Jöfnuðu félagsmetið en töpuðu samt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2023 21:00 Darwin Núñez kom inn af bekknum í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Liverpool jafnaði í kvöld félagsmet þegar liðið skoraði í 34. leiknum í röð í öllum keppnum. Liðið skoraði eitt mark í 2-1 tapi gegn Royale Union SG frá Belgíu. Öll mörk kvöldsins komu í fyrri hálfleik. Mohamed Amoura kom heimamönnum yfir, Jarell Quansah jafnaði og Cameron Puertas skoraði það sem reyndist sigurmarkið á markamínútunni sjálfri eða 43. mínútu leiksins. Amoura með stoðsendinguna og segja má að gestirnir frá Bítlaborginni hafi átt fá svör við leik Amoura í kvöld. Puertas var aftur á skotskónum í síðari hálfleik en það mark dæmt af vegna rangstöðu, lokatölur þó 2-1 heimaliðinu í vil. Þar sem Liverpool var þegar búið að vinna E-riðil var stillt upp mikið breyttu liði í kvöld enda stórleikur gegn Manhester United um helgina. Í hinum leik riðilsins vann Toulouse 2-1 sigur á LASK og lauk því leik í 2. sæti með 11 stig en Liverpool með 12 stig. Royale Union endaði með 8 stig og LASK rak lestina með 3 stig. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Liverpool jafnaði í kvöld félagsmet þegar liðið skoraði í 34. leiknum í röð í öllum keppnum. Liðið skoraði eitt mark í 2-1 tapi gegn Royale Union SG frá Belgíu. Öll mörk kvöldsins komu í fyrri hálfleik. Mohamed Amoura kom heimamönnum yfir, Jarell Quansah jafnaði og Cameron Puertas skoraði það sem reyndist sigurmarkið á markamínútunni sjálfri eða 43. mínútu leiksins. Amoura með stoðsendinguna og segja má að gestirnir frá Bítlaborginni hafi átt fá svör við leik Amoura í kvöld. Puertas var aftur á skotskónum í síðari hálfleik en það mark dæmt af vegna rangstöðu, lokatölur þó 2-1 heimaliðinu í vil. Þar sem Liverpool var þegar búið að vinna E-riðil var stillt upp mikið breyttu liði í kvöld enda stórleikur gegn Manhester United um helgina. Í hinum leik riðilsins vann Toulouse 2-1 sigur á LASK og lauk því leik í 2. sæti með 11 stig en Liverpool með 12 stig. Royale Union endaði með 8 stig og LASK rak lestina með 3 stig.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti