Umfjöllun: Austurríki - Ísland 28-33 | Öruggt gegn Austurríki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2024 18:40 Elliði Snær Viðarsson skoraði átta mörk gegn Austurríki. vísir/hulda margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Austurríki, 28-33, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í dag. Liðin mætast aftur á mánudaginn. Íslendingar voru allan tímann með undirtökin og Austurríkismenn komust aldrei yfir í leiknum. Ísland náði mest átta marka forskoti en slakaði á síðasta stundarfjórðung leiksins og Austurríki vann lokakaflann 7-4. Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson skoruðu fjögur mörk hvor. Tólf leikmenn íslenska liðsins komust á blað í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson fann sig ekki í fyrri hálfleik en Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran seinni hálfleik þar sem hann varði tólf skot (46 prósent). Elvar Örn Jónsson lék sinn fyrsta leik í nokkrar vikur og leit vel út. Sömu sögu er að segja af Íþróttamanni ársins 2023, Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, sem er að koma til baka eftir axlarmeiðsli. Allir leikmenn íslenska liðsins komu við sögu í leiknum í dag fyrir utan Arnar Frey Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Í stöðunni 5-5 komu fjögur íslensk mörk í röð og eftir þetta var munurinn á liðunum aldrei minni en tvö mörk. Sóknarleikur íslenska liðsins gekk afar vel þótt Ralf-Patrick Häusle hafi átt góðan fyrri hálfleik í marki Austurríkis. Hann varði þá ellefu skot (37 prósent) á meðan Viktor Gísli varði einungis fjögur skot (22 prósent). Austurrísku leikmönnunum gekk þó verr en þeim íslensku að hitta markið og náðu aðeins átján skotum á það í fyrri hálfleik en Ísland þrjátíu. Íslendingum gekk ágætlega að verjast þunglamalegum sóknarleik Austurríkismanna og refsuðu með fimm hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleik. Elliði skoraði síðasta þeirra í þann mund sem leiktíminn rann út. Staðan í hálfleik 14-19, Íslandi í vil. Björgvin Páll kom í íslenska markið í hálfleik og komst strax í gang. Hann varði fjögur af fyrstu sex skotunum sem hann fékk á sig og þá var íslenska vörnin sterk, hvort sem það var gegn sex eða sjö austurrískum sóknarmönnum. Ef Austurríki skoraði svo með aukamann í sókninni refsaði Elliði með því að skora í tómt mark heimamanna. Elliði skoraði sitt áttunda og síðasta mark þegar hann kom Íslandi í 21-29 þegar stundarfjórðungur var eftir. Síðasta korterið kom losarabragur á leik íslenska liðsins. Það tapaði boltanum full oft og vörnin datt niður. Austurríki náði að laga stöðuna en sigur Íslands var aldrei í neinni hættu. Lokatölur 28-33, Íslendingum í vil eftir jákvæða frammistöðu. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Austurríki, 28-33, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í dag. Liðin mætast aftur á mánudaginn. Íslendingar voru allan tímann með undirtökin og Austurríkismenn komust aldrei yfir í leiknum. Ísland náði mest átta marka forskoti en slakaði á síðasta stundarfjórðung leiksins og Austurríki vann lokakaflann 7-4. Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson skoruðu fjögur mörk hvor. Tólf leikmenn íslenska liðsins komust á blað í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson fann sig ekki í fyrri hálfleik en Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran seinni hálfleik þar sem hann varði tólf skot (46 prósent). Elvar Örn Jónsson lék sinn fyrsta leik í nokkrar vikur og leit vel út. Sömu sögu er að segja af Íþróttamanni ársins 2023, Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, sem er að koma til baka eftir axlarmeiðsli. Allir leikmenn íslenska liðsins komu við sögu í leiknum í dag fyrir utan Arnar Frey Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Í stöðunni 5-5 komu fjögur íslensk mörk í röð og eftir þetta var munurinn á liðunum aldrei minni en tvö mörk. Sóknarleikur íslenska liðsins gekk afar vel þótt Ralf-Patrick Häusle hafi átt góðan fyrri hálfleik í marki Austurríkis. Hann varði þá ellefu skot (37 prósent) á meðan Viktor Gísli varði einungis fjögur skot (22 prósent). Austurrísku leikmönnunum gekk þó verr en þeim íslensku að hitta markið og náðu aðeins átján skotum á það í fyrri hálfleik en Ísland þrjátíu. Íslendingum gekk ágætlega að verjast þunglamalegum sóknarleik Austurríkismanna og refsuðu með fimm hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleik. Elliði skoraði síðasta þeirra í þann mund sem leiktíminn rann út. Staðan í hálfleik 14-19, Íslandi í vil. Björgvin Páll kom í íslenska markið í hálfleik og komst strax í gang. Hann varði fjögur af fyrstu sex skotunum sem hann fékk á sig og þá var íslenska vörnin sterk, hvort sem það var gegn sex eða sjö austurrískum sóknarmönnum. Ef Austurríki skoraði svo með aukamann í sókninni refsaði Elliði með því að skora í tómt mark heimamanna. Elliði skoraði sitt áttunda og síðasta mark þegar hann kom Íslandi í 21-29 þegar stundarfjórðungur var eftir. Síðasta korterið kom losarabragur á leik íslenska liðsins. Það tapaði boltanum full oft og vörnin datt niður. Austurríki náði að laga stöðuna en sigur Íslands var aldrei í neinni hættu. Lokatölur 28-33, Íslendingum í vil eftir jákvæða frammistöðu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti