Valur felur Friðrik Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 11:04 Fyrir framan hnullunginn stóð áður stytta af séra Friðriki. Hún hefur nú verið fjarlægð. Vísir/Vilhelm Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. „Eftir þónokkra umræðu og vinnu innan Knattspyrnufélagsins Vals undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins. Ljóst er á samtölum okkar og umfjöllun aðalstjórnar um þetta erfiða mál að séra Friðrik fór yfir velsæmismörk gagnvart drengjum og áreitti þá kynferðislega,“ segir í tilkynningunni. Þar er því haldið fram að innan Vals sé ekki vitað nein dæmi um að brot Friðriks, sem lést árið 1961, tengist félaginu. „Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti,“ segir í tilkynningu Harðar. „Félagið stendur með þeim aðilum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.“ Stytta Vals önnur í röðinni Styttan af séra Friðriki á lóð Vals verður ekki sú fyrsta sem verður fjarlægð eftir að frásagnir af kynferðislegri áreitni hans í garð drengja urðu áberandi í opinberri umræðu. Í nóvember samþykkti borgarráð Reykjavíkur tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta af honum í Lækjargötu yrði tekin niður og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Umræðan um brot Friðriks hófst fyrir tilstilli bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon. Stjórn KFUM og KFUK, samtaka sem Friðrik stofnaði, sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem að segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi áreitt pilta kynferðislega Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Valur Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
„Eftir þónokkra umræðu og vinnu innan Knattspyrnufélagsins Vals undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins. Ljóst er á samtölum okkar og umfjöllun aðalstjórnar um þetta erfiða mál að séra Friðrik fór yfir velsæmismörk gagnvart drengjum og áreitti þá kynferðislega,“ segir í tilkynningunni. Þar er því haldið fram að innan Vals sé ekki vitað nein dæmi um að brot Friðriks, sem lést árið 1961, tengist félaginu. „Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti,“ segir í tilkynningu Harðar. „Félagið stendur með þeim aðilum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.“ Stytta Vals önnur í röðinni Styttan af séra Friðriki á lóð Vals verður ekki sú fyrsta sem verður fjarlægð eftir að frásagnir af kynferðislegri áreitni hans í garð drengja urðu áberandi í opinberri umræðu. Í nóvember samþykkti borgarráð Reykjavíkur tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta af honum í Lækjargötu yrði tekin niður og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Umræðan um brot Friðriks hófst fyrir tilstilli bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon. Stjórn KFUM og KFUK, samtaka sem Friðrik stofnaði, sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem að segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi áreitt pilta kynferðislega
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Valur Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira