Disney kærir bílaþvottastöð í Síle Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 21:13 Bílaþvottastöðin síleska Star Wash segir mál Disney-samsteypunnar ekki standast skoðun. Vísir/Samsett Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld. Bílaþvottastöðin er staðsett í Santíagó, höfuðborg Síle, og ber nafnið Star Wash sem er vitnun í Stjörnustríð. Þar geta viðskiptavinir fengið bílaþvott frá frægum persónum kvikmyndanna og þáttanna en Disney-samsteypan lítur svo á að verið sé að nota vörumerki í þeirra eigu á ólögmætan hátt. Svarthöfði þvær rúður Á samfélagsmiðlum Star Wash má sjá þjónustuna sem fyrirtækið síleska býður upp á. Þar sést Loðinn og stormsveitamann þvo vélarhlífar, Boba Fett að smúla og Svarthöfða beita mættinum til að hreinsa rúður. Reuters greinir frá því að eigandi stöðvarinnar Matias Jara hafi verið í umsóknarferli um vörumerkið hjá höfundarréttarstofnun Síle þegar honum barst kæra frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm. Lögfræðingar Matiasar hafi sagt að fyrirtækið vildi koma í veg fyrir vörumerkjarskráninguna á grundvelli þess að það geti ruglað fólk og fengið það til að halda að bílaþvottastöðin væri í einhvers konar samstarfi við Disney-samsteypuna. Málflutningur Disney eigi ekki við rök að styðjast Matias er ósammála þessu og heldur því fram að nafnið sé nógu frábrugðið höfundarréttarvörðu nafni Stjörnustríðsmyndanna til þess að afstýra ruglingi og aðhöfundarréttur samsteypunnar nái ekki yfir bílaþvott. Matias segir að dóttir sín eigi hugmyndina að nafninu þegar fjölskyldan heimsótti skemmtigarð Disney í Bandaríkjunum. Hann tekur fram að bílaþvottastöðin sín framleiði ekki bíómyndir né selji hún vörur Disney eða neitt slíkt en að hún sé þó alveg frábær bílaþvottastöð. Chile Bíó og sjónvarp Hollywood Disney Star Wars Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Bílaþvottastöðin er staðsett í Santíagó, höfuðborg Síle, og ber nafnið Star Wash sem er vitnun í Stjörnustríð. Þar geta viðskiptavinir fengið bílaþvott frá frægum persónum kvikmyndanna og þáttanna en Disney-samsteypan lítur svo á að verið sé að nota vörumerki í þeirra eigu á ólögmætan hátt. Svarthöfði þvær rúður Á samfélagsmiðlum Star Wash má sjá þjónustuna sem fyrirtækið síleska býður upp á. Þar sést Loðinn og stormsveitamann þvo vélarhlífar, Boba Fett að smúla og Svarthöfða beita mættinum til að hreinsa rúður. Reuters greinir frá því að eigandi stöðvarinnar Matias Jara hafi verið í umsóknarferli um vörumerkið hjá höfundarréttarstofnun Síle þegar honum barst kæra frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm. Lögfræðingar Matiasar hafi sagt að fyrirtækið vildi koma í veg fyrir vörumerkjarskráninguna á grundvelli þess að það geti ruglað fólk og fengið það til að halda að bílaþvottastöðin væri í einhvers konar samstarfi við Disney-samsteypuna. Málflutningur Disney eigi ekki við rök að styðjast Matias er ósammála þessu og heldur því fram að nafnið sé nógu frábrugðið höfundarréttarvörðu nafni Stjörnustríðsmyndanna til þess að afstýra ruglingi og aðhöfundarréttur samsteypunnar nái ekki yfir bílaþvott. Matias segir að dóttir sín eigi hugmyndina að nafninu þegar fjölskyldan heimsótti skemmtigarð Disney í Bandaríkjunum. Hann tekur fram að bílaþvottastöðin sín framleiði ekki bíómyndir né selji hún vörur Disney eða neitt slíkt en að hún sé þó alveg frábær bílaþvottastöð.
Chile Bíó og sjónvarp Hollywood Disney Star Wars Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira