Frakkar heimsmeistarar og silfur til Þóris og Noregs Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 19:44 Leikmenn franska liðsins fagna heimsmeistaratitlinum í leikslok. Vísir/EPA Frakkar urðu í dag heimsmeistarar kvenna í handknattleik í þriðja sinn eftir þriggja marka sigur á Noregi í úrslitaleik. Frakkar voru eina ósigraða lið mótsins fyrir úrslitaleikinn í dag en franska liðið lagði það norska í milliriðlunum. Almennt var talið að þjóðirnar væru með tvö bestu lið mótsins og því búist við spennandi úrslitaleik. Noregur byrjaði betur í dag og leiddi 8-6 í upphafi leiks. Lykilmaður norska liðsins Henny Reistad, sem glímdi við veikindi, byrjaði leikinn en settist á bekkinn um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tók franska liðið við sér og náði forystunni. Staðan í hálfleik 20-17 Frökkum í vil. Þórir Hergeirsson gefur fyrirmæli á bekknum í dag.Vísir/EPA Frakkar náðu fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og norska liðinu voru mislagðar hendur í sóknarleiknum. Katrine Lunde varði vítakast á mikilvægum tímapunkti sem kveikti í Norðmönnum og þeim tókst að minnka muninn í 23-21. Frakkar juku þó muninn á ný og voru fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir lærimeyjar Þóris Hergeirssonar að brúa. Frakkar unnu að lokum 31-28 ög fögnuðu sínum þriðja heimsmeistaratitli. CHAMPIONNES DU MONDE !! C'EST FAIT !! Les Bleues viennent à bout des Norvégiennes et s'offrent un troisième titre mondial ! Un parcours irréprochable, une équipe soudée et une avalanche d'émotions Merci les BLEUES 31-28 #BleuetFier pic.twitter.com/seWhzvqkEY— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) December 17, 2023 Þórir Hergeirsson var að stýra Noregi í sextánda sinn í leik um verðlaun á stórmóti. Noregur hefur unnið níu gullverðlaun undir hans stjórn og átti heimsmeistaratitil að verja en í dag þarf hann að sætta sig við silfrið. Léna Grandveau og Tamara Horacek voru markahæstar í franska liðinu með fimm mörk hvor en Nora Mörk skoraði átta fyrir Noreg og Stina Breidal Oftedal sex. HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Frakkar voru eina ósigraða lið mótsins fyrir úrslitaleikinn í dag en franska liðið lagði það norska í milliriðlunum. Almennt var talið að þjóðirnar væru með tvö bestu lið mótsins og því búist við spennandi úrslitaleik. Noregur byrjaði betur í dag og leiddi 8-6 í upphafi leiks. Lykilmaður norska liðsins Henny Reistad, sem glímdi við veikindi, byrjaði leikinn en settist á bekkinn um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tók franska liðið við sér og náði forystunni. Staðan í hálfleik 20-17 Frökkum í vil. Þórir Hergeirsson gefur fyrirmæli á bekknum í dag.Vísir/EPA Frakkar náðu fjögurra marka forystu í byrjun seinni hálfleiks og norska liðinu voru mislagðar hendur í sóknarleiknum. Katrine Lunde varði vítakast á mikilvægum tímapunkti sem kveikti í Norðmönnum og þeim tókst að minnka muninn í 23-21. Frakkar juku þó muninn á ný og voru fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir lærimeyjar Þóris Hergeirssonar að brúa. Frakkar unnu að lokum 31-28 ög fögnuðu sínum þriðja heimsmeistaratitli. CHAMPIONNES DU MONDE !! C'EST FAIT !! Les Bleues viennent à bout des Norvégiennes et s'offrent un troisième titre mondial ! Un parcours irréprochable, une équipe soudée et une avalanche d'émotions Merci les BLEUES 31-28 #BleuetFier pic.twitter.com/seWhzvqkEY— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) December 17, 2023 Þórir Hergeirsson var að stýra Noregi í sextánda sinn í leik um verðlaun á stórmóti. Noregur hefur unnið níu gullverðlaun undir hans stjórn og átti heimsmeistaratitil að verja en í dag þarf hann að sætta sig við silfrið. Léna Grandveau og Tamara Horacek voru markahæstar í franska liðinu með fimm mörk hvor en Nora Mörk skoraði átta fyrir Noreg og Stina Breidal Oftedal sex.
HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum. 13. desember 2023 16:00