Þurfa að reiða fram marga tugi milljóna þar sem engin læknismeðferð býðst á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. desember 2023 08:01 Fjölskylda Árna Elliott stendur þétt við bakið á honum í veikindunum. Undanfarna mánuði hafa þau þurft að reiða himinháan kostnað vegna veikindanna alfarið úr eigin vasa. Aðsend „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman,“ segir Halldór Kristinn Harðarsson. Árni Elliot Swinford, bróðir Halldórs, greindist fyrr á árinu með sjaldgæfan lungasjúkdóm og hefur neyðst til að sækja meðferð erlendis þar sem engin þekking er á meðhöndlun sjúkdómsins hér á landi. Kostnaðurinn hleypur á mörgum tugum milljóna og hefur nánasta fjölskylda Árna þurft að hlaupa undir bagga þar sem engin stuðningur hefur fengist frá sjúkratryggingum eða ríkinu. Föst í Portúgal Árni Elliott og eiginkona hans Chloe eiga saman tvo drengi sem eru 7 og 11 ára. Fjölskyldan fluttist heim til Íslands fyrir tveimur árum eftir að hafa verið búsett í Portúgal. Í júní síðastliðnum fór fjölskyldan aftur út til Portúgal til að ganga frá ýmsum málum og sækja hluti sem þau höfðu skilið eftir við flutningana til Íslands. „Á fyrsta degi úti veiktist Árni mikið og var rúmliggjandi allan tímann sem þau ætluðu sér að vera úti í Portúgal. Hann var mjög slappur og gat lítið dregið andann. Það vissi enginn hvað var að og sögðu læknar að það væri um mjög alvarleg lungavandamál að ræða, þannig var hann sendur í fullt af rannsóknum,“ segir Halldór. Árni Elliott og eiginkona hans Chloe eiga tvo unga drengi.Aðsend Í ágúst síðastliðnum var Árni greindur með PAP (auto immune pulmonary alveolar proteinosis) en um er að ræða afar sjaldgæfan lungasjúkdóm. Síðan þá hafa einnig komið fram fleiri fylgikvillar, til að mynda sjálfsofnæmi, covid og fleira líkamlegt sem hefur ekki hjálpað þessu ferli. PAP er að sögn Halldórs afar lítið þekktur sjúkdómur hér á landi. Hann bætir við að PAP hafi áður verið ólæknandi en undanfarin ár hafi þó aðeins verið að þokast til þegar kemur að læknismeðferð á sjúkdómnum. „Læknarnir hérna heima þekkja sjúkdóminn eitthvað en þeir hafa lítið sem ekkert meðhöndlað hann hér. Þegar Árni greinist hefur hann samband við Lungasamtökin til að afla sér þekkingar um sjúkdóminn og hvernig er hægt að þjónusta hann, þar sem þau ætluðu sér alltaf aftur heim til Akureyrar. Þá er honum tjáð að enginn starfandi lungalæknir sé á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og þar að leiðandi sé ekki möguleiki fyrir fjölskylduna að koma aftur heim til Akureyrar." Að sögn Halldórs hafa læknarnir í Portúgal þekkingu á PAP og geta boðið Árna viðeigandi meðferð. Eftir að Árni greindist með sjúkdóminn ytra hefur fjölskyldan dvalið í Portúgal. Þeim hefur verið tjáð að læknum að Árni sé ekki „fit to flight“, að hann megi ekki fljúga í þessu ástandi. Árni hefur þurft að gangast undir svokallaða „lungaboost“ meðferð þrisvar til fimm sinnum í viku til að halda sjúkdómnum í skefjum. Leigir út íbúðina og flutti til foreldranna Að sögn Halldórs þarf Árni að sækja einkarekinn spítala í Portúgal. Meðferðin kostar tugi þúsunda í hvert skipti og þar fyrir utan eru myndatökur, rannsóknir og fleira sem kosta annað eins. Hingað til hefur fjölskyldan þurft að reiða allan kostnað fram úr eigin vasa. Ofan á það bætist við allur uppihaldskostnaður en síðastliðið sumar þurfti fjölskyldan að flakka á milli Airbnb leiguíbúða, viku eftir viku. Að sögn Halldórs eru þau nú loksins komin í aðeins varanlegra húsnæði. Halldór segir ljóst að ef ekki væri fyrir fjárhagslegan stuðning fjölskyldunnar þá væri bróðir hans í margfalt verri stöðu.Aðsend „Ég hugsa oft til þess hver staðan á honum væri í dag ef ég, ásamt fjölskyldunni værum ekki búinn að vinna fyrir okkur í gegnum tíðina og við hefðum ekki getað lagt út pening.“ En ljóst er að kostnaðurinn er gífurlegur, og hleypur að sögn Halldórs á mörgum tugum milljóna. Halldór hefur að eigin sögn lagt út allt sitt fé til að hlaupa undir bagga með bróður sínum og fjölskyldu hans. Það hafa foreldrar bræðranna gert sömuleiðis. Þá greip Halldór til þess ráðs að leigja út íbúðina sína og flytja tímabundið heim til foreldra sinna. Fjölskyldan hefur einnig skilað íbúðinni sem Árni og fjölskylda bjuggu á Akureyri, ásamt því að þurfa að selja allar þeirra eigur til að eiga fyrir sjúkrahúsheimsóknum. Að sögn Halldórs hefur fjölskyldan fengið þau svör frá TR að þau muni fá kostnaðinn greiddan til baka. „En það er þó nokkur tími síðan öllum gögnum var skilað þar inn og lítið og ekkert um svör. Þetta er allt í svo mikilli óvissu. Það er eins og það sé ekkert kerfi sem grípur utan um einstaklinga í þessari stöðu.“ Árni hefur leitað til félagsmálayfirvalda á Akureyri en Halldór segir bróður sinn lítið sem enga fjárhagsaðstoð frá ríkinu eða sveitarfélaginu. Þau binda þó vonir við að það muni breytast. Taka einn dag í einu Halldór segir undanfarna mánuði hafa verið stöðuga þrautagöngu. Á dögunum setti hann af stað styrktarsöfnun til að styðja við bakið á bróður sínum og fjölskyldu hans. Það er úrræði sem hann vildi síst af öllu þurfa að grípa til. „En ég leitaði til margra, þar á meðal háttsettra aðila og þetta er það sem allir ráðlögðu mér. Eins og staðan er núna þá sé ég ekki annað fært,“ segir hann. „Við erum búinn að bíða og vona í alltof langan tíma núna og þurfum einfaldlega hjálp. Mér finnst mjög erfitt að gera þetta og hélt ég að ég þyrfti aldrei að standa í þessu.“ Hann segir fjölskylduna taka einn dag í einu. En óvissan er erfið. Þau vita ekkert um framhaldið. „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég alveg búinn á því, mér finnst kerfið ekki vera að grípa hann og allt á herðum fjölskyldunnar.“ Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum er bent á eftirfarandi styrktareikning. Rknr: 511-14-54628 Kt: 020493-2839 Heilbrigðismál Portúgal Sjúkratryggingar Akureyri Íslendingar erlendis Helgarviðtal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Kostnaðurinn hleypur á mörgum tugum milljóna og hefur nánasta fjölskylda Árna þurft að hlaupa undir bagga þar sem engin stuðningur hefur fengist frá sjúkratryggingum eða ríkinu. Föst í Portúgal Árni Elliott og eiginkona hans Chloe eiga saman tvo drengi sem eru 7 og 11 ára. Fjölskyldan fluttist heim til Íslands fyrir tveimur árum eftir að hafa verið búsett í Portúgal. Í júní síðastliðnum fór fjölskyldan aftur út til Portúgal til að ganga frá ýmsum málum og sækja hluti sem þau höfðu skilið eftir við flutningana til Íslands. „Á fyrsta degi úti veiktist Árni mikið og var rúmliggjandi allan tímann sem þau ætluðu sér að vera úti í Portúgal. Hann var mjög slappur og gat lítið dregið andann. Það vissi enginn hvað var að og sögðu læknar að það væri um mjög alvarleg lungavandamál að ræða, þannig var hann sendur í fullt af rannsóknum,“ segir Halldór. Árni Elliott og eiginkona hans Chloe eiga tvo unga drengi.Aðsend Í ágúst síðastliðnum var Árni greindur með PAP (auto immune pulmonary alveolar proteinosis) en um er að ræða afar sjaldgæfan lungasjúkdóm. Síðan þá hafa einnig komið fram fleiri fylgikvillar, til að mynda sjálfsofnæmi, covid og fleira líkamlegt sem hefur ekki hjálpað þessu ferli. PAP er að sögn Halldórs afar lítið þekktur sjúkdómur hér á landi. Hann bætir við að PAP hafi áður verið ólæknandi en undanfarin ár hafi þó aðeins verið að þokast til þegar kemur að læknismeðferð á sjúkdómnum. „Læknarnir hérna heima þekkja sjúkdóminn eitthvað en þeir hafa lítið sem ekkert meðhöndlað hann hér. Þegar Árni greinist hefur hann samband við Lungasamtökin til að afla sér þekkingar um sjúkdóminn og hvernig er hægt að þjónusta hann, þar sem þau ætluðu sér alltaf aftur heim til Akureyrar. Þá er honum tjáð að enginn starfandi lungalæknir sé á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og þar að leiðandi sé ekki möguleiki fyrir fjölskylduna að koma aftur heim til Akureyrar." Að sögn Halldórs hafa læknarnir í Portúgal þekkingu á PAP og geta boðið Árna viðeigandi meðferð. Eftir að Árni greindist með sjúkdóminn ytra hefur fjölskyldan dvalið í Portúgal. Þeim hefur verið tjáð að læknum að Árni sé ekki „fit to flight“, að hann megi ekki fljúga í þessu ástandi. Árni hefur þurft að gangast undir svokallaða „lungaboost“ meðferð þrisvar til fimm sinnum í viku til að halda sjúkdómnum í skefjum. Leigir út íbúðina og flutti til foreldranna Að sögn Halldórs þarf Árni að sækja einkarekinn spítala í Portúgal. Meðferðin kostar tugi þúsunda í hvert skipti og þar fyrir utan eru myndatökur, rannsóknir og fleira sem kosta annað eins. Hingað til hefur fjölskyldan þurft að reiða allan kostnað fram úr eigin vasa. Ofan á það bætist við allur uppihaldskostnaður en síðastliðið sumar þurfti fjölskyldan að flakka á milli Airbnb leiguíbúða, viku eftir viku. Að sögn Halldórs eru þau nú loksins komin í aðeins varanlegra húsnæði. Halldór segir ljóst að ef ekki væri fyrir fjárhagslegan stuðning fjölskyldunnar þá væri bróðir hans í margfalt verri stöðu.Aðsend „Ég hugsa oft til þess hver staðan á honum væri í dag ef ég, ásamt fjölskyldunni værum ekki búinn að vinna fyrir okkur í gegnum tíðina og við hefðum ekki getað lagt út pening.“ En ljóst er að kostnaðurinn er gífurlegur, og hleypur að sögn Halldórs á mörgum tugum milljóna. Halldór hefur að eigin sögn lagt út allt sitt fé til að hlaupa undir bagga með bróður sínum og fjölskyldu hans. Það hafa foreldrar bræðranna gert sömuleiðis. Þá greip Halldór til þess ráðs að leigja út íbúðina sína og flytja tímabundið heim til foreldra sinna. Fjölskyldan hefur einnig skilað íbúðinni sem Árni og fjölskylda bjuggu á Akureyri, ásamt því að þurfa að selja allar þeirra eigur til að eiga fyrir sjúkrahúsheimsóknum. Að sögn Halldórs hefur fjölskyldan fengið þau svör frá TR að þau muni fá kostnaðinn greiddan til baka. „En það er þó nokkur tími síðan öllum gögnum var skilað þar inn og lítið og ekkert um svör. Þetta er allt í svo mikilli óvissu. Það er eins og það sé ekkert kerfi sem grípur utan um einstaklinga í þessari stöðu.“ Árni hefur leitað til félagsmálayfirvalda á Akureyri en Halldór segir bróður sinn lítið sem enga fjárhagsaðstoð frá ríkinu eða sveitarfélaginu. Þau binda þó vonir við að það muni breytast. Taka einn dag í einu Halldór segir undanfarna mánuði hafa verið stöðuga þrautagöngu. Á dögunum setti hann af stað styrktarsöfnun til að styðja við bakið á bróður sínum og fjölskyldu hans. Það er úrræði sem hann vildi síst af öllu þurfa að grípa til. „En ég leitaði til margra, þar á meðal háttsettra aðila og þetta er það sem allir ráðlögðu mér. Eins og staðan er núna þá sé ég ekki annað fært,“ segir hann. „Við erum búinn að bíða og vona í alltof langan tíma núna og þurfum einfaldlega hjálp. Mér finnst mjög erfitt að gera þetta og hélt ég að ég þyrfti aldrei að standa í þessu.“ Hann segir fjölskylduna taka einn dag í einu. En óvissan er erfið. Þau vita ekkert um framhaldið. „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég alveg búinn á því, mér finnst kerfið ekki vera að grípa hann og allt á herðum fjölskyldunnar.“ Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum er bent á eftirfarandi styrktareikning. Rknr: 511-14-54628 Kt: 020493-2839
Heilbrigðismál Portúgal Sjúkratryggingar Akureyri Íslendingar erlendis Helgarviðtal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira