir – velsæld??? Hickel útskýrir að vöxtur og framfarir eða velsæld sé hreint ekki það sama. Meðfram frjálshyggjubylgjunni kom fram sú hugmynd að hagvöxtur og lífsgæði á borð við lífslíkur fylgdust náið að og væru samtengd en málið er miklu flóknara. Fyrstu aldir kapítalismans var þetta hreinlega öfugt segir hann (Degrowth bls. 171), en eftir það hafa hreinlæti og betri heilsugæsla auk ýmissar almannaþjónustu aukið lífsgæðin frekar en peningastreymi. Almenn lífsgæði eru vissulega meiri í ríkari löndum en það er engin sjálfkrafa fylgni: „Framfarir í velmegun fólks hafa verið knúnar áfram af framsæknum pólitískum hreyfingum og stjórnvöldum sem hefur lánast að virkja fjáruppsprettur til að framreiða traust almannagæði og réttlát laun. Reyndar sýna söguleg gögn að þegar þessi öfl eru ekki til staðar, hefur vöxtur oft unnið gegn félagslegum framförum, ekki með þeim.“ (bls. 173) Vera kann að fátækustu löndin þurfi á hagvexti að halda til að ná nauðsynlegum lífsgæðum segir Hickel, en hins vegar er það þannig að þegar ákveðnum punkti er náð í landsframleiðslu eykur hækkun hennar engu við lífsgæði. Það er hreinlega svo að í mörgum löndum með ekki mjög mikla landsframleiðslu eru lífsgæði með ágætum. Hann tekur samanburðardæmi um þetta. Til að mynda eru lífslíkur fólks í Portúgal og Japan mun hærri en í Bandaríkjunum þótt landsframleiðsla sé minni. Þegar Portúgal og Bandaríkin eru skoðuð er ekki endilega samband milli landsframleiðslu og lífsgæða. Hickel vitnar í hinn fyrrnefnda Herman Daly sem bendir á veltipunkt, þegar vöxtur hafi náð ákveðnu marki fari hann að verða óhagrænn. Þannig mætti álykta að hagfræðileg vanahugsun um vöxt fari með hann yfir þessi mörk og leiði til ofneyslu og þar leynist ókjör af hagrænni fitu sem vistvænt væri að losna við, Sérhver pólitísk stefna sem dregur úr hagnaði hinna ríkustu mun hafa vistvæn áhrif segir Hickel og ræðir hnattrænt réttlæti í framhaldinu, nauðsyn þess að losna hugsunina uppúr hjólförum, og minnir á að nýsköpun er drifin af hinu opinbera. Hann segir að fyrrnefndur Kuznets hafi gert sér grein fyrir takmörkunum landsframleiðslu sem mælikvarða á velsæld og vitnar í hina frægu ræðu Roberts Kennedys sem fyrsta greinin hófst á. Nú sé brýnt að þróa nýja framfaravísa og heildrænar aðferðir (sjá Degrowth bls. 167-202). Hagkerfi án vaxtar Það er einfaldlega svo að ekkert blasir við annað en hrein umskipti, til að koma í veg fyrir hamfarir og víðtækt hrun. Hickel bendir á ýmsar leiðir til úrbóta, en kjarni þeirra er hjöðnun. Hann vitnar í Gretu Thunberg sem segir að ekki sé hægt að leika eftir reglunum því þeim þurfi að breyta (Degrowth bls. 203). Með því að átta sig á að hægt sé að blómstra án vaxtar segir Hickel að megi sjá fyrir sér öðruvísi hagkerfi þar sem vöxturinn sé tekinn út úr reikningsdæminu. Til þess þurfi ekki orkuskipti, heldur að snarminnka orkunotkun. Flestar orkusparandi leiðir eru til bóta en minni orkunotkun er eina leiðin, því kapítalisminn er, segir Hickel, „risavaxin orkusuguvél“ (bls. 204) og á henni þarf að hægja, hægja á brjálaðri náttúruhráefnavinnslu, framleiðslu og sóun um leið og við hægjum á okkar eigin lífsháttum. Það er það sem átt er við með hjöðnun en bókstaflega þýtt er degrowth „afvöxtur“. Hjöðnun felur ekki í sér að draga úr landsframleiðslu út af fyrir sig heldur „að draga úr streymi efnis og orku í gegnum hagkerfið til að koma því í jafnvægi við lífheiminn, um leið og tekjum og auðlindum er dreift á réttlátari hátt, sem frelsar fólk frá ónauðsynlegri vinnu og fjárfestir í þeim almannagæðum sem fólk þarf til að dafna.“ Þetta segir Hickel að sé „fyrsta skrefið í átt að vistvænni siðmenningu“ sem getur vel haft í för með sér samdrátt í landsframleiðslu, hægari vöxt eða jafnvel engan: Og ef það gerist er það í lagi, því landsframleiðsla er ekki það sem skiptir máli. Undir venjulegum kringumstæðum gæti þetta valdið samdrætti. En samdráttur er það sem gerist þegar hagkerfi sem háð er vexti hættir að vaxa: það er stórslys. Hjöðnun er algjörlega öðruvísi. Hún snýst um að skipta algerlega yfir í öðruvísi hagkerfi – hagkerfi sem þarf ekki að vaxa í fyrsta lagi. Hagkerfi sem skipulagt er í kringum blómstrandi fólk og vistrænan stöðugleika, frekar en hina stöðugu uppsöfnun auðmagns. (Degrowth bls. 204-205). Kapítalisminn er manngert kerfi, neyslu og neytendaknúið sem snýst um vörugervingu allra hluta og jafnvel óáþreifanlegra „eigna“. Framleiðsla snýst um hagnað, uppsöfnun hagnaðar frekar en þarfir fólks og reyndar er oft frekar reynt að forðast að uppfylla þarfirnar heldur halda þeim við segir Hickel (bls. 206). Ekki þarf að hugleiða þetta lengi til að koma auga á sóunina. Hickel telur upp fimm lykilatriði sem þurfi að byrja á: Binda endi á skipulagða úreldingu sem er áberandi í öllum raftækjum. Reyndar mætti einnig benda á óþarft niðurrif bygginga og djúphugsaða bók Önnu Maríu Bogadóttur um það efni, Jarðsetningu. Draga úr auglýsingum sem eru nánast eins og sálfræðihernaður til að auka neyslu, þær eru ekki upplýsingagjöf heldur stuðla að óskynsamlegum ákvörðunum. Skipti frá eignarhaldi til notkunar, ekki er nauðsynlegt að allir eigi eitt af öllu, fjölmargt er til sem hægt væri að deila með smávægilegri skipulagningu. Stöðva matarsóun. Helmingi alls matar sem framleiddur er í heiminum er eytt þannig að draga mætti úr landbúnaðarframleiðslu um helming. Draga úr iðnaði sem er eyðileggjandi fyrir vistkerfi. Þar er ótalmargt undir, nautakjötsiðnaður í Norður- og Suður-Ameríku, óþarfar umbúðir, einnota vörur. Við þetta mætti bæta hugmyndum um borgaralaun sem oft hafa verið viðraðar. Allt þetta getur orðið til þess að stytta verulega vinnutíma fólks, sem hefur meiri lífsgæði og hamingju í för með sér, sem einnig þýðir að fólk fær tíma til að hugsa sig um sem auðveldar því að minnka neyslu. Og að sjálfsögðu þarf að koma þessu í kring samfara meiri jöfnuði í launum og jafnari stöðu kynja. „umskipti í styttri vinnuviku er lykillinn að því að byggja upp manneskjulegt, vistvænt hagkerfi.“ (Degrowth bls. 223). Það væri fyrst og fremst fjármagnað með launajöfnun, þaki á laun æðstu stjórnenda með lögum og skattakerfi, um leið og stöðvaðar væru sjálfvirkar hagnaðarleiðir hinn allra ríkustu. „Þegar allt kemur til alls „verðskuldar“ enginn þessháttar auðævi, ekki hefur verið unnið fyrir þeim, þau eru dregin út, frá undirborguðum verkamönnum, frá ódýrri náttúru, frá rentusókn, frá pólitískri hertöku og svo framvegis. Ofurauðlegð hefur eyðandi áhrif á samfélag okkar, á stjórnmálakerfi okkar, og á lífheiminn.“ (Degrowth bls. 227). Ef ýmis almannagæði hættu að vera verslunarvara og yrðu kostuð með framsækinni skattlagningu væri hægt að stórauka almenna velsæld, hið sameiginlega rými væri stóraukið og yrði öflugt mótvægi við vaxta- eða arðsemiskröfur. Skuldaniðurfellingar mundu rjúfa hinn eilífa skort sem er í raun undirstaða bankakerfa. Bankar skapa ekki peningana sem þarf til að borga hina ódrepandi vexti. Í raun þrífst bankakerfið á manngerðu vaxtakerfi sem er ósamrýmanlegt viðhaldi lífs á jörðinni segir Hickel, ef því væri breytt úr því að vera veldisvaxandi yfir í einfalt línulegt kerfi fastra vaxta væri hægt að þoka fjármálakerfinu í átt að vistfræðinni, í kerfi „eftir-hjöðnunar“ án efnahagskreppu, eða „eftir-kapítalískt“ kerfi (bls. 239). Ýmsar fleiri leiðir eru mögulegar til að tengja mannlega velferð við vistrænan stöðugleika enda hafa æði margir hagfræðingar starfað í gegnum tíðina sem ekki gangast undir vaxtarhyggjuna. Lýðræði og almannavilji? Þetta þarf vitaskuld að gerast með lýðræðislegri umræðu. Hickel tekur fram að hugmyndir hans séu ekki í ætt við það sem hann kallar „skipana- og stjórnunarklúður“ (e. command-and-control-fiasco) Sovétríkjanna sálugu, enda sé hagkerfið sem hann boðar ekkert ólíkt því hvernig við lítum á núverandi hagkerfi. Það er hagkerfi þar sem fólk framleiðir og selur gagnlegar vörur og þjónustu; hagkerfi þar sem fólk tekur skynsamlegar ákvarðanir um hvað kaupa skuli; hagkerfi þar sem fólki eru greidd sanngjörn laun fyrir vinnu sína; hagkerfi sem fullnægir mannlegum þörfum en lágmarkar úrgang; hagkerfi þar sem fé er dreift til þeirra sem þurfa á því að halda, hagkerfi þar sem nýsköpun býr til betri og langlífari afurðir, dregur úr vistrænum þrýstingi, losar um tíma vinnuafls og endurbætir velferð fólks; hagkerfi sem bregst við – frekar en horfir framhjá – heilsu vistkerfisins sem það er háð. (Degrowth bls. 241) Eini munurinn er sá að hér er ekki stefnt að vexti, uppsöfnun auðs sem er æðsta markmið kapítalismans. Þetta er vissulega útópía en hún boðar óhjákvæmilegar breytingar sem krefjast sterkrar hreyfingar. Og í raun er þetta það sem fólk velur, undir öðrum formerkjum. Hickel segir frá rannsókn sem hópur vísindamanna við Harvard og Yale framkvæmdi þar sem í ljós kom, að gagnstætt því sem haldið var, að fólk vildi ekkert skilja eftir fyrir komandi kynslóðir, valdi 68% þátttakenda í rannsókninni leiðir sem mundu deila náttúrugæðum með komandi kynslóðum og þegar rannsóknin var útvíkkuð í lýðræðislega umræðu snerist hluti hinna 32% eigingjörnu á sveif með hinum. Í þessu felst stuðningur við þau tvö atriði sem vistfræðilegir hagfræðingar segja að þurfi til styðja við hið stöðuga ástand (e. stedy state): 1) þar sem aldrei er tekið meira úr vistkerfinu en svo að að það geti viðhaldið sér og 2) aldrei sé meiri úrgangur eða mengun en svo að vistkerfin geti tekið við ( bls. 244) Til að koma þessu í kring þarf raunverulegt lýðræði, sem nálgast einhvers konar almannavilja eins og kostur er en er ekki hertekið af fjársterkum öflum sem ausa fé í stjórnmálabaráttu til að öðlast pólitískt vald, innan landa og alþjóðlega. Fjármálaelítur hafa hertekið stjórnmálin og því þarf að fjarlægja auðmagnsöflin úr þeim („big money“ er orðalag Hickels). Það á víða við en til að mynda hafa síðustu 50 árin í Bandaríkjunum öfgahægrimenn á borð við Koch-bræður með rætur í olíuiðnaði ausið ótakmörkuðu fé í stjórnmálaflokka jafnt sem áróðursmaskínur gegn hvers konar félagshyggju og umhverfishugmyndum. Sú saga er ítarlega rakin í bókinni Dark Money: The Hidden History of the Billionaires Behind the Rise of the Radical Right eftir Jane Mayer (2016, fyrst afhjúpaði hún starfsemina í grein í The New Yorker 2010). Hickel kallar vaxtarsókn kapítalismans þráhyggju: Þráhyggja kapítalismans eftir eilífum vexti á kostnað lífheimsins gengur gegn þeim gildum sjálfbærni sem flest okkar halda sig við. Þegar fólk hefur eitthvað að segja í þessum efnum, endar það á að velja að stýra hagkerfinu í samræmi við grundvallarreglur stöðugs ástands sem ganga gegn vaxtarkröfunni. Með öðrum orðum, kapítalismi hefur tilhneigingu til að vera andlýðræðislegur, og lýðræðið hneigist til að vera andkapítalískt (Degrowth bls. 247-248). Samleið með vistkerfinu Þótt andstæðan sé einföld, milli hins vistræna og hagvaxtar, er ekkert auðvelt að koma þessu í kring. Auðmagnið mun verja sitt með kjafti og klóm og pólitísk handbendi þess einnig, með aðstoð auðsveipra meðreiðarflokka. Því ríður á að hefja hreyfingu í þessa átt. En síðasti hluti bókarinnar er hugmyndasaga, um lifandi tengsl fólks við náttúru sem þrifust meira og minna fram að hinu mikla rofi sem varð með vísindabyltingu, upplýsingu og iðnbyltingu. Hickel ræðir ýmsa drætti þeirrar náttúru og vistkerfa sem maðurinn er hluti af og hvernig mannfólk hefur umgengist hana sem lifandi, til að mynda með tilstilli seiðmanna og og vitringa þeirra sem eitt sinn voru kallaðir frumstæðir. Hann bendir á hve saga mannkyns er löng, og hafi alltaf markast af sambúð við þá náttúru sem manneskjan er hluti af. Og hann bendir á nýja vísindabyltingu sem er að verða, með nýrri sýn vísinda á miklu dýpra líf og samskiptahætti náttúrunnar, og þá lærdóma sem draga má þar af. Lausnir Hickels eru ekki fjarstæðar heldur raunhæfar, en það sem hann dregur upp er útlínur, hugmyndir sem þarf að ræða og skoða áður en að útfærslu kemur, á ýmsum samþættum þekkingarsviðum. Hagfræðingar í meginstraumnum þurfa að átta sig á að engin fræði eða vísindi þrífast til lengdar í því tilvistarlega tómarúmi sem ríkt hefur. Hickel er ekki sá eini sem hefur bent á skaðsemi hagvaxtar og nauðsyn þess að endurtengjast náttúrunni. Fjöldi vísindamanna hefur gert það undanfarna áratugi. Ein nýjasta afurðin er bók sem út kom á þessu ári eftir vistfræðinginn Michel Loreau, Nature that Makes us Human. Hann byrjar á að rekja sögu mannkyns nánast frá upphafi og hvernig það fjarlægðist náttúruna smátt og smátt og þar leikur eingyðistrú til að mynda býsna stórt hlutverk. Hann segir að náttúrudrottnun og drottnun fólks yfir öðru fólki séu nátengdar og víkur að því sem umhverfishagfræðingurinn Herman Daly (sem Jon D. Erickson er tíðrætt um og Hickel vitnar einnig í) kallar vaxtarmaníu í bók frá 1977 um hagfræði stöðugs ástands eða jafnstöðu (e. steady state). Daly segir að markaðurinn geti ekki af sjálfsdáðum fellt inn í verð afurðanna þá skaðsemi sem hann veldur umhverfi og samfélagi. Því verði sú þvingun að koma utanfrá, að reikna skort og náttúruskemmdir inn í allt verð á vöru, sem er náttúrlega í andstöðu við harðsvíraða markaðshyggju. Loreau segir að markaður og auðmagn hafi losað fólk úr gömlum hlekkjum en fjötrað það í nýjum sameiginlegum skáldskap sem beinir athyglinni frá fullnægingu eðlilegra þarfa til framleiðslu og uppsöfnunar óhlutbundins, félagslegs auðs (bls. 78-79). Í lokaköflum bókarinnar bendir Loreau á leiðir til úrbóta, áþekkar hugmyndum Hickels, að nýtt hagkerfi verði að miðast við grunnþarfir fólks frekar en uppsöfnun auðs en lokamarkmiðið sé að endurtengjast náttúrunni. Á þeim nótum sést æ oftar sú röksemd að fólk þurfi að tileinka sér núvitund og aðrar slökunarleiðir leiðir til að losna úr hamstrahjóli neyslunnar og ná jafnvægi í lífi sínu. Í fimmtu og síðustu greininni verður fjallað um fyrri gagnrýni á hagvöxt hér á landi, meginatriði vistkreppunnar og fleiri samfélagsmein og loks drepið á hugsanlegar leiðir til úrbóta. Í lokin er heimildaskrá. Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um jöfnuð og framhald lífs á jörðinni.
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3 Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. 6. desember 2023 11:00
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar