Fáum við að sjá bestu útgáfuna af Aroni á EM? Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2024 08:30 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu á móti Færeyjum í nóvember en fyrirliði íslenska liðsins þarf að eiga gott mót ætli íslenska liðið sér að komast í umspil Ólympíuleikanna. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Aron Pálmarsson, ein af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta, segir langt síðan að hann hafi verið í eins góðu formi og nú, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Strákanna okkar á EM. Það að hann sé ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi muni ekki hafa áhrif á hans framlag á komandi stórmóti. Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“ EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í Munchen á föstudaginn kemur þegar að liðið tekst á við landslið Serbíu. Því næst fylgja leikir í riðlakeppninni gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport fyrir áramót. Þar sem að íþróttaárið 2023 var gert upp og spáð í árið 2024 var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og nú landsliðsþjálfari Japan, spurður að því hvort íslenska þjóðin gæti átt von á því að sjá það besta frá Aroni Pálmarssyni, sökum þeirrar staðreyndar að fyrir yfirstandandi tímabil sneri hann aftur heim úr atvinnumennsku til FH og spilar nú í Olís deildinni þar sem að leikjaálagið er minna heldur en í þeim deildum sem Aron hefur vanist að spila í á sínum atvinnumannaferli undanfarin ár. „Mér finnst það bara mjög líklegt,“ sagði Dagur sem er hokinn af reynslu úr handboltaheiminum aðspurður um Aron. „Ég held að hann sé bara í góðu standi. Hann er búinn að vera glíma við smá meiðsli í vetur en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Þá er hann með annað hlutverk innan liðsins núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi, það eru fleiri sem að draga vagninn. Bara mjög spenanndi. Og á æfingu íslenska landsliðsins á dögunum, áður en að liðið hélt af landi brott fyrir Evrópumótið í Þýskalandi, lá beinast við að spyrja Aron sjálfan að þessu. „Ég reyni að taka það jákvæða út úr þessu og talaði líka um það þegar að ég samdi við FH á sínum tíma. Maður er búinn að vera í miklu álagi síðustu fjórtán ár með félagsliðum og landsliði líka. Ég lít klárlega á þetta þannig,“ segir Aron aðspurður um það hvort minna leikjaálag með FH sé honum í hag. „Það er langt síðan að ég hef verið í eins góðu formi. Ég hef haft meiri tíma til þess að hugsa um sjálfan mig. FH er búið að hugsa vel um mig sömuleiðis. Auðvitað er þetta minna leikjaálag en að sama skapi er ég ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi. Ég næ þó alveg að eiga vel við það. Ég er að koma mjög spenntur og í góðu standi inn á þetta stórmót. Það hefur engin áhrif á mig í hvaða deild ég er að spila. Ég mun alveg geta sýnt mitt besta í janúar.“
EM 2024 í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti