„Skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 10:01 Snorri Steinn Guðjónsson heldur ófrýnilegur á svip í leiknum við Serba. Hann vill meira frá sínum mönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, ætlar ekki að gera neinar stórvægilegar breytingar á sóknarleik Íslands fyrir leikinn við Svartfjallaland á EM í dag. Skammur tími frá jafnteflinu við Serbíu á föstudag bjóði heldur ekki upp á það. „Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
„Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira