Ronaldo hefur augastað á 250 landsleikjum Siggeir Ævarsson skrifar 27. desember 2023 23:30 Cristiano Ronaldo, leikmaður portúgalska landsliðsins og Al-Nassr Vísir/Getty Cristano Ronaldo virðist hvergi nærri hættur að láta að sér kveða með landsliði Portúgal þrátt fyrir að verða 39 ára í febrúar á næsta ári. Hann ku hafa augastað á að rjúfa 250 leikja múrinn að sögn Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Portúgal. Ronaldo varð fyrstur allra til að leika yfir 200 landsleiki fyrr á árinu og er alls kominn með 205 leiki í sarpinn, níu leikjum fleiri en kúveitski framherjinn Bader Al-Mutawa sem lagði landsliðsskóna á hilluna 2022. Þess má til gamans geta að þeir Al-Mutawa og Ronaldo eru jafnaldrar. Roberto Martinez greindi frá þessu í spjalli við Freddie Ljungberg á dögunum. Þegar Martinez tók við landsliðinu var Ronaldo nálægt því að rjúfa 200 leikja múrinn og Martinez spurði hann hvort 200 landsleikir væru sérstakt markmið í hans huga. „Nei, en 250 landsleikir vekja áhuga minn.“ 250 caps interests me @Cristiano had a surprise for Roberto Martinez when he took over as Portugal coach. pic.twitter.com/PjxFAI9mP7— Freddie Ljungberg (@freddie) December 22, 2023 Til að ná þessum árangri þyrfti Ronaldo að spila með landsliðinu í það minnsta til ársins 2026 og sleppa bæði við meiðsli og bönn. Jafnframt þyrfti liðið að komast áfram upp úr riðlakeppni bæði á HM og EM, annars er ekki fræðilegur möguleiki á að hann nái 250 leikjum fyrr en árið 2027, þá 42 ára gamall. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Ronaldo varð fyrstur allra til að leika yfir 200 landsleiki fyrr á árinu og er alls kominn með 205 leiki í sarpinn, níu leikjum fleiri en kúveitski framherjinn Bader Al-Mutawa sem lagði landsliðsskóna á hilluna 2022. Þess má til gamans geta að þeir Al-Mutawa og Ronaldo eru jafnaldrar. Roberto Martinez greindi frá þessu í spjalli við Freddie Ljungberg á dögunum. Þegar Martinez tók við landsliðinu var Ronaldo nálægt því að rjúfa 200 leikja múrinn og Martinez spurði hann hvort 200 landsleikir væru sérstakt markmið í hans huga. „Nei, en 250 landsleikir vekja áhuga minn.“ 250 caps interests me @Cristiano had a surprise for Roberto Martinez when he took over as Portugal coach. pic.twitter.com/PjxFAI9mP7— Freddie Ljungberg (@freddie) December 22, 2023 Til að ná þessum árangri þyrfti Ronaldo að spila með landsliðinu í það minnsta til ársins 2026 og sleppa bæði við meiðsli og bönn. Jafnframt þyrfti liðið að komast áfram upp úr riðlakeppni bæði á HM og EM, annars er ekki fræðilegur möguleiki á að hann nái 250 leikjum fyrr en árið 2027, þá 42 ára gamall.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira