Bæjarstjórn tekur fyrir altjónslista í næstu viku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:00 Eigendur húsa sem eru ónýt í Grindavík bíða eftir svörum frá bænum og NTÍ. Vísir/Vilhelm Altjónslisti frá Náttúrutryggingum Íslands (NTÍ) yfir hús í Grindavík verður tekinn fyrir af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar á milli jóla og ný árs. Íbúi segist hafa fengið þau svör að ekki verði hægt að bæta tjón fyrr en afstaða liggi fyrir í málinu. Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira