Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 12:07 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/einar Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum.
Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06