Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 11:26 Kjaraviðræður og þjóðarsátt eru til umræðu í Pallborði dagsins. vísir/arnar Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira