Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. desember 2023 14:22 Siggeir og fjölskylda fengu strax að dvelja hjá mágkonu hans og segist hann vera í betri stöðu en margir aðrir Grindvíkingar. Hann biðlar til landsmanna um að hafa langlundargeð því Grindvíkingar þurfi stuðning og skilning í mun lengri tíma en áður var talið. Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. Siggeir F. Ævarsson, fjölskyldufaðir sem búsettur er í Grindavík, segist vera í mun betri málum en margir Grindvíkingar. Mágkona Siggeirs bauð fjölskyldunni hans 10. nóvember, þegar rýma þurfti Grindavík með hraði, að flytja inn til sín á neðri hæðina og þar hefur fjölskyldan verið síðan. Siggeir vakti á mánudagskvöldið fram eftir nóttu yfir vefmyndavélum og fréttum af eldgosinu til að sjá hvað yrði um bæinn hans. Hann leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann en er vondaufur um að Grindvíkingar geti snúið aftur í bæinn bráðlega og því séu húsnæðismálin efst í huga Grindvíkinga. „Það er allur tilfinningaskalinn í gangi hjá fólki en mér finnst alltaf fleiri og fleiri orðnir bara reiðir og pirraðir því það er alveg ljóst að þetta mun taka langan tíma og það gengur rosa hægt að greiða úr ýmsum málum og það er fólk sem er kannski búið að flytja fjórum sinnum og fólk sem er mjög óöruggt og jafnvel án tekna þannig að fólk er orðið langeygt eftir einhverjum alvöru lausnum, ekki skammtímalausnum eða einhverju, hvað eigum við að segja, sem hefur lítil áhrif á þeirra hag.“ Siggeir segist gríðarlega þakklátur almenningi fyrir hjálpsemina en biðlar um leið til hans um langlundargeð því ljóst sé að Grindvíkingar muni þurfa hjálpina lengur. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum, við Grindvíkingar, heilt yfir, og maður er þakklátur fyrir það en maður er kannski svona pínu hræddur um, það er hugsun aftarlega í kollinum, að fólk muni fá leið á okkur á einhverjum tímapunkti og segja bara jæja, Getið þið ekki hætt þessu væli en við munum þurfa á stuðningi að halda lengur og skilningi.“ Grindvíkingar þurfi festu og öryggi í húsnæðismálum. „Það eru mjög margir í skammtímalausnum. Fólk er í einhverjum íbúðum fólks sem er erlendis tímabundið en það eru margir sem eru ekki með vissu um hvar þeir verða á nýju ári.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Siggeir F. Ævarsson, fjölskyldufaðir sem búsettur er í Grindavík, segist vera í mun betri málum en margir Grindvíkingar. Mágkona Siggeirs bauð fjölskyldunni hans 10. nóvember, þegar rýma þurfti Grindavík með hraði, að flytja inn til sín á neðri hæðina og þar hefur fjölskyldan verið síðan. Siggeir vakti á mánudagskvöldið fram eftir nóttu yfir vefmyndavélum og fréttum af eldgosinu til að sjá hvað yrði um bæinn hans. Hann leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann en er vondaufur um að Grindvíkingar geti snúið aftur í bæinn bráðlega og því séu húsnæðismálin efst í huga Grindvíkinga. „Það er allur tilfinningaskalinn í gangi hjá fólki en mér finnst alltaf fleiri og fleiri orðnir bara reiðir og pirraðir því það er alveg ljóst að þetta mun taka langan tíma og það gengur rosa hægt að greiða úr ýmsum málum og það er fólk sem er kannski búið að flytja fjórum sinnum og fólk sem er mjög óöruggt og jafnvel án tekna þannig að fólk er orðið langeygt eftir einhverjum alvöru lausnum, ekki skammtímalausnum eða einhverju, hvað eigum við að segja, sem hefur lítil áhrif á þeirra hag.“ Siggeir segist gríðarlega þakklátur almenningi fyrir hjálpsemina en biðlar um leið til hans um langlundargeð því ljóst sé að Grindvíkingar muni þurfa hjálpina lengur. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum, við Grindvíkingar, heilt yfir, og maður er þakklátur fyrir það en maður er kannski svona pínu hræddur um, það er hugsun aftarlega í kollinum, að fólk muni fá leið á okkur á einhverjum tímapunkti og segja bara jæja, Getið þið ekki hætt þessu væli en við munum þurfa á stuðningi að halda lengur og skilningi.“ Grindvíkingar þurfi festu og öryggi í húsnæðismálum. „Það eru mjög margir í skammtímalausnum. Fólk er í einhverjum íbúðum fólks sem er erlendis tímabundið en það eru margir sem eru ekki með vissu um hvar þeir verða á nýju ári.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
„Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00
Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08
Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11