„Erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2024 19:09 Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn. Vísir/Vilhelm „Mér líður ágætlega úr því sem komið var. Held að við verðum að vera glaðir með þetta eina stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik liðanna á EM. Ísland gerði jafntefli við Serbíu í leik sem erfitt er að setja í orð. Sóknarleikur Íslands hrökk aldrei í gírinn og var Serbía yfir þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar að skora tvö mörk í blálokin og tryggja sér stig sem virtist ekki vera möguleiki, lokatölur 27-27. „Þetta leik ekkert frábærlega út. Við erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega. Vörnin og markvarslan dettur svo niður í seinni hálfleik og þá ná þeir þessu forskoti,“ bætti Snorri Steinn við um leikinn og hélt áfram. „Ég ætla líka að hrósa leikmönnunum. Það er meira en að segja það að snúa svona leik við og ná þessu stigi. Getur skipt öllu máli fyrir okkur, tilfinningin allt önnur en ef við hefðum tapað. Breytir því ekki að við þurfum að kíkja í eigin barm og vera heiðarlegir með að við vorum að ströggla sóknarlega. Serbar samt frábærir í dag, spiluðu dúndur vörn og eru með frábæran markmann.“ „Ég var mjög glaður með varnarleikinn og markvörsluna, lögðum áherslu á það – kannski full mikla áherslu. Hélt kannski að það væri meiri hausverkur heldur en hitt. Mögulega var þetta afraksturinn eða einfaldlega rangt metið hjá mér. Klárlega eitthvað sem við þurfum að laga, sérstaklega sóknarlega.“ „Ég á inni fullt af leikmönnum, gleymið því ekki. Menn geta líka spilað betur og ég hef fulla trú á því að það gerist,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á sunnudag, 14. janúar. Klippa: Snorri Steinn eftir Serbíuleikinn Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Serbíu í leik sem erfitt er að setja í orð. Sóknarleikur Íslands hrökk aldrei í gírinn og var Serbía yfir þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar að skora tvö mörk í blálokin og tryggja sér stig sem virtist ekki vera möguleiki, lokatölur 27-27. „Þetta leik ekkert frábærlega út. Við erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega. Vörnin og markvarslan dettur svo niður í seinni hálfleik og þá ná þeir þessu forskoti,“ bætti Snorri Steinn við um leikinn og hélt áfram. „Ég ætla líka að hrósa leikmönnunum. Það er meira en að segja það að snúa svona leik við og ná þessu stigi. Getur skipt öllu máli fyrir okkur, tilfinningin allt önnur en ef við hefðum tapað. Breytir því ekki að við þurfum að kíkja í eigin barm og vera heiðarlegir með að við vorum að ströggla sóknarlega. Serbar samt frábærir í dag, spiluðu dúndur vörn og eru með frábæran markmann.“ „Ég var mjög glaður með varnarleikinn og markvörsluna, lögðum áherslu á það – kannski full mikla áherslu. Hélt kannski að það væri meiri hausverkur heldur en hitt. Mögulega var þetta afraksturinn eða einfaldlega rangt metið hjá mér. Klárlega eitthvað sem við þurfum að laga, sérstaklega sóknarlega.“ „Ég á inni fullt af leikmönnum, gleymið því ekki. Menn geta líka spilað betur og ég hef fulla trú á því að það gerist,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á sunnudag, 14. janúar. Klippa: Snorri Steinn eftir Serbíuleikinn
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira