Sara og Elvar áfram best á þessu ári Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 18:01 Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson eru orðin vön því að vera heiðruð sem körfuknattleiksfólk ársins. KKÍ Sara Rún Hinriksdóttir er körfuboltakona ársins, fjórða árið í röð, og Elvar Már Friðriksson er körfuboltakarl ársins, þriðja árið í röð. Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira