Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. janúar 2024 21:30 Andrés Jónsson, almannatengill, býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum Vísir/einar Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. Nú fer í hönd sá tími þar sem fólk ýmist mátar sig eða aðra í embætti forseta Íslands. Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta, leggur mikinn metnað í þessar bollaleggingar og hefur útbúið viðamikið skjal yfir það fólk sem er orðað við framboð. „Þú þarft eiginlega að hafa sýnt fram á að þú hafir þessa hæfni sem til þarf eða staðið vel í krefjandi aðstæðum eða komið að einhverjum málaflokki sem er íslensku þjóðinni dýrmætur,“ segir Andrés um mögulega frambjóðendur. Heilbrigðiskerfið er einn þessara málaflokka sem stendur þjóðinni nærri. „Þar getum við nefnt Ölmu Möller landlækni, Björn Zoëga forstjóra Karólínska, Pál Matthíasson fyrrverandi forstjóra Landspítalans.“ Þá hafa nokkrir úr heimi menningar og lista verið nefndir. „Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur verið nefnd, og Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri.“ „Svo gætum við jafnvel farið í viðskiptalífið. Það hefur í rauninni ekki komið forseti þaðan en Hörður Arnarson hefur lengi verið forstjóri Landsvirkjunar og hefur notið aukins trausts eftir því sem á hefur liðið. Ásta Fjeldsted nýtur virðingar í sínu starfi og er ungur forstjóri í Kauphöllinni, Rannveig Rist hefur oft verið nefnd og einhverjir fleiri.“ Loks hafa þónokkrir verið nefndir sem starfa á hinu pólitíska sviði. „Katrínar Jakobsdóttir er auðvitað nefnt af mörgum og var nefnt af mörgum kannski hér fyrir fjórum árum og hefur aðeins hrapað í persónulegum vinsældum síðan en ekki spurning að hún yrði mjög sterk, færi hún fram og síðan má nefna fólk sem nýtur trausts fyrir utan sínar raðir, Willum Þór, heilbrigðisráðherra, væri hægt að nefna, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjaesbæ hef ég heyrt.“ Svo eru það þau sem hafa yfirgefið hið pólitíska svið. „Ingibjörg Sólrún, Össur Skarphéðinsson, jafnvel Geir Haarde og Þorsteinn Pálsson þannig að það er leitað líka í þennan flokk, ekki spurning.“ Andrés býst við að málið liggi ljóst fyrir í kringum páska og að margir verði í framboði og kappræðurnar fjörugar. „Þetta verður sprettur, þetta er óvænt og það er fullt af fólki sem hefur einhvern tímann mátað sig í þetta sem bjóst ekki við þessu, nú þarf það að ákveða hvort það ætli að stökkva eða hrökkva því forsetar sitja oft einmitt í tólf til tuttugu ár þannig að tækifærin koma ekki oft á ævinni, ef þú hefur þennan draum í maganum.“ Ákvörðun Guðna kom mörgum á óvart, sérstaklega í ljósi vinsælda hans. „Þau hjónin eru bæði mjög vinsæl og farsæl og ég held að sagan muni fara mjúkum höndum um Guðna fyrir að hafa gert einmitt þetta.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Nú fer í hönd sá tími þar sem fólk ýmist mátar sig eða aðra í embætti forseta Íslands. Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta, leggur mikinn metnað í þessar bollaleggingar og hefur útbúið viðamikið skjal yfir það fólk sem er orðað við framboð. „Þú þarft eiginlega að hafa sýnt fram á að þú hafir þessa hæfni sem til þarf eða staðið vel í krefjandi aðstæðum eða komið að einhverjum málaflokki sem er íslensku þjóðinni dýrmætur,“ segir Andrés um mögulega frambjóðendur. Heilbrigðiskerfið er einn þessara málaflokka sem stendur þjóðinni nærri. „Þar getum við nefnt Ölmu Möller landlækni, Björn Zoëga forstjóra Karólínska, Pál Matthíasson fyrrverandi forstjóra Landspítalans.“ Þá hafa nokkrir úr heimi menningar og lista verið nefndir. „Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur verið nefnd, og Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri.“ „Svo gætum við jafnvel farið í viðskiptalífið. Það hefur í rauninni ekki komið forseti þaðan en Hörður Arnarson hefur lengi verið forstjóri Landsvirkjunar og hefur notið aukins trausts eftir því sem á hefur liðið. Ásta Fjeldsted nýtur virðingar í sínu starfi og er ungur forstjóri í Kauphöllinni, Rannveig Rist hefur oft verið nefnd og einhverjir fleiri.“ Loks hafa þónokkrir verið nefndir sem starfa á hinu pólitíska sviði. „Katrínar Jakobsdóttir er auðvitað nefnt af mörgum og var nefnt af mörgum kannski hér fyrir fjórum árum og hefur aðeins hrapað í persónulegum vinsældum síðan en ekki spurning að hún yrði mjög sterk, færi hún fram og síðan má nefna fólk sem nýtur trausts fyrir utan sínar raðir, Willum Þór, heilbrigðisráðherra, væri hægt að nefna, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjaesbæ hef ég heyrt.“ Svo eru það þau sem hafa yfirgefið hið pólitíska svið. „Ingibjörg Sólrún, Össur Skarphéðinsson, jafnvel Geir Haarde og Þorsteinn Pálsson þannig að það er leitað líka í þennan flokk, ekki spurning.“ Andrés býst við að málið liggi ljóst fyrir í kringum páska og að margir verði í framboði og kappræðurnar fjörugar. „Þetta verður sprettur, þetta er óvænt og það er fullt af fólki sem hefur einhvern tímann mátað sig í þetta sem bjóst ekki við þessu, nú þarf það að ákveða hvort það ætli að stökkva eða hrökkva því forsetar sitja oft einmitt í tólf til tuttugu ár þannig að tækifærin koma ekki oft á ævinni, ef þú hefur þennan draum í maganum.“ Ákvörðun Guðna kom mörgum á óvart, sérstaklega í ljósi vinsælda hans. „Þau hjónin eru bæði mjög vinsæl og farsæl og ég held að sagan muni fara mjúkum höndum um Guðna fyrir að hafa gert einmitt þetta.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04
Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12