„Stórmót í handbolta er svona 60 prósent þjáning“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2024 09:00 Björgvin Páll stígur dansinn með strákunum okkar í Þýskalandi. vísir/vilhelm Á morgun mun Vísir birta fyrsta hlutann af nýjum þáttum landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar sem hann kallar „Ekki bara leikur“. Í þáttunum hleypir Björgvin Páll almenningi nær sér en áður og útskýrir á einlægan hátt hvernig það er að taka þátt á stórmóti í handbolta. „Það sem fólk er að fara hlusta á er í raun dagur í lífi markmanns. Á HM fyrir tæpu ári síðan ákvað ég að fara í gegnum einn dag og skrifa hjá mér allt sem ég var að hugsa. Daginn sem við spilum fyrsta leik mótsins. Markmið mitt með þessu er að gefa hlustendum smá innsýn inn í stórmót í handbolta. Stórmót í handbolta er nefnilega ekki bara einhver sjö krútt að kasta bolta á milli sín,“ segir Björgvin og bætir við. Innsýn í hugarheims leikmanns „Stórmót í handbolta er, í það minnsta fyrir mig, kannski svona 60 prósent þjáning og 40 prósent eitthvað annað. Hér fær fólk smá innsýn inn í minn hugarheim og af hverju þetta er í mínum huga ekki bara leikur.“ Hér er um þríleik að ræða sem heita: Fyrir leik. Leikurinn og Eftir leik. Fyrsti hluti fer í loftið á Vísi á morgun. Annar hluti fer í loftið á föstudag, er fyrsti leikur Íslands á EM fer fram, og lokahlutinn er svo í birtingu daginn eftir leik. Þetta er ekki eina efnið sem Björgvin Páll sendir frá sér í aðdraganda mótsins en barnabókin hans – Barn verður forseti – er einnig að koma út á hljóðformi. Alls ekki of mikið að gera „Ég vildi koma henni út á hljóðformi á mínum miðlum svo boðskapur bókarinnar skili sér til fleiri og ekki bara þeirra sem hafa lesið bókina. Vonandi tekur fólk vel í það,“ segir Björgvin Páll en mun það ekkert trufla hann að standa í öllu þessu á stórmóti? „Nei, alls ekki. Öll þessi vinna átti sér stað fyrir einhverju síðan og ég er með fólk í því heima að deila þessu á öllum miðlunum mínum á meðan mótinu stendur. Hausinn verður algjörlega í því að standa mig fyrir íslenska landsliðið í Þýskalandi.“ Hér að neðan má sjá smá stiklu fyrir fyrsta þáttinn sem fer í birtingu klukkan 09.00 á Vísi á morgun. Klippa: Stikla fyrir Ekki bara leikur Landslið karla í handbolta Besta sætið EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
„Það sem fólk er að fara hlusta á er í raun dagur í lífi markmanns. Á HM fyrir tæpu ári síðan ákvað ég að fara í gegnum einn dag og skrifa hjá mér allt sem ég var að hugsa. Daginn sem við spilum fyrsta leik mótsins. Markmið mitt með þessu er að gefa hlustendum smá innsýn inn í stórmót í handbolta. Stórmót í handbolta er nefnilega ekki bara einhver sjö krútt að kasta bolta á milli sín,“ segir Björgvin og bætir við. Innsýn í hugarheims leikmanns „Stórmót í handbolta er, í það minnsta fyrir mig, kannski svona 60 prósent þjáning og 40 prósent eitthvað annað. Hér fær fólk smá innsýn inn í minn hugarheim og af hverju þetta er í mínum huga ekki bara leikur.“ Hér er um þríleik að ræða sem heita: Fyrir leik. Leikurinn og Eftir leik. Fyrsti hluti fer í loftið á Vísi á morgun. Annar hluti fer í loftið á föstudag, er fyrsti leikur Íslands á EM fer fram, og lokahlutinn er svo í birtingu daginn eftir leik. Þetta er ekki eina efnið sem Björgvin Páll sendir frá sér í aðdraganda mótsins en barnabókin hans – Barn verður forseti – er einnig að koma út á hljóðformi. Alls ekki of mikið að gera „Ég vildi koma henni út á hljóðformi á mínum miðlum svo boðskapur bókarinnar skili sér til fleiri og ekki bara þeirra sem hafa lesið bókina. Vonandi tekur fólk vel í það,“ segir Björgvin Páll en mun það ekkert trufla hann að standa í öllu þessu á stórmóti? „Nei, alls ekki. Öll þessi vinna átti sér stað fyrir einhverju síðan og ég er með fólk í því heima að deila þessu á öllum miðlunum mínum á meðan mótinu stendur. Hausinn verður algjörlega í því að standa mig fyrir íslenska landsliðið í Þýskalandi.“ Hér að neðan má sjá smá stiklu fyrir fyrsta þáttinn sem fer í birtingu klukkan 09.00 á Vísi á morgun. Klippa: Stikla fyrir Ekki bara leikur
Landslið karla í handbolta Besta sætið EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira