Botna ekkert í viðbrögðum Víkings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2023 11:19 Víkingar hafa unnið sex stóra titla undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/hulda margrét Forráðamenn Norrköping eru undrandi á viðbrögðum Víkings vegna þeirrar ákvörðunar Íslands- og bikarmeistaranna um að slíta viðræðum félaganna vegna Arnars Gunnlaugssonar. Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira