Ástríðupólitíkusinn Guðlaugur Þór er hvergi nærri á förum Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2024 07:00 Guðlaugur Þór mætir á ríkisstjórnarfund. Nú um stundir er hann æðstráðandi íslenska ríkisins meðan þau Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi eru öll að sinna sjálfum sér og hlaða batteríin erlendis. Hafi þau verið að vonast eftir því að hér heima yrði allt með friði og spekt varð þeim ekki að ósk sinni. vísir/vilhelm Þegar blaðamaður Vísis gekk á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var dimmt og slagviðri. Ráðuneytið flutti skömmu fyrir áramót í nýlegt húsnæði, 8. hæð, þá efstu við Borgartún 26 og hefur vegur þess aukist síðan Júlíus Sólnes var fyrsti umhverfisráðherrann 1990. Guðlaugur Þór hryllir sig við tilhugsunina um kofann sem umhverfisráðuneytið var lengstum í en tekur þó fram að honum sé svo sem sama hvar hann sé. En fyrri húsakynni hafi verið alveg síðasta sort. Vegur ráðuneytisins hefur vaxið og er það nú komið á efstu hæð í stórglæsileg húsakynni. í Borgartúni. Sem eru viðbrigði frá því sem áður var.vísir/jakob Yfirlýst tilefni viðtalsins er að Guðlaugur Þór er nú valdamesti maður landsins. Hann er staðgengill Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra dagana 10. til 14. janúar. Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir eru einnig frá þannig að Guðlaugur Þór er næstur í röðinni. Hugmyndin var eitthvað á þá leið að þegar kötturinn fer af bæ bregða mýsnar á leik og rétt að ræða við æðsta mann lýðveldisins á léttum nótum. En óvart er það orðið þannig að ráðuneyti Guðlaugs Þórs er orðið eitt það veigamesta og erfitt að kenna hann við mús. Í raun eru ærin tilefni til að inna Guðlaug Þór eftir ýmsu sem á gengur. Er ósammála Svandísi og hefur ekki farið í felur með það En fyrst; hvar er þetta fólk? „Ég bara vona að þetta fólk sé að gera það sem allir þurfa á að halda, sama í hvaða stöðu það er, að hlaða batteríin. Það er nú bara þannig, og sama hver er, fólk þarf að gera það líka og í stjórnmálum er enginn tími góður. Oftast er ekkert í gangi á þessum tíma og allir þurfa að skipuleggja sig með góðum fyrirvara. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þau öll hafa valið sér þennan tíma með góðum fyrirvara.“ En nú er það þannig að ekki er rólegt á stjórnarheimilinu? „Nei, sko… stjórnmál eru náttúrlega bara lífið. Það er ekkert öðruvísi hvað það varðar. En við vitum það náttúrlega að upp er komin staða vegna ákvörðunar matvælaráðherra sem við vitum að ósætti var um innan ríkisstjórnarinnar. Hins vegar vissi enginn hvenær álit umboðsmanns kæmi fram. Þing kemur saman í lok mánaðarins þannig að fyrir liggur að menn hafa tíma til að tala saman og vinna úr þeim hlutum sem þarf að vinna úr.“ Svo við tölum bara mannamál þá eru Svartstakkarnir í Sjálfstæðisflokknum, sem svo eru nefndir, gráir fyrir járnum. Ósáttir mjög og má þar nefna Jón Gunnarsson, Óla Björn Kárason og fleiri… hvar staðsetur þú þig í því? Hvað finnst þér um þessa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra? „Ég hef svo sem ekkert legið á þeirri skoðun minni að ég er ósammála henni. Og það hefur ekkert að gera með hvalveiðar og afstöðu manna til þeirra. Í réttarríki skiptir mestu að fylgt sé lögum, að allir séu jafnir fyrir lögum og að allir fylgi settum leikreglum. Guðlaugur Þór á skrifstofu sinni en svo stutt er síðan þau fluttu að þarna er allt meira og minna í kössum.vísir/jakob Það er enn ríkari skylda á okkur sem njótum trúnaðar til að sitja í ráðherraembætti að fara með vald okkar af hófsemd, virða lögin og sýna sanngirni í öllum athöfnum. Auðvitað getur hver ráðherra tekið ákvarðanir innan sinna valdheimilda. Þó svo að við höfum verið í samstarfi við flokk sem er lengst frá okkur í pólitíska litrófinu þá liggur fyrir að við erum ekkert sátt við allar ákvarðanir annarra ráðherra. Jafnvel kemur fyrir að menn eru ekki sáttir við ákvarðanir ráðherra innan síns eigin flokks. Þannig að það er í sjálfu sér ekkert sem þarf að koma á óvart.“ Síðasta fréttin um þetta mál ekki skrifuð En menn ræða um stöðu Svandísar og þá afstöðu til boðaðrar vantrausttillögu. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur boðað eina slíka og það hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins einnig gert. „Þær skeytasendingar sem nú ganga á milli þingmanna ríkisstjórnaflokkanna benda ótvírætt til að samstarfið sé komið á einhvers konar endastöð. Því miður blasir við að ekki náist samstaða um neitt sem til hagsældar væri fallið,“ segir Sigríður Á Andersen fyrrverandi ráðherra flokksins og þannig má áfram telja. Þá er spurt, munu Sjálfstæðismenn verja Svandísi gagnvart slíku? „Við erum bara að fóta okkur núna, þetta eru bollaleggingar og við vitum ekkert hvernig þessir hlutir munu raungerast. Það er ekkert leyndarmál að ég hef engan áhuga á því að gera þá stöðu sem er uppi eitthvað flóknari. Það vita allir hver staðan er og við munum örugglega … (þögn) Síðasta fréttin um þetta mál hefur ekki verið skrifuð.“ Guðlaugur Þór kemur sér lipurlega undan því að segja til um hvað verður og getur það reyndar ekki meðan staðan er ekki skýrari en þetta. „Ég ætla ekki að gera þessa stöðu flóknari. Ég held að það sé engin ástæða til þess. Mér finnst eðlilegt og sanngjarnt að gefa Svandísi og félögum hennar í VG svigrúm til að átta sig á stöðunni og taka viðeigandi ákvarðanir.“ Skilur ekki tal um ágreining í orkumálum Ekki er það bara þetta mál sem reynir á þessa ríkisstjórn. Það eru ekki síst mál sem eru til vinnslu hér innan þessa ráðuneytis, sem eru orkumálin. Vinstri grænir hafa verið sakaðir um að setja fótinn fyrir í einu og öllu sem því viðkemur? Guðlaugur Þór segist ekki skilja þá umræðu. „Staðreyndirnar liggja fyrir. Vandinn sem við horfum fram á er mjög einfaldur. Hann fellst í því að við gerðum ekkert í því að búa til græna raforku í fimmtán ár svo heitið getur. Á sama tíma og við fórum úr því að vera þjóð með 300 þúsund íbúa, yfir í að vera 400 þúsund, úr því að vera með 300 þúsund ferðamenn yfir í að vera með í allt að 2,3 milljónir ferðamanna. Ég var nú bara að heyra það í fréttum núna að þar er nú talað um 2,6 milljónir. Guðlaugur Þór yfirgefur ríkisráðsfund á Bessastöðum en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra, fylgir honum fast eftir.vísir/vilhelm Á sama tíma var algjörlega ljóst að eftirspurnin eftir grænni orku, þá vegna loftslagsmála, myndi aukast alveg gríðarlega. Ef það væri bara þetta þá væri það ágætt. En við gerðum heldur ekkert í heita vatninu. Í tuttugu ár. Og hvað erum við búin að gera á undanförnum tveimur árum eða síðan ég kom í þetta ráðuneyti? Í fyrsta skipti í níu ár samþykktum við rammaáætlun. Sem á að gera á fjögurra ára fresti.“ Það er ljóst að Guðlaugur Þór er þarna í essinu sínu. Hann segir nýja rammaáætlun á leiðinni inni í þingið. „Þar inni eru 1300 megavött sem er hægt að nýta. En heildar framleiðslan í landinu eru þrjú þúsund megavött. Innan þriggja mánaða frá því að ég tók sæti í þessu ráðuneyti var samþykkt aflaukningarfrumvarp. Hvað er það?“ Guðlaugur Þór spyr en svarar sér sjálfum þegar: „Jú, það er væntanlega langstærsta einföldunarfrumvarp til grænnar orkuöflunar og atvinnustarfsemi sem við höfum séð. Það þýðir það að sá sem er með orkuver og ætlar að stækka þarf ekki að fara í gegnum rammaáætlun eins og hann þurfti að gera áður; í gegnum alla þessa hópa og þingið. Hann fer bara í umhverfismat og stækkar sína virkjun. Nú er verið að stækka Svartsengi, á Þeistareykjum, Sigöldu og fleiri virkjanir. Það eru 300 megavött inni í kerfinu hvað þetta varðar.“ Hörkuvinna í ráðuneytinu Þá nefnir Guðlaugur Þór að samþykkt hafi verið frumvarp sem hjálpar fólki til að nýta orkuna betur en verið hefur, svokallað Varmadælufrumvarp. Og fleira megi nefna. „Þær breytingar eru þegar farnar að skila árangri og möguleikarnir eru miklir í þessum efnum. Varmadæluvæðing kaldra svæða getur sparað okkur orku sem samsvarar hleðslu á 50 þúsund rafbílum á ári og við erum á góðri leið með þetta Þetta var gert bara á fyrstu þremur mánuðum þessarar ríkisstjórnar.“ Guðlaugur Þór ásamt Katrínu forsætisráðherra og Guðmundi Inga félagsmálaráðherra. Hann segist ekki skilja hvað menn eru að tala um þegar ágreiningur um orkumálin er annars vegar.vísir/vilhelm Og áfram heldur Guðlaugur Þór að rekja mál sem ráðuneyti hans hefur vaðið í. „Mikið hefur verið unnið að einföldunarmálum. Nú reynir á þingið varðandi sameiningu stofnana. Þeim málum hef ég komið öllum inn, að taka stofnanir ráðuneytisins og fækka þeim úr átta í þrjár. Ég er ósáttur við hvað þingið vinnur það hægt en vonandi breytist það.“ Og frumvarp er klárt í samráðsgátt um vindorkuna. „Eins og kveðið var á um í stjórnarsáttmála. Þar sem er kveðið á um, að uppfylltu skilyrðum sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að uppfylla og sátt sé um, að vindorkan fari ekki í gegnum þennan hefðbundna ramma heldur beint til sveitarfélaganna til ákvörðunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Erum ekki Harry Potter Guðlaugur Þór er óstöðvandi, hann er talar um orkusjóð sem mjög hafi verið efldur og fyrstu jarðhitaleitina á þessari öld sem sé farin af stað. „Og er þegar farin að skila árangri. Við erum að ráða verkefnastjóra því við erum samhliða sameiningu stofnana, að einfalda leyfisveitingaferlið. Og færa það í átt til nútímans. Hann mun vinna sérstaklega í því samhliða sameiningu stofnana sem er forsenda fyrir því að þetta geti gengið upp.“ Og allt þetta hefur verið gert í samstarfi þessara þriggja flokka, að sögn Guðlaugs Þórs: „Ég fagna stuðningnum við þetta og skil ekki hvernig þetta hefur farið framhjá fólki. En þegar komið er að rammanum, sem er grunnurinn að þessu, hvað gerði Samfylkingin? Hún studdi ekki þá þingsályktun. Og það gerðu Píratar ekki heldur. Guðlaugur Þór, valdamesti maður íslenska lýðveldisins. En það voru engin efni til að vera með gamanmál við hann, ríkisstjórnin er í kreppu.vísir/jakob Og Miðflokkurinn sem fer mikinn, og ég fagna því út af fyrir sig, en þegar hann var við völd, því formaður Miðflokksins var nú forsætisráðherra, þá var því lofað í París, því var lofað í ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum og 17. júní ræðum að við ætluðum að verða best í heimi í loftlagsmálum. En það var ekkert gert í grænni orkuöflun!“ Þannig vill æðsti maður íslenska lýðveldisins meina að þessi ríkisstjórn sé nú búin að gera miklu meira í orkumálum á tveimur árum en áður hefur þekkst, það megi taka hvaða tvö ár í samtímasögu og leggja þau við. Þannig að þú sérð afstöðu Vinstri grænna ekki sem neinn vanda í þessum efnum? „Það verður þá bara að koma í ljós. Því það eru mjög mörg frumvörp sem liggja fyrir. En við skulum ekki byrja á því að mála skrattann á vegginn. Þetta er allaveganna komið út úr ríkisstjórn þessi mál sem ég hef nefnt: Sameiningarnar og það sem hefur verið kynnt varðandi vindorkuna. Sami hópur er núna að endurskoða rammaáætlunina þannig að það sem fólk er að átta sig loksins á núna. Það er komið að skuldadögum í grænni orku en það er vegna þess að ekkert var gert áratugina á undan. Hvorki ég né ríkisstjórnin erum Harry Potter.“ Sveitarfélögin treg í taumi En hvað ræður þessu andvaraleysi sem þú talar um og hefur ríkt? „Þú ert nú góður rannsóknarblaðamaður og ættir nú bara að skoða það. Ég hef ákveðið að eyða ekki orku í að finna sökudólga, en þá má held ég finna víða. Borgarstjórnarmeirihlutinn er sannarlega einn þeirra. En því ber að fagna og það er risastórt mál þegar forstjóri Orkuveitunnar og bæjarstjóri Ölfuss skrifa undir að þeir ætli nú að nota nýtingarkostina sem Orkuveitan er með þar, en þeir eru flestir í Ölfusi. Guðlaugur Þór segir ljóst að ekki hafi verið skrifuð síðasta fréttin um málefni Svandísar Svavarsdóttur.vísir/vilhelm Sveitarfélögin hafa líka sett fótinn fyrir dyrnar en þau eru að fara á fullt með það. En vandinn er að það tekur tíma því ekki hefur verið gert neitt núna svo lengi. En ég er mjög ánægður með breytta stefnu en það mun því miður taka tíma að allt fari fullt.“ Að sögn Guðlaugs Þórs liggja fyrir fjárfestingaráætlanir hjá Orkuveitunni sem nema 215 milljörðum. En þetta taki allt tíma. „Ég vek athygli á því að borgarstjórnarmeirihlutinn hér hefur stýrt Orkuveitunni og sagði á sínum tíma að það þyrfti enga græna orku!? Það er augljóslega út í hött. Sömuleiðis voru menn að velta fyrir sér sæstreng til að selja einhverja umframorku sem blasir við að er ekki til. Ég ætla ekki að eyða tíma í tala um af hverju þetta var – en við þurfum að leysa úr þessu hratt.“ Flokkurinn viðrað innanbúðarágreining um of Guðlaugur Þór segir að ef þessi tvö ár eru tekin þá hafi stjórnvöld náð miklum árangri en það liggi hins vegar fyrir að sá árangur verði ekki sýnilegur strax. En að öðru, staða Sjálfstæðisflokksins og þá um leið staða Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins er ekki kræsileg. Skoðanakannanir sýna flokkinn vel undir 20 prósentum. Það hlýtur að vera erfitt fyrir margan flokksmanninn að vakna upp við það eftir að hafa vanist kannski 40 prósenta fylgi? „Já, það er nú kannski svolítið langt síðan en við vorum kannski með 30 prósent, 35 þegar allra best gekk. Þá er ég að tala um samtímann. Við vitum að þetta er ekki ásættanleg staða og það er verkefni okkar allra að vinna úr því. Það sem ég vil hins vegar segja, þú getur aldrei speglað fortíðina og sagt: Gerum þetta eins og var.“ Ráðherrann segir margt breytast, flokkar og samfélög með. Og ekki sé hægt að dvelja í einhverri fortíðarhyggju. „Það sem hins vegar liggur fyrir, og mér er engin launung á því, er að margt sem var og maður ólst upp við í Sjálfstæðisflokknum, var mjög gott og er eilíft, ef þannig má að orði komast. Ég segi alls staðar þar sem ég get komið því við að við eigum að horfa til þess að finna leiðir til að ná fyrri stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið þannig að þar eru margar ólíkar vistarverur og flokkurinn gengur út á það að hver og einn er einstakur. Hann verður að njóta sín á eigin forsendum. Guðlaugur Þór telur að Sjálfstæðismönnum hafi á undanförnum árum ekki lánast að halda innanhússværingum innanbúðar og þá telur hann ríkisvæðingu flokkanna hafa leikið Sjálfstæðisflokkinn grátt.vísir/vilhelm Það þýðir að við erum ekkert alltaf sammála. En okkur hefur borið gæfu til þess að standa saman. Og þegar við tökumst á hefur okkur tekist að halda því meira innanbúðar en til dæmis í fjölmiðlum. Þvert á við það sem vinstri menn gerðu. Þetta hefur því miður snúist svolítið við. Og varðar kannski það sem þú ert að spyrja mig út í í upphafi, það er svona kveikja samtalsins.“ Ríkisvæðingin fer illa með Sjálfstæðisflokk Akkúrat. „Við munum aldrei geta unnið okkur út úr þessari stöðu og náð fyrri styrk nema vinna saman að því, þannig náum við bestum árangri fyrir fólkið í landinu. Auðvitað er engin töfralausn en ég held að þetta sé einn þáttur. Þá held ég líka að þessi ríkisvæðing stjórnmálaflokka sé að fara illa með okkur. Ég held að það sé ekki gott fyrir lýðræðið.“ Þú ert þá að tala um háa styrki til flokkanna úr ríkissjóði? „Já. Þeir eru komnir úr öllu hófi. Það er fullkomlega eðlilegt að það séu reglur um fjármál stjórnmálaflokka og hafa hámark þar á. Þú verður hins vegar að hafa þetta eðlilega samband milli flokksmanna og sérstaklega lítilla og smærri fyrirtækja, að það sé alltaf til staðar. Eins og staðan er núna, en mörg fyrirtæki á Íslandi eru með starfsemi víða, að þá borga þau bara einu sinni í einn sjóð. Ef ég og þú færum í framboð í mínu gamla heimahéraði, í Borgarbyggð, þá væru fá fyrirtæki sem við gætum talað við. Því þau eru öll búin að borga í þetta.“ Þú lentir nú heldur betur í kröppum dansi og þóttir fara offari í að safna styrkjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma? „Reyndar gerði ég það ekki. Ég fékk fólk til að fara í fjármálaráð Sjálfstæðisflokksins. En það er nú stundum þannig með storminn að það þýðir ekkert að koma staðreyndum á framfæri þegar hann blæs. Ég safnaði ekki neinu var reyndar á spítala með brunasár. Ég stóð ekki í því sjálfur. Sjaldnast sem kjörnir fulltrúar gera það.“ Getur ekki sagt fólki að standa saman og gagnrýnt Bjarna í sömu setningunni Guðlaugur Þór lýsir því að styrkur Sjálfstæðisflokksins sé meðal annars tengsl hans við lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó þar sé ekki mikill fjöldi fólks sé litið til þjóðskrár þá finni flokkurinn það hvernig hjartað slær á þeim bænum. „Og það á við hvar sem er, sama hvaða atvinnugrein það er, þau tengsl verða að vera mjög sterk og það er ekkert óeðlilegt við þau tengsl. Þetta snýst bara um það að ef Jakob Bjarnar ætlar að fara í atvinnurekstur þá veit hann að það er til stjórnmálaflokkur sem hefur skilning á því sem hann er að gera. Og að hann verður að hafa aðstöðu til að ná árangri. Ef Jakob Bjarnar fer í atvinnurekstur er hann að taka mikla áhættu sem er gott fyrir okkur öll. Þetta gengur ekki alltaf upp og þá situr viðkomandi einstaklingur uppi með það. Guðlaugur Þór segir Sjálfstæðisflokkinn vera um athafnafrelsi, nokkuð sem hlýtur að mega heita sígilt.vísir/einar En ef fólk er ekki tilbúið í slíkt, eða sér fram á að það fari of mikill tími í að vinna úr flóknum reglum og skattar og gjöld eru of há, þá finnur þjóðfélagið fyrir því.“ Ég er að hugsa um gríðarlega gremju sem brýst út eins og hjá mönnum eins og Páli Magnússyni, sem áður var þungavigtarmaður í Flokknum. Hann er afar ósáttur við það á hvaða leið flokkurinn er undir stjórn Bjarna. Þú fórst auðvitað fram gegn Bjarna á síðasta Landsfundi, hvað hefðir þú gert öðruvísi en hann? „Það væri auðvitað efni í mun lengra viðtal. En ég get ekki bæði sagt í þessu viðtali að það sé mikilvægt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að standa saman þegar við erum í þessari stöðu og farið síðan í að eyða tímanum í að gagnrýna forystu flokksins. Það fer ekki saman.“ Segir sig og Bjarna ólíka einstaklinga Guðlaugur Þór segir afstöðu sína vel kunna, í það minnsta innan flokksins. „En ég einlæglega trúi því núna að það sé mikilvægt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að snúa bökum saman. Ég sagði það þegar ég fékk 41 prósent í formannskosningunni að ég styðji Bjarna í hans störfum. Það stendur. En auðvitað erum við ólíkir einstaklingar og með ólíkar áherslur. Ég legg bara áherslu á að verk mín tala og það er mikilvægt að missa ekki sjónar á því fyrir hvað við stöndum.“ Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson mæta á ríkisráðsfund. Guðlaugur hefur áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins, hvaða Sjálfstæðismaður hefur það ekki? En hann ætlar ekki að brýna menn til dáða og hvetja til samstöðu í sömu setningunni og hann gagnrýnir forystuna.vísir/vilhelm Guðlaugur Þór rifjar upp það sem hann sagði áður í þessu viðtali um einföldun regluverks og það að ná hagræðingu í ríkisrekstri. „Hvaða þýðir það? Jú, að hjálpa og vinna með atvinnulífinu. Sérstaklega þeim minni. Ekki síst, af því við erum að tala um orkumálin en þetta á við um svo margt annað eins og heilbrigðismál í því sem snýr að litlum og millistórum félögum. Ég legg áherslu á það. Ekki að ég sé þar með að segja að við Bjarni séum ósammála um það. En við verðum að sýna þetta í verki.“ Er ekki að hætta í pólitík Það er ljóst að þessi stjórn verður ekki endurnýjuð, það er þráfaldur orðrómur um að Bjarni sé að fara að stíga til hliðar, hver eru þín plön? Tæp tvö ár eru ekki langur tími? Muntu berjast um formannsstólinn á nýjan leik? „Við vitum náttúrlega ekkert hvað verður eftir kosningar. Eða samsetningu ríkisstjórnar og hvar það allt stendur. En mín plön eru einföld, að standa undir því trausti sem mér hefur verið sýnt. Það skiptir miklu máli. Ég hugsa til þess á hverjum degi að það er fullt af fólki sem hefur lagt mikið á sig til að ég geti verið í þessari stöðu. Það á það skilið að ég standi mig vel.“ Guðlaugur Þór hugsar sig um. „Ég hef engar fyrirætlanir um að hætta í stjórnmálum. Það er skýrt. Hins vegar er ég ekki með neinar yfirlýsingar eða áætlanir á þessu stigi hvað gæti gerst. Ég nýt hvers dags í þessu embætti og hef mikla ástríðu fyrir því að starfa í stjórnmálum. Sama hvað gerist mun ég áfram vinna að bættum lífskjörum fólksins í landinu með grunngildi sjálfstæðisstefnunnar að leiðarljósi. Ég mun halda áfram að láta verkin tala fyrir fólk í landinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Helgarviðtal Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Sjá meira
Guðlaugur Þór hryllir sig við tilhugsunina um kofann sem umhverfisráðuneytið var lengstum í en tekur þó fram að honum sé svo sem sama hvar hann sé. En fyrri húsakynni hafi verið alveg síðasta sort. Vegur ráðuneytisins hefur vaxið og er það nú komið á efstu hæð í stórglæsileg húsakynni. í Borgartúni. Sem eru viðbrigði frá því sem áður var.vísir/jakob Yfirlýst tilefni viðtalsins er að Guðlaugur Þór er nú valdamesti maður landsins. Hann er staðgengill Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra dagana 10. til 14. janúar. Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir eru einnig frá þannig að Guðlaugur Þór er næstur í röðinni. Hugmyndin var eitthvað á þá leið að þegar kötturinn fer af bæ bregða mýsnar á leik og rétt að ræða við æðsta mann lýðveldisins á léttum nótum. En óvart er það orðið þannig að ráðuneyti Guðlaugs Þórs er orðið eitt það veigamesta og erfitt að kenna hann við mús. Í raun eru ærin tilefni til að inna Guðlaug Þór eftir ýmsu sem á gengur. Er ósammála Svandísi og hefur ekki farið í felur með það En fyrst; hvar er þetta fólk? „Ég bara vona að þetta fólk sé að gera það sem allir þurfa á að halda, sama í hvaða stöðu það er, að hlaða batteríin. Það er nú bara þannig, og sama hver er, fólk þarf að gera það líka og í stjórnmálum er enginn tími góður. Oftast er ekkert í gangi á þessum tíma og allir þurfa að skipuleggja sig með góðum fyrirvara. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þau öll hafa valið sér þennan tíma með góðum fyrirvara.“ En nú er það þannig að ekki er rólegt á stjórnarheimilinu? „Nei, sko… stjórnmál eru náttúrlega bara lífið. Það er ekkert öðruvísi hvað það varðar. En við vitum það náttúrlega að upp er komin staða vegna ákvörðunar matvælaráðherra sem við vitum að ósætti var um innan ríkisstjórnarinnar. Hins vegar vissi enginn hvenær álit umboðsmanns kæmi fram. Þing kemur saman í lok mánaðarins þannig að fyrir liggur að menn hafa tíma til að tala saman og vinna úr þeim hlutum sem þarf að vinna úr.“ Svo við tölum bara mannamál þá eru Svartstakkarnir í Sjálfstæðisflokknum, sem svo eru nefndir, gráir fyrir járnum. Ósáttir mjög og má þar nefna Jón Gunnarsson, Óla Björn Kárason og fleiri… hvar staðsetur þú þig í því? Hvað finnst þér um þessa ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra? „Ég hef svo sem ekkert legið á þeirri skoðun minni að ég er ósammála henni. Og það hefur ekkert að gera með hvalveiðar og afstöðu manna til þeirra. Í réttarríki skiptir mestu að fylgt sé lögum, að allir séu jafnir fyrir lögum og að allir fylgi settum leikreglum. Guðlaugur Þór á skrifstofu sinni en svo stutt er síðan þau fluttu að þarna er allt meira og minna í kössum.vísir/jakob Það er enn ríkari skylda á okkur sem njótum trúnaðar til að sitja í ráðherraembætti að fara með vald okkar af hófsemd, virða lögin og sýna sanngirni í öllum athöfnum. Auðvitað getur hver ráðherra tekið ákvarðanir innan sinna valdheimilda. Þó svo að við höfum verið í samstarfi við flokk sem er lengst frá okkur í pólitíska litrófinu þá liggur fyrir að við erum ekkert sátt við allar ákvarðanir annarra ráðherra. Jafnvel kemur fyrir að menn eru ekki sáttir við ákvarðanir ráðherra innan síns eigin flokks. Þannig að það er í sjálfu sér ekkert sem þarf að koma á óvart.“ Síðasta fréttin um þetta mál ekki skrifuð En menn ræða um stöðu Svandísar og þá afstöðu til boðaðrar vantrausttillögu. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur boðað eina slíka og það hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins einnig gert. „Þær skeytasendingar sem nú ganga á milli þingmanna ríkisstjórnaflokkanna benda ótvírætt til að samstarfið sé komið á einhvers konar endastöð. Því miður blasir við að ekki náist samstaða um neitt sem til hagsældar væri fallið,“ segir Sigríður Á Andersen fyrrverandi ráðherra flokksins og þannig má áfram telja. Þá er spurt, munu Sjálfstæðismenn verja Svandísi gagnvart slíku? „Við erum bara að fóta okkur núna, þetta eru bollaleggingar og við vitum ekkert hvernig þessir hlutir munu raungerast. Það er ekkert leyndarmál að ég hef engan áhuga á því að gera þá stöðu sem er uppi eitthvað flóknari. Það vita allir hver staðan er og við munum örugglega … (þögn) Síðasta fréttin um þetta mál hefur ekki verið skrifuð.“ Guðlaugur Þór kemur sér lipurlega undan því að segja til um hvað verður og getur það reyndar ekki meðan staðan er ekki skýrari en þetta. „Ég ætla ekki að gera þessa stöðu flóknari. Ég held að það sé engin ástæða til þess. Mér finnst eðlilegt og sanngjarnt að gefa Svandísi og félögum hennar í VG svigrúm til að átta sig á stöðunni og taka viðeigandi ákvarðanir.“ Skilur ekki tal um ágreining í orkumálum Ekki er það bara þetta mál sem reynir á þessa ríkisstjórn. Það eru ekki síst mál sem eru til vinnslu hér innan þessa ráðuneytis, sem eru orkumálin. Vinstri grænir hafa verið sakaðir um að setja fótinn fyrir í einu og öllu sem því viðkemur? Guðlaugur Þór segist ekki skilja þá umræðu. „Staðreyndirnar liggja fyrir. Vandinn sem við horfum fram á er mjög einfaldur. Hann fellst í því að við gerðum ekkert í því að búa til græna raforku í fimmtán ár svo heitið getur. Á sama tíma og við fórum úr því að vera þjóð með 300 þúsund íbúa, yfir í að vera 400 þúsund, úr því að vera með 300 þúsund ferðamenn yfir í að vera með í allt að 2,3 milljónir ferðamanna. Ég var nú bara að heyra það í fréttum núna að þar er nú talað um 2,6 milljónir. Guðlaugur Þór yfirgefur ríkisráðsfund á Bessastöðum en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra, fylgir honum fast eftir.vísir/vilhelm Á sama tíma var algjörlega ljóst að eftirspurnin eftir grænni orku, þá vegna loftslagsmála, myndi aukast alveg gríðarlega. Ef það væri bara þetta þá væri það ágætt. En við gerðum heldur ekkert í heita vatninu. Í tuttugu ár. Og hvað erum við búin að gera á undanförnum tveimur árum eða síðan ég kom í þetta ráðuneyti? Í fyrsta skipti í níu ár samþykktum við rammaáætlun. Sem á að gera á fjögurra ára fresti.“ Það er ljóst að Guðlaugur Þór er þarna í essinu sínu. Hann segir nýja rammaáætlun á leiðinni inni í þingið. „Þar inni eru 1300 megavött sem er hægt að nýta. En heildar framleiðslan í landinu eru þrjú þúsund megavött. Innan þriggja mánaða frá því að ég tók sæti í þessu ráðuneyti var samþykkt aflaukningarfrumvarp. Hvað er það?“ Guðlaugur Þór spyr en svarar sér sjálfum þegar: „Jú, það er væntanlega langstærsta einföldunarfrumvarp til grænnar orkuöflunar og atvinnustarfsemi sem við höfum séð. Það þýðir það að sá sem er með orkuver og ætlar að stækka þarf ekki að fara í gegnum rammaáætlun eins og hann þurfti að gera áður; í gegnum alla þessa hópa og þingið. Hann fer bara í umhverfismat og stækkar sína virkjun. Nú er verið að stækka Svartsengi, á Þeistareykjum, Sigöldu og fleiri virkjanir. Það eru 300 megavött inni í kerfinu hvað þetta varðar.“ Hörkuvinna í ráðuneytinu Þá nefnir Guðlaugur Þór að samþykkt hafi verið frumvarp sem hjálpar fólki til að nýta orkuna betur en verið hefur, svokallað Varmadælufrumvarp. Og fleira megi nefna. „Þær breytingar eru þegar farnar að skila árangri og möguleikarnir eru miklir í þessum efnum. Varmadæluvæðing kaldra svæða getur sparað okkur orku sem samsvarar hleðslu á 50 þúsund rafbílum á ári og við erum á góðri leið með þetta Þetta var gert bara á fyrstu þremur mánuðum þessarar ríkisstjórnar.“ Guðlaugur Þór ásamt Katrínu forsætisráðherra og Guðmundi Inga félagsmálaráðherra. Hann segist ekki skilja hvað menn eru að tala um þegar ágreiningur um orkumálin er annars vegar.vísir/vilhelm Og áfram heldur Guðlaugur Þór að rekja mál sem ráðuneyti hans hefur vaðið í. „Mikið hefur verið unnið að einföldunarmálum. Nú reynir á þingið varðandi sameiningu stofnana. Þeim málum hef ég komið öllum inn, að taka stofnanir ráðuneytisins og fækka þeim úr átta í þrjár. Ég er ósáttur við hvað þingið vinnur það hægt en vonandi breytist það.“ Og frumvarp er klárt í samráðsgátt um vindorkuna. „Eins og kveðið var á um í stjórnarsáttmála. Þar sem er kveðið á um, að uppfylltu skilyrðum sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að uppfylla og sátt sé um, að vindorkan fari ekki í gegnum þennan hefðbundna ramma heldur beint til sveitarfélaganna til ákvörðunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Erum ekki Harry Potter Guðlaugur Þór er óstöðvandi, hann er talar um orkusjóð sem mjög hafi verið efldur og fyrstu jarðhitaleitina á þessari öld sem sé farin af stað. „Og er þegar farin að skila árangri. Við erum að ráða verkefnastjóra því við erum samhliða sameiningu stofnana, að einfalda leyfisveitingaferlið. Og færa það í átt til nútímans. Hann mun vinna sérstaklega í því samhliða sameiningu stofnana sem er forsenda fyrir því að þetta geti gengið upp.“ Og allt þetta hefur verið gert í samstarfi þessara þriggja flokka, að sögn Guðlaugs Þórs: „Ég fagna stuðningnum við þetta og skil ekki hvernig þetta hefur farið framhjá fólki. En þegar komið er að rammanum, sem er grunnurinn að þessu, hvað gerði Samfylkingin? Hún studdi ekki þá þingsályktun. Og það gerðu Píratar ekki heldur. Guðlaugur Þór, valdamesti maður íslenska lýðveldisins. En það voru engin efni til að vera með gamanmál við hann, ríkisstjórnin er í kreppu.vísir/jakob Og Miðflokkurinn sem fer mikinn, og ég fagna því út af fyrir sig, en þegar hann var við völd, því formaður Miðflokksins var nú forsætisráðherra, þá var því lofað í París, því var lofað í ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum og 17. júní ræðum að við ætluðum að verða best í heimi í loftlagsmálum. En það var ekkert gert í grænni orkuöflun!“ Þannig vill æðsti maður íslenska lýðveldisins meina að þessi ríkisstjórn sé nú búin að gera miklu meira í orkumálum á tveimur árum en áður hefur þekkst, það megi taka hvaða tvö ár í samtímasögu og leggja þau við. Þannig að þú sérð afstöðu Vinstri grænna ekki sem neinn vanda í þessum efnum? „Það verður þá bara að koma í ljós. Því það eru mjög mörg frumvörp sem liggja fyrir. En við skulum ekki byrja á því að mála skrattann á vegginn. Þetta er allaveganna komið út úr ríkisstjórn þessi mál sem ég hef nefnt: Sameiningarnar og það sem hefur verið kynnt varðandi vindorkuna. Sami hópur er núna að endurskoða rammaáætlunina þannig að það sem fólk er að átta sig loksins á núna. Það er komið að skuldadögum í grænni orku en það er vegna þess að ekkert var gert áratugina á undan. Hvorki ég né ríkisstjórnin erum Harry Potter.“ Sveitarfélögin treg í taumi En hvað ræður þessu andvaraleysi sem þú talar um og hefur ríkt? „Þú ert nú góður rannsóknarblaðamaður og ættir nú bara að skoða það. Ég hef ákveðið að eyða ekki orku í að finna sökudólga, en þá má held ég finna víða. Borgarstjórnarmeirihlutinn er sannarlega einn þeirra. En því ber að fagna og það er risastórt mál þegar forstjóri Orkuveitunnar og bæjarstjóri Ölfuss skrifa undir að þeir ætli nú að nota nýtingarkostina sem Orkuveitan er með þar, en þeir eru flestir í Ölfusi. Guðlaugur Þór segir ljóst að ekki hafi verið skrifuð síðasta fréttin um málefni Svandísar Svavarsdóttur.vísir/vilhelm Sveitarfélögin hafa líka sett fótinn fyrir dyrnar en þau eru að fara á fullt með það. En vandinn er að það tekur tíma því ekki hefur verið gert neitt núna svo lengi. En ég er mjög ánægður með breytta stefnu en það mun því miður taka tíma að allt fari fullt.“ Að sögn Guðlaugs Þórs liggja fyrir fjárfestingaráætlanir hjá Orkuveitunni sem nema 215 milljörðum. En þetta taki allt tíma. „Ég vek athygli á því að borgarstjórnarmeirihlutinn hér hefur stýrt Orkuveitunni og sagði á sínum tíma að það þyrfti enga græna orku!? Það er augljóslega út í hött. Sömuleiðis voru menn að velta fyrir sér sæstreng til að selja einhverja umframorku sem blasir við að er ekki til. Ég ætla ekki að eyða tíma í tala um af hverju þetta var – en við þurfum að leysa úr þessu hratt.“ Flokkurinn viðrað innanbúðarágreining um of Guðlaugur Þór segir að ef þessi tvö ár eru tekin þá hafi stjórnvöld náð miklum árangri en það liggi hins vegar fyrir að sá árangur verði ekki sýnilegur strax. En að öðru, staða Sjálfstæðisflokksins og þá um leið staða Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins er ekki kræsileg. Skoðanakannanir sýna flokkinn vel undir 20 prósentum. Það hlýtur að vera erfitt fyrir margan flokksmanninn að vakna upp við það eftir að hafa vanist kannski 40 prósenta fylgi? „Já, það er nú kannski svolítið langt síðan en við vorum kannski með 30 prósent, 35 þegar allra best gekk. Þá er ég að tala um samtímann. Við vitum að þetta er ekki ásættanleg staða og það er verkefni okkar allra að vinna úr því. Það sem ég vil hins vegar segja, þú getur aldrei speglað fortíðina og sagt: Gerum þetta eins og var.“ Ráðherrann segir margt breytast, flokkar og samfélög með. Og ekki sé hægt að dvelja í einhverri fortíðarhyggju. „Það sem hins vegar liggur fyrir, og mér er engin launung á því, er að margt sem var og maður ólst upp við í Sjálfstæðisflokknum, var mjög gott og er eilíft, ef þannig má að orði komast. Ég segi alls staðar þar sem ég get komið því við að við eigum að horfa til þess að finna leiðir til að ná fyrri stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið þannig að þar eru margar ólíkar vistarverur og flokkurinn gengur út á það að hver og einn er einstakur. Hann verður að njóta sín á eigin forsendum. Guðlaugur Þór telur að Sjálfstæðismönnum hafi á undanförnum árum ekki lánast að halda innanhússværingum innanbúðar og þá telur hann ríkisvæðingu flokkanna hafa leikið Sjálfstæðisflokkinn grátt.vísir/vilhelm Það þýðir að við erum ekkert alltaf sammála. En okkur hefur borið gæfu til þess að standa saman. Og þegar við tökumst á hefur okkur tekist að halda því meira innanbúðar en til dæmis í fjölmiðlum. Þvert á við það sem vinstri menn gerðu. Þetta hefur því miður snúist svolítið við. Og varðar kannski það sem þú ert að spyrja mig út í í upphafi, það er svona kveikja samtalsins.“ Ríkisvæðingin fer illa með Sjálfstæðisflokk Akkúrat. „Við munum aldrei geta unnið okkur út úr þessari stöðu og náð fyrri styrk nema vinna saman að því, þannig náum við bestum árangri fyrir fólkið í landinu. Auðvitað er engin töfralausn en ég held að þetta sé einn þáttur. Þá held ég líka að þessi ríkisvæðing stjórnmálaflokka sé að fara illa með okkur. Ég held að það sé ekki gott fyrir lýðræðið.“ Þú ert þá að tala um háa styrki til flokkanna úr ríkissjóði? „Já. Þeir eru komnir úr öllu hófi. Það er fullkomlega eðlilegt að það séu reglur um fjármál stjórnmálaflokka og hafa hámark þar á. Þú verður hins vegar að hafa þetta eðlilega samband milli flokksmanna og sérstaklega lítilla og smærri fyrirtækja, að það sé alltaf til staðar. Eins og staðan er núna, en mörg fyrirtæki á Íslandi eru með starfsemi víða, að þá borga þau bara einu sinni í einn sjóð. Ef ég og þú færum í framboð í mínu gamla heimahéraði, í Borgarbyggð, þá væru fá fyrirtæki sem við gætum talað við. Því þau eru öll búin að borga í þetta.“ Þú lentir nú heldur betur í kröppum dansi og þóttir fara offari í að safna styrkjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma? „Reyndar gerði ég það ekki. Ég fékk fólk til að fara í fjármálaráð Sjálfstæðisflokksins. En það er nú stundum þannig með storminn að það þýðir ekkert að koma staðreyndum á framfæri þegar hann blæs. Ég safnaði ekki neinu var reyndar á spítala með brunasár. Ég stóð ekki í því sjálfur. Sjaldnast sem kjörnir fulltrúar gera það.“ Getur ekki sagt fólki að standa saman og gagnrýnt Bjarna í sömu setningunni Guðlaugur Þór lýsir því að styrkur Sjálfstæðisflokksins sé meðal annars tengsl hans við lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó þar sé ekki mikill fjöldi fólks sé litið til þjóðskrár þá finni flokkurinn það hvernig hjartað slær á þeim bænum. „Og það á við hvar sem er, sama hvaða atvinnugrein það er, þau tengsl verða að vera mjög sterk og það er ekkert óeðlilegt við þau tengsl. Þetta snýst bara um það að ef Jakob Bjarnar ætlar að fara í atvinnurekstur þá veit hann að það er til stjórnmálaflokkur sem hefur skilning á því sem hann er að gera. Og að hann verður að hafa aðstöðu til að ná árangri. Ef Jakob Bjarnar fer í atvinnurekstur er hann að taka mikla áhættu sem er gott fyrir okkur öll. Þetta gengur ekki alltaf upp og þá situr viðkomandi einstaklingur uppi með það. Guðlaugur Þór segir Sjálfstæðisflokkinn vera um athafnafrelsi, nokkuð sem hlýtur að mega heita sígilt.vísir/einar En ef fólk er ekki tilbúið í slíkt, eða sér fram á að það fari of mikill tími í að vinna úr flóknum reglum og skattar og gjöld eru of há, þá finnur þjóðfélagið fyrir því.“ Ég er að hugsa um gríðarlega gremju sem brýst út eins og hjá mönnum eins og Páli Magnússyni, sem áður var þungavigtarmaður í Flokknum. Hann er afar ósáttur við það á hvaða leið flokkurinn er undir stjórn Bjarna. Þú fórst auðvitað fram gegn Bjarna á síðasta Landsfundi, hvað hefðir þú gert öðruvísi en hann? „Það væri auðvitað efni í mun lengra viðtal. En ég get ekki bæði sagt í þessu viðtali að það sé mikilvægt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að standa saman þegar við erum í þessari stöðu og farið síðan í að eyða tímanum í að gagnrýna forystu flokksins. Það fer ekki saman.“ Segir sig og Bjarna ólíka einstaklinga Guðlaugur Þór segir afstöðu sína vel kunna, í það minnsta innan flokksins. „En ég einlæglega trúi því núna að það sé mikilvægt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að snúa bökum saman. Ég sagði það þegar ég fékk 41 prósent í formannskosningunni að ég styðji Bjarna í hans störfum. Það stendur. En auðvitað erum við ólíkir einstaklingar og með ólíkar áherslur. Ég legg bara áherslu á að verk mín tala og það er mikilvægt að missa ekki sjónar á því fyrir hvað við stöndum.“ Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson mæta á ríkisráðsfund. Guðlaugur hefur áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins, hvaða Sjálfstæðismaður hefur það ekki? En hann ætlar ekki að brýna menn til dáða og hvetja til samstöðu í sömu setningunni og hann gagnrýnir forystuna.vísir/vilhelm Guðlaugur Þór rifjar upp það sem hann sagði áður í þessu viðtali um einföldun regluverks og það að ná hagræðingu í ríkisrekstri. „Hvaða þýðir það? Jú, að hjálpa og vinna með atvinnulífinu. Sérstaklega þeim minni. Ekki síst, af því við erum að tala um orkumálin en þetta á við um svo margt annað eins og heilbrigðismál í því sem snýr að litlum og millistórum félögum. Ég legg áherslu á það. Ekki að ég sé þar með að segja að við Bjarni séum ósammála um það. En við verðum að sýna þetta í verki.“ Er ekki að hætta í pólitík Það er ljóst að þessi stjórn verður ekki endurnýjuð, það er þráfaldur orðrómur um að Bjarni sé að fara að stíga til hliðar, hver eru þín plön? Tæp tvö ár eru ekki langur tími? Muntu berjast um formannsstólinn á nýjan leik? „Við vitum náttúrlega ekkert hvað verður eftir kosningar. Eða samsetningu ríkisstjórnar og hvar það allt stendur. En mín plön eru einföld, að standa undir því trausti sem mér hefur verið sýnt. Það skiptir miklu máli. Ég hugsa til þess á hverjum degi að það er fullt af fólki sem hefur lagt mikið á sig til að ég geti verið í þessari stöðu. Það á það skilið að ég standi mig vel.“ Guðlaugur Þór hugsar sig um. „Ég hef engar fyrirætlanir um að hætta í stjórnmálum. Það er skýrt. Hins vegar er ég ekki með neinar yfirlýsingar eða áætlanir á þessu stigi hvað gæti gerst. Ég nýt hvers dags í þessu embætti og hef mikla ástríðu fyrir því að starfa í stjórnmálum. Sama hvað gerist mun ég áfram vinna að bættum lífskjörum fólksins í landinu með grunngildi sjálfstæðisstefnunnar að leiðarljósi. Ég mun halda áfram að láta verkin tala fyrir fólk í landinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Helgarviðtal Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Sjá meira