Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Jón Þór Stefánsson skrifar 5. janúar 2024 15:10 „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja,“ segir Katrín Oddsdóttir. Vísir/Arnar Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ Hún segir þó jákvæðar fréttir felast í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa og undirbúningur reglugerðar Svandísar Svavarsdóttir hafi ekki fylgt meðalhófi. Katrín bendir á að umboðsmaður telji að það hafi verið rétt hjá Svandísi að líta til dýravelferðarsjónarmiða við ákvörðun sína. „Þetta er sú tenging sem við höfum mörg verið að bíða eftir að verði staðfest af einhverjum óhlutdrægum aðila,“ segir Katrín. „Hann segir að það hafi verið heimilt og rétt að líta til dýravelferðar í töku þessarar ákvarðanir. Það er svo jákvætt því það er oft þannig að þessi lög séu jaðarsett gagnvart réttindum fólks til að veiða.“ Rétt er að taka fram að fréttastofa náði tali af Katrínu þegar álitið var nýbirt og hún hafði því ekki gefið sér tíma til að lesa það allt, en hún hafði kynnt sér niðurstöðu þess. Henni finnst ákvörðun Svandísar hafa verið rétt, en framkvæmd hennar mögulega sett einhverjum annmörkum. „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja. Ef Kristján Loftsson telur sig eiga einhvern bótarétt þá ætti hann bara að sækja hann. Þá sjáum við hvað setur. Ég held að hann tapi á þessum veiðum á hverju einasta ári, þannig það væri gaman að sjá hann reyna að sanna tjón sitt.“ Katrín segir sjást á niðurstöðukafla álitsins að umboðsmaður sé ekki að biðja um að Svandís verði dregin úr embætti vegna ákvörðunarinnar. „Heldur er þetta eitthvað sem hún á að nota þegar hún horfi til framtíðar þegar hún ráðstafar þessum réttindum. Ég hef trú á því að hún geri það.“ Aðspurð frekar út í möguleikann á því að afsagnar Svandísar verði krafist segist Katrín búast við því að einhverjir muni gera það. „Þessir venjulegu háttgargandi einstaklingar munu örugglega koma og krefjast alls konar hluta. Það er ekki nokkur spurning. En ef ég væri í þessari stöðu myndi ég anda rólega með nefinu og búa til betri reglur og lög um hvalveiðar.“ Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hún segir þó jákvæðar fréttir felast í áliti Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa og undirbúningur reglugerðar Svandísar Svavarsdóttir hafi ekki fylgt meðalhófi. Katrín bendir á að umboðsmaður telji að það hafi verið rétt hjá Svandísi að líta til dýravelferðarsjónarmiða við ákvörðun sína. „Þetta er sú tenging sem við höfum mörg verið að bíða eftir að verði staðfest af einhverjum óhlutdrægum aðila,“ segir Katrín. „Hann segir að það hafi verið heimilt og rétt að líta til dýravelferðar í töku þessarar ákvarðanir. Það er svo jákvætt því það er oft þannig að þessi lög séu jaðarsett gagnvart réttindum fólks til að veiða.“ Rétt er að taka fram að fréttastofa náði tali af Katrínu þegar álitið var nýbirt og hún hafði því ekki gefið sér tíma til að lesa það allt, en hún hafði kynnt sér niðurstöðu þess. Henni finnst ákvörðun Svandísar hafa verið rétt, en framkvæmd hennar mögulega sett einhverjum annmörkum. „Þessar veiðar eru algjörlega hvort sem er algjör tímaskekkja. Ef Kristján Loftsson telur sig eiga einhvern bótarétt þá ætti hann bara að sækja hann. Þá sjáum við hvað setur. Ég held að hann tapi á þessum veiðum á hverju einasta ári, þannig það væri gaman að sjá hann reyna að sanna tjón sitt.“ Katrín segir sjást á niðurstöðukafla álitsins að umboðsmaður sé ekki að biðja um að Svandís verði dregin úr embætti vegna ákvörðunarinnar. „Heldur er þetta eitthvað sem hún á að nota þegar hún horfi til framtíðar þegar hún ráðstafar þessum réttindum. Ég hef trú á því að hún geri það.“ Aðspurð frekar út í möguleikann á því að afsagnar Svandísar verði krafist segist Katrín búast við því að einhverjir muni gera það. „Þessir venjulegu háttgargandi einstaklingar munu örugglega koma og krefjast alls konar hluta. Það er ekki nokkur spurning. En ef ég væri í þessari stöðu myndi ég anda rólega með nefinu og búa til betri reglur og lög um hvalveiðar.“
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira