Arnar Þór ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 11:51 Arnar Þór Jónsson ætlar að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins.
Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira