„Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2023 11:00 Bryndís segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Vísir Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. „Ég skrifaði þennan pistil á mánudagsnótt þegar var mikil óvissa um staðsetningu, hvort hraunið læki til Grindavíkur og allt það. Þetta var augnablikið sem íbúar Grindavíkur voru að velta því fyrir sér hvort Grindavík yrði þarna morguninn eftir,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, íbúi í Grindavík. Bryndís birti pistil á Facebook þar sem hún hvatti landsmenn til að fara mjúkum höndum um Grindvíkinga og brýndi fyrir fólki að þeir væru í miklu tilfinningalegu uppnámi vegna eldgossins við Sundhnúksgíga. „Á sama tíma sá maður á Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðlum aðra en Grindvíkinga tala um hvað þetta var spennandi, langaði að sjá þetta eða þá „enn eitt eldgosið“ eins og þetta væri bara eins og öll hin. Sem þetta er ekki, alla vega ekki fyrir íbúa Grindavíkur,“ segir Bryndís. Get ég einhvern tíma farið aftur heim? Fólk hafi líka lýst yfir áhyggjum af því að komast ekki í flug, sem Bryndís segist skilja en áhyggjur Grindvíkinga hafi verið svo miklu, miklu stærri. „Við vorum á þessum tíma að velta fyrir okkur hvort húsin okkar yrðu þarna á morgun. Verður samfélagið mitt þarna á morgun? Get ég einhvern tíma farið aftur heim? Við vorum í allt öðru tilfinningaástandi en aðrir. Við vorum búin að bíða mjög lengi, síðan 10. nóvember að komi eldgos, í raun og veru, og við vorum að upplifa bæði rosalegan létti að þetta væri loks komið en þá kom önnur hræðsla, aðrar áhyggjur.“ Þó að málin líti betur út núna en í byrjun komi fram í síðasta hættumati Veðurstofunnar að sprungur geti opnast nánast fyrirvaralaust í Grindavík. Stöðuna á gosinu má sjá í vefmyndavél Vísis, á Stöð 2 Vísi hér að neðan. „Maður hefur orðið var við eitraða jákvæðni. Fólk segir að það sé frábært að enginn meiddist. Ég veit það, en það breytir því ekki að við erum í sárum, okkur líður illa og þetta er erfitt. Ég á von á mínu fyrsta barni og fólk hefur sagt við mig að ég sé heppin að fá að einbeita mér að einhverju gleðilegu. En mig langar að vera að búa til heimili fyrir barnið mitt og ég vildi hafa fjárhagslegt öryggi á leið inn í fæðingarorlof,“ segir Bryndís. „Ég ætlaði að selja húsið mitt í Grindavík og flytja til Hveragerðis til kærastans míns. Ég er ekki að fara að selja neitt hús.“ „Hvernig geturðu farið heim ef barnið kemst ekki í skóla?“ Þá segir hún mjög erfitt fyrir marga, ekki síst barnafjölskyldur, að vita ekki hvernig fjárhagsstuðningi verður háttað næstu mánuði. Búið sé að gefa út að ekkert skólahald verði í Grindavík fyrr en í fyrsta lagi næsta haust en margir foreldrar séu í óvissu hvort þeir geti haldið tvö heimili, enda vilji flestir búa nálægt skólum barna sinna. „Hvernig geturðu farið heim ef barnið kemst ekki í skóla og fólk upplifir á sama tíma að jörðin sé ótrygg? Það er verið að grípa okkur en það er ekki verið að grípa okkur þannig að við getum gert einhver plön til langs tíma. Vorið er eftir fimm mánuði, fólk vill geta planað út alla vega skólaárið,“ segir Bryndís. Bryndís segir marga Grindvíkinga hafa áhyggjur af óvissunni. Hún er aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfunni.Bryndís Gunnlaugsdóttir „Það eru 120-130 fjölskyldur sem eru enn ekki komnar með varanlegt húsnæði og vita ekki hvar þau verða um jólin. Og fólki finnst þetta bara geggjað eldgos og vill fara og taka myndir.“ Allir Grindvíkingar séu sammála um að það vanti skýrari svör um framtíðina. „Þá meina ég ekki að við fáum einhverja dagsetningu hvenær við fáum að fara heim, heldur að þangað til næsta skólaár hefst næsta haust verði tryggður styrkur, þar til allar fjölskyldur geta farið heim. Einhver loforð í sjónvarpsþáttum að haldið verði utan um okkur eru ekki traustvekjandi þegar 120 fjölskyldur hafa ekki varanlegt húsnæði fyrir jólin og jólin eru eftir fjóra daga,“ segir Bryndís. „Það hefði mátt litlu muna að hraun rynni til Grindavíkur. Það er eins og fólk átti sig ekki á þessu. Mér fannst ekki sárt að fólk flykktist að skoða gosið þegar það hófst frekar er það orðræðan: Enn eitt eldgosið, eins og ég sá fólk skrifa á Instagram. Það var orðræðan sem var vandamálið, ekki forvitnin. Það var sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum að reyna að finna út hvort húsið manns væri öruggt.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Bíða betra veðurs til að geta kortlagt hraunið Eldgosið á Reykjanesskaga hefur minnkað mjög frá því sem það var í upphafi á mánudagskvöld. Jarðeðlisfræðingur segir það farið að líkjast þeim eldgosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga á síðustu árum. 20. desember 2023 09:09 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
„Ég skrifaði þennan pistil á mánudagsnótt þegar var mikil óvissa um staðsetningu, hvort hraunið læki til Grindavíkur og allt það. Þetta var augnablikið sem íbúar Grindavíkur voru að velta því fyrir sér hvort Grindavík yrði þarna morguninn eftir,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, íbúi í Grindavík. Bryndís birti pistil á Facebook þar sem hún hvatti landsmenn til að fara mjúkum höndum um Grindvíkinga og brýndi fyrir fólki að þeir væru í miklu tilfinningalegu uppnámi vegna eldgossins við Sundhnúksgíga. „Á sama tíma sá maður á Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðlum aðra en Grindvíkinga tala um hvað þetta var spennandi, langaði að sjá þetta eða þá „enn eitt eldgosið“ eins og þetta væri bara eins og öll hin. Sem þetta er ekki, alla vega ekki fyrir íbúa Grindavíkur,“ segir Bryndís. Get ég einhvern tíma farið aftur heim? Fólk hafi líka lýst yfir áhyggjum af því að komast ekki í flug, sem Bryndís segist skilja en áhyggjur Grindvíkinga hafi verið svo miklu, miklu stærri. „Við vorum á þessum tíma að velta fyrir okkur hvort húsin okkar yrðu þarna á morgun. Verður samfélagið mitt þarna á morgun? Get ég einhvern tíma farið aftur heim? Við vorum í allt öðru tilfinningaástandi en aðrir. Við vorum búin að bíða mjög lengi, síðan 10. nóvember að komi eldgos, í raun og veru, og við vorum að upplifa bæði rosalegan létti að þetta væri loks komið en þá kom önnur hræðsla, aðrar áhyggjur.“ Þó að málin líti betur út núna en í byrjun komi fram í síðasta hættumati Veðurstofunnar að sprungur geti opnast nánast fyrirvaralaust í Grindavík. Stöðuna á gosinu má sjá í vefmyndavél Vísis, á Stöð 2 Vísi hér að neðan. „Maður hefur orðið var við eitraða jákvæðni. Fólk segir að það sé frábært að enginn meiddist. Ég veit það, en það breytir því ekki að við erum í sárum, okkur líður illa og þetta er erfitt. Ég á von á mínu fyrsta barni og fólk hefur sagt við mig að ég sé heppin að fá að einbeita mér að einhverju gleðilegu. En mig langar að vera að búa til heimili fyrir barnið mitt og ég vildi hafa fjárhagslegt öryggi á leið inn í fæðingarorlof,“ segir Bryndís. „Ég ætlaði að selja húsið mitt í Grindavík og flytja til Hveragerðis til kærastans míns. Ég er ekki að fara að selja neitt hús.“ „Hvernig geturðu farið heim ef barnið kemst ekki í skóla?“ Þá segir hún mjög erfitt fyrir marga, ekki síst barnafjölskyldur, að vita ekki hvernig fjárhagsstuðningi verður háttað næstu mánuði. Búið sé að gefa út að ekkert skólahald verði í Grindavík fyrr en í fyrsta lagi næsta haust en margir foreldrar séu í óvissu hvort þeir geti haldið tvö heimili, enda vilji flestir búa nálægt skólum barna sinna. „Hvernig geturðu farið heim ef barnið kemst ekki í skóla og fólk upplifir á sama tíma að jörðin sé ótrygg? Það er verið að grípa okkur en það er ekki verið að grípa okkur þannig að við getum gert einhver plön til langs tíma. Vorið er eftir fimm mánuði, fólk vill geta planað út alla vega skólaárið,“ segir Bryndís. Bryndís segir marga Grindvíkinga hafa áhyggjur af óvissunni. Hún er aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfunni.Bryndís Gunnlaugsdóttir „Það eru 120-130 fjölskyldur sem eru enn ekki komnar með varanlegt húsnæði og vita ekki hvar þau verða um jólin. Og fólki finnst þetta bara geggjað eldgos og vill fara og taka myndir.“ Allir Grindvíkingar séu sammála um að það vanti skýrari svör um framtíðina. „Þá meina ég ekki að við fáum einhverja dagsetningu hvenær við fáum að fara heim, heldur að þangað til næsta skólaár hefst næsta haust verði tryggður styrkur, þar til allar fjölskyldur geta farið heim. Einhver loforð í sjónvarpsþáttum að haldið verði utan um okkur eru ekki traustvekjandi þegar 120 fjölskyldur hafa ekki varanlegt húsnæði fyrir jólin og jólin eru eftir fjóra daga,“ segir Bryndís. „Það hefði mátt litlu muna að hraun rynni til Grindavíkur. Það er eins og fólk átti sig ekki á þessu. Mér fannst ekki sárt að fólk flykktist að skoða gosið þegar það hófst frekar er það orðræðan: Enn eitt eldgosið, eins og ég sá fólk skrifa á Instagram. Það var orðræðan sem var vandamálið, ekki forvitnin. Það var sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum að reyna að finna út hvort húsið manns væri öruggt.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Bíða betra veðurs til að geta kortlagt hraunið Eldgosið á Reykjanesskaga hefur minnkað mjög frá því sem það var í upphafi á mánudagskvöld. Jarðeðlisfræðingur segir það farið að líkjast þeim eldgosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga á síðustu árum. 20. desember 2023 09:09 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24
Bíða betra veðurs til að geta kortlagt hraunið Eldgosið á Reykjanesskaga hefur minnkað mjög frá því sem það var í upphafi á mánudagskvöld. Jarðeðlisfræðingur segir það farið að líkjast þeim eldgosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga á síðustu árum. 20. desember 2023 09:09
Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08