Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 08:00 Ómar Ingi Magnússon er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi og spilar sinn fyrsta leik á föstudaginn. Eins og oft áður snýst umræðan fyrir mótið mikið um væntingar til liðsins. Það er gömul saga og ný að íslenska landsliðið spili oft vel þegar pressan er lítil og væntingar viðráðanlegar en hefur oftar en ekki fallið á prófinu þegar pressan er mikil og væntingarnar eru miklar. Að þessu sinni er liðið að fara spila á sínu fyrsta móti undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri var í meira en áratug lykilmaður íslenska liðsins en snýr nú aftur sem landsliðsþjálfari. Þjálfarinn þekkir pressuna vel Hann sem landsliðsmaður upplifði bæði stærstu stundir íslenska gullaldarliðsins sem og nokkra lágpunkta þar sem liðið féll á prófinu. Hann þekkir því vel þessa pressu og þessar væntingar. Strákarnir okkar eru jafnan gleðigjafar þjóðarinnar í myrkum og köldum janúarmánuði og það er ljóst að þeir geta enn á ný verið sólargeislinn sem við þurfum öll á halda í þessum dimma fyrsta mánuði ársins. Pressan er hins vegar mismikil á leikmenn liðsins. Hér á eftir er ætlun mín að reyna að lesa aðeins í væntingar til einstakra leikmanna á þessu Evrópumóti. Þrír skera sig úr Að mínu mati eru þrír leikmenn liðsins sem skera sig úr enda gera þeir allir tilkall til að vera í hópi þeirra bestu í heimi, annaðhvort í dag eða í náinni framtíð. Hæfileikarnir eru til staðar og þeir eru á besta aldri til að ráða við mikið álag á móti sem þessu þar sem spilað er annan hvern dag. Það eru líka aðrir leikmenn sem bera mikla ábyrgð og það eru einnig gerðar miklar væntingar til þeirra. Þriðji hópurinn er með talsverðar væntingar og í lokahópnum eru síðan þeir leikmenn sem við gerum ekki miklar væntingar til en gætu hjálpað liðinu mikið með því að springa út. Gísli Kristjánsson.Getty/ TF-Images Mjög miklar væntingar Elliði Snær ViðarssonGísli Þorgeir KristjánssonÓmar Ingi MagnússonViktor Gísli Hallgrímsson Þeir fjórir leikmenn sem ég set í fyrsta hópinn sem leikmenn sem við gerum mjög miklar væntingar til eru leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon, línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. Gísli og Ómar Ingi eru náttúrulega Íþróttamenn ársins síðustu þriggja ára og hafa á þeim tíma komið sér í hóp allra bestu handboltamanna heims. Þeir eru stjörnurnar í sóknarleik íslenska liðsins og hafa getu til að sprengja upp varnir mótherjanna. Spurningarmerkið er auðvitað Gísli vegna þess að hann er bara nýbyrjaður að spila eftir að hafa verið í meira en hálft ár frá vegna axlarmeiðsla. Ómar Ingi glímdi líka við meiðsli á síðasta ári og náði ekki að skila jafnmiklu til liðsins á síðasta stórmóti og á mótunum á undan. Báðir geta þeir komið hlutunum á hreyfingu í sókn íslenska liðsins og spili þeir báðir eins og þeir geta best er íslenska liðinu allir vegir færir. Viktor Gísli hefur alla burði til að komast í hóp bestu markvarða heims. Nú er jafnframt komið að því hjá honum að stíga næsta skref. Hann hefur verið lengi með landsliðinu og farið á síðustu stórmót. Ungur og efnilegur er ekki lengur í umræðunni heldur þarf hann að taka skrefið, auka stöðugleikann hjá sér og eigna sér endanlega þessa mikilvægu stöðu í landsliðinu. Sá fjórði í hópnum hefur vaxið og vaxið með hverju mótinu og upp á síðkastið hefur hann raðað inn mörkum af línunni. Elliði Snær Viðarsson hefur með þessu fyllt í stórt skarð íslenska liðsins enda hefur línumannsstaðan lengi verið veikleiki liðsins. Íslenska liðið hefur haft nóg af frábærum sendingamönnum til að finna línuna en nú eru miklar væntingar til þess að við séum komin með línumann sem getur klárað þessi góðu færi. Elliði er markahæsti línumaðurinn í þýsku deildinni og nær vonandi að stíga næsta skref með landsliðinu á þessu móti. Aron Pálmarsson.Vísir/Vilhelm Miklar væntingar Aron PálmarssonBjarki Már ElíssonElvar Örn JónssonHaukur ÞrastarsonÝmir Örn Gíslason Það eru líka miklar væntingar gerðar til annarra leikmanna og þar fer fremstur fyrirliðinn Aron Pálmarsson. Aron byrjaði ekki vel með FH í vetur en hefur verið á mikilli uppleið síðan að hann kom úr landsliðsverkefninu í nóvember. Snorri Steinn náði greinilega að kveikja í honum og hann var aftur kominn í byrjunarliðið í fyrri Austurríksleiknum. Aron hefur reynslu, hæfileika og leiðtogahæfileika til að hjálpa liðinu mikið. Elvar Örn Jónsson er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins enda algjör lykilmaður í varnarleiknum. Hann var meiddur en er farinn að spila aftur og það eru frábærar fréttir. Elvar þarf að skila meira í sóknarleiknum en hann er dýrmætur þegar liðið reyndir að keyra upp hraðann. Ýmir Örn Gíslason náði ekki að fylgja eftir frábæru EM 2022 móti á HM í fyrra og þarf vissulega að spila meira með sínu félagsliði. Þess vegna er hann að færa sig um set í Þýskalandi. Hann er engu að síður einn af leiðtogum íslenska liðsins og þarf að skila sínu. Væntingarnar eru að við sjáum meira af honum spila eins og fyrir tveimur árum. Bjarki Már Elísson þarf að klára færin sín en hann veit líka að samkeppnin er að aukast með innkomu Stiven Tobar Valencia. Bjarki hefur verið markavél íslenska liðsins undanfarin ár og sá til þess að við söknuðum Guðjóns Vals Sigurðssonar ekki alltof mikið. Haukur Þrastarson er að koma aftur inn eftir krossbandsslit og þarf að vinna sér inn hlutverk í liðinu. Miklar væntingar eru gerðar til þess að við sjáum aftur þann leikmenn sem var á sínum tíma efnilegasti leikmaður Evrópu. Hann hefur hæfileikana en hefur hann hausinn? Við fáum vonandi jákvæð svör við því á EM. Viggó Kristjánsson.VÍSIR/VILHELM Talsverðar væntingar Janus Daði SmárasonÓðinn Þór RíkharðssonSigvaldi Björn GuðjónssonStiven Tobar ValenciaViggó Kristjánsson Þriðji hópurinn er skipaður leikmönnum sem geta stigið inn og hjálpað liðinu án þess að vera með liðið á bakinu. Allt gott frá þessum strákum er mjög vel þegið en liðið mun ekki standa eða falla með þeirra frammistöðu. Breiddin er engu að síðustu góður liðsfélagi á löngu móti sem þessu ekki síst ef íslenska liðið kemst upp úr riðlinum og verður með í baráttu um efstu sætin. Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru líklega að fara að spila meira en hinir. Snorri mun samt örugglega nota breiddina vel og því gætu bæði Stiven Tobar Valencia og Viggó Kristjánsson fengið fullt af mínútum enda báðir öflugir á báðum endum vallarins. Óðinn Þór Ríkharðsson er síðan markaskorari af bestu gerð og Valdimar Grímsson sinnar kynslóðar. Komist hann í stuð þá getur hann hjálpað liðinu mikið. Einar Þorsteinn Ólafsson.vísir/Hulda Margrét Litlar væntingar Arnar Freyr ArnarssonBjörgvin Páll GústavssonEinar Þorsteinn ÓlafssonKristján Örn Kristjánsson Fjórða og síðasta hópinn skipa leikmenn sem hafa annaðhvort fengið minna og minna hlutverk í liðinu eða eiga eftir að fá sitt stóra tækifæri. Arnar Freyr Arnarsson og Björgvin Páll Gústavsson markvörður eru báðir reynslumiklir leikmenn sem geta komið inn ef aðrir klikka en Einar Þorsteinn Ólafsson og Kristján Örn Kristjánsson eru aftur á móti leikmenn sem hafa sérstaka hæfileika sem gætu hjálpað Snorra þjálfara við að breyta hlutum í leikjum, Einar í varnarleiknum og Kristján sem ein besta langskytta liðsins. Björgvin Páll verður seint afskrifaður og sýndi það enn á ný í fyrri leiknum á móti Austurríki að hann er ekki að fara á þetta Evrópumót til að sitja allan tímann á bekknum. Hann verður alltaf klár ef Viktor Gísli finnur sig ekki. Hans frábæru sendingar fram völlinn gefa líka Snorra enn betra tækifæri til að keyra enn meira upp hraðann í leik íslenska liðsins. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Utan vallar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi og spilar sinn fyrsta leik á föstudaginn. Eins og oft áður snýst umræðan fyrir mótið mikið um væntingar til liðsins. Það er gömul saga og ný að íslenska landsliðið spili oft vel þegar pressan er lítil og væntingar viðráðanlegar en hefur oftar en ekki fallið á prófinu þegar pressan er mikil og væntingarnar eru miklar. Að þessu sinni er liðið að fara spila á sínu fyrsta móti undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri var í meira en áratug lykilmaður íslenska liðsins en snýr nú aftur sem landsliðsþjálfari. Þjálfarinn þekkir pressuna vel Hann sem landsliðsmaður upplifði bæði stærstu stundir íslenska gullaldarliðsins sem og nokkra lágpunkta þar sem liðið féll á prófinu. Hann þekkir því vel þessa pressu og þessar væntingar. Strákarnir okkar eru jafnan gleðigjafar þjóðarinnar í myrkum og köldum janúarmánuði og það er ljóst að þeir geta enn á ný verið sólargeislinn sem við þurfum öll á halda í þessum dimma fyrsta mánuði ársins. Pressan er hins vegar mismikil á leikmenn liðsins. Hér á eftir er ætlun mín að reyna að lesa aðeins í væntingar til einstakra leikmanna á þessu Evrópumóti. Þrír skera sig úr Að mínu mati eru þrír leikmenn liðsins sem skera sig úr enda gera þeir allir tilkall til að vera í hópi þeirra bestu í heimi, annaðhvort í dag eða í náinni framtíð. Hæfileikarnir eru til staðar og þeir eru á besta aldri til að ráða við mikið álag á móti sem þessu þar sem spilað er annan hvern dag. Það eru líka aðrir leikmenn sem bera mikla ábyrgð og það eru einnig gerðar miklar væntingar til þeirra. Þriðji hópurinn er með talsverðar væntingar og í lokahópnum eru síðan þeir leikmenn sem við gerum ekki miklar væntingar til en gætu hjálpað liðinu mikið með því að springa út. Gísli Kristjánsson.Getty/ TF-Images Mjög miklar væntingar Elliði Snær ViðarssonGísli Þorgeir KristjánssonÓmar Ingi MagnússonViktor Gísli Hallgrímsson Þeir fjórir leikmenn sem ég set í fyrsta hópinn sem leikmenn sem við gerum mjög miklar væntingar til eru leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon, línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. Gísli og Ómar Ingi eru náttúrulega Íþróttamenn ársins síðustu þriggja ára og hafa á þeim tíma komið sér í hóp allra bestu handboltamanna heims. Þeir eru stjörnurnar í sóknarleik íslenska liðsins og hafa getu til að sprengja upp varnir mótherjanna. Spurningarmerkið er auðvitað Gísli vegna þess að hann er bara nýbyrjaður að spila eftir að hafa verið í meira en hálft ár frá vegna axlarmeiðsla. Ómar Ingi glímdi líka við meiðsli á síðasta ári og náði ekki að skila jafnmiklu til liðsins á síðasta stórmóti og á mótunum á undan. Báðir geta þeir komið hlutunum á hreyfingu í sókn íslenska liðsins og spili þeir báðir eins og þeir geta best er íslenska liðinu allir vegir færir. Viktor Gísli hefur alla burði til að komast í hóp bestu markvarða heims. Nú er jafnframt komið að því hjá honum að stíga næsta skref. Hann hefur verið lengi með landsliðinu og farið á síðustu stórmót. Ungur og efnilegur er ekki lengur í umræðunni heldur þarf hann að taka skrefið, auka stöðugleikann hjá sér og eigna sér endanlega þessa mikilvægu stöðu í landsliðinu. Sá fjórði í hópnum hefur vaxið og vaxið með hverju mótinu og upp á síðkastið hefur hann raðað inn mörkum af línunni. Elliði Snær Viðarsson hefur með þessu fyllt í stórt skarð íslenska liðsins enda hefur línumannsstaðan lengi verið veikleiki liðsins. Íslenska liðið hefur haft nóg af frábærum sendingamönnum til að finna línuna en nú eru miklar væntingar til þess að við séum komin með línumann sem getur klárað þessi góðu færi. Elliði er markahæsti línumaðurinn í þýsku deildinni og nær vonandi að stíga næsta skref með landsliðinu á þessu móti. Aron Pálmarsson.Vísir/Vilhelm Miklar væntingar Aron PálmarssonBjarki Már ElíssonElvar Örn JónssonHaukur ÞrastarsonÝmir Örn Gíslason Það eru líka miklar væntingar gerðar til annarra leikmanna og þar fer fremstur fyrirliðinn Aron Pálmarsson. Aron byrjaði ekki vel með FH í vetur en hefur verið á mikilli uppleið síðan að hann kom úr landsliðsverkefninu í nóvember. Snorri Steinn náði greinilega að kveikja í honum og hann var aftur kominn í byrjunarliðið í fyrri Austurríksleiknum. Aron hefur reynslu, hæfileika og leiðtogahæfileika til að hjálpa liðinu mikið. Elvar Örn Jónsson er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins enda algjör lykilmaður í varnarleiknum. Hann var meiddur en er farinn að spila aftur og það eru frábærar fréttir. Elvar þarf að skila meira í sóknarleiknum en hann er dýrmætur þegar liðið reyndir að keyra upp hraðann. Ýmir Örn Gíslason náði ekki að fylgja eftir frábæru EM 2022 móti á HM í fyrra og þarf vissulega að spila meira með sínu félagsliði. Þess vegna er hann að færa sig um set í Þýskalandi. Hann er engu að síður einn af leiðtogum íslenska liðsins og þarf að skila sínu. Væntingarnar eru að við sjáum meira af honum spila eins og fyrir tveimur árum. Bjarki Már Elísson þarf að klára færin sín en hann veit líka að samkeppnin er að aukast með innkomu Stiven Tobar Valencia. Bjarki hefur verið markavél íslenska liðsins undanfarin ár og sá til þess að við söknuðum Guðjóns Vals Sigurðssonar ekki alltof mikið. Haukur Þrastarson er að koma aftur inn eftir krossbandsslit og þarf að vinna sér inn hlutverk í liðinu. Miklar væntingar eru gerðar til þess að við sjáum aftur þann leikmenn sem var á sínum tíma efnilegasti leikmaður Evrópu. Hann hefur hæfileikana en hefur hann hausinn? Við fáum vonandi jákvæð svör við því á EM. Viggó Kristjánsson.VÍSIR/VILHELM Talsverðar væntingar Janus Daði SmárasonÓðinn Þór RíkharðssonSigvaldi Björn GuðjónssonStiven Tobar ValenciaViggó Kristjánsson Þriðji hópurinn er skipaður leikmönnum sem geta stigið inn og hjálpað liðinu án þess að vera með liðið á bakinu. Allt gott frá þessum strákum er mjög vel þegið en liðið mun ekki standa eða falla með þeirra frammistöðu. Breiddin er engu að síðustu góður liðsfélagi á löngu móti sem þessu ekki síst ef íslenska liðið kemst upp úr riðlinum og verður með í baráttu um efstu sætin. Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru líklega að fara að spila meira en hinir. Snorri mun samt örugglega nota breiddina vel og því gætu bæði Stiven Tobar Valencia og Viggó Kristjánsson fengið fullt af mínútum enda báðir öflugir á báðum endum vallarins. Óðinn Þór Ríkharðsson er síðan markaskorari af bestu gerð og Valdimar Grímsson sinnar kynslóðar. Komist hann í stuð þá getur hann hjálpað liðinu mikið. Einar Þorsteinn Ólafsson.vísir/Hulda Margrét Litlar væntingar Arnar Freyr ArnarssonBjörgvin Páll GústavssonEinar Þorsteinn ÓlafssonKristján Örn Kristjánsson Fjórða og síðasta hópinn skipa leikmenn sem hafa annaðhvort fengið minna og minna hlutverk í liðinu eða eiga eftir að fá sitt stóra tækifæri. Arnar Freyr Arnarsson og Björgvin Páll Gústavsson markvörður eru báðir reynslumiklir leikmenn sem geta komið inn ef aðrir klikka en Einar Þorsteinn Ólafsson og Kristján Örn Kristjánsson eru aftur á móti leikmenn sem hafa sérstaka hæfileika sem gætu hjálpað Snorra þjálfara við að breyta hlutum í leikjum, Einar í varnarleiknum og Kristján sem ein besta langskytta liðsins. Björgvin Páll verður seint afskrifaður og sýndi það enn á ný í fyrri leiknum á móti Austurríki að hann er ekki að fara á þetta Evrópumót til að sitja allan tímann á bekknum. Hann verður alltaf klár ef Viktor Gísli finnur sig ekki. Hans frábæru sendingar fram völlinn gefa líka Snorra enn betra tækifæri til að keyra enn meira upp hraðann í leik íslenska liðsins.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Utan vallar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti