Nýnasistar dæmdir fyrir yfirlýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2024 19:22 Gibbons (til vinstri) og Patton-Walsh (til hægri) lýstu því yfir að það ætti að lóga Archie Mountbatten-Windsor, syni hertogans og hertogynjunnar af Sussex, Harry og Megan (fyrir miðju). Samsett/Metropolitan Police Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð. Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira