Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 08:01 Óli Björn, einn piltanna sem Siggi var sakfelldur fyrir að misnota kynferðislega, lýsir samskiptum sínum við Sigga ítarlega í þriðja þættinum. Hann lýsir því meðal annars þegar Siggi skaut hann með rafbyssu þegar hann reyndi að binda endi á „sambandið“. Skjáskot Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. Heimildaþættirnir A Dangerous Boy, eða Hættulegur strákur, voru frumsýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Þættirnir eru framleiddir í Danmörku, eru fjórir talsins og fjalla um líf Sigurðar Þórðarsonar, Sigga hakkara, fjár- og kynferðisglæpi hans og lygar. Í fyrstu tveimur þáttum seríunnar er fjallað ítarlega um aðkomu Sigurðar að WikiLeaks, samskipti hans við alríkislögreglu Bandaríkjanna FBI og samband hans við Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra WikiLeaks. Vinnur aldrei aftur með Sigga Í þriðja þættinum er rætt við Dan Sommers, sem starfaði fyrir tæpum tuttugu árum sem öryggisvörður hjá WikiLeaks. Þeir Sigurður urðu miklir vinir þegar Siggi var sendur út um allan heim á vegum samtakanna með gögn og Dan fylgdi honum eftir. Dan er hálf íslenskur og hálfur Dani og bjó hér á landi um nokkurra ára skeið. Hann er meðal annars menntaður prestur og var Sigurði mikið innan handar á meðan hann sat í fangelsi og fylgdi honum eftir. Dan segist í þriðja þættinum ekki lengur treysta Sigurði. Siggi hafi ítrekað logið að honum, þar á meðal um að búið væri að ráða þá tvo í verkefni í Abú Dabí, sem reyndist þegar uppi var staðið helber lygi. „Á endanum sprakk blaðran og ég hætti að tala við hann. Þetta var mjög erfitt. Konan mín sagði að þetta væri búið. Þú vinnur aldrei með Sigga aftur,“ segir Dan. Hann lýsir því í þættinum hvernig Siggi var ákærður og dæmdur fyrir fjársvik eftir að hann hafði svikið tugi milljóna út úr fyrirtækjum um alla borg. „Hann er ekki fáviti. Hann skilur afleiðingarnar og muninn á réttu og röngu. Hann bara ræður ekki við sig,“ segir Dan. Bauð milljónir, bíla og einbýlishús Eins og fram hefur komið var Sigurður dæmdur, árið 2015, fyrir kynferðisglæpi gegn níu piltum. Hann játaði fyrir dómi að hafa lofað piltunum gulli og grænum skógum gegn því að þeir stunduðu með honum kynmök. Piltarnir lýstu því þó allir fyrir dómi að Sigurður hafi ítrekað farið yfir þeirra mörk, neytt þá til kynferðislegra athafna og ekki staðið við loforð um greiðslur. Hann var sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn níu piltum en tveir til viðbótar kærðu hann til lögreglu og mál þeirra voru felld niður. Einn þeirra pilta, Bergur Snær Sigurþóruson, svipti sig lífi í kjölfar brotanna. Foreldrar Bergs hafa fullyrt að Sigurður beri ábyrgð á dauða hans. Í þættinum mótmælir Sigurður þessari túlkun en segist þó velta því oft fyrir sér hvort hann hafi gert eitthvað sem hafi leitt til þessa. Hann lýsir þessu á meðan hann heimsækir leiði Bergs: „Ég fæ aldrei málalyktir.“ Augljóst er af því hvernig Sigurður talar um málið að hann telji sig ekkert rangt hafa gert í samskiptum sínum við Berg, eða nokkurn piltanna. Geymir enn myndbönd sem hann tók af piltunum Í þættinum er rætt við Leif Halldórsson rannsóknarlögreglumann sem segir rannsókn lögreglu hafa byggst að miklu leyti á farsímagögnum, samskiptum Sigurðar við piltana á Facebook, og myndböndum sem Siggi tók af sér spreyja piparspreyi í andlit strákana, handjárna þá og beita þá ýmis konar ofbeldi. Sigurður náði að sögn Leifs sínu fram með því að senda fölsuð skjáskot af bankareikningum í Sviss, boðist til að gefa þeim bíla og íbúðir. Piltarnir hafi þó aldrei séð neina peninga eða neina bíla, Sigurður hafi bara misnotað þá kynferðislega. Í þættinum má sjá þáttagerðarmanninn spyrja Sigurð út í áðurnefnd myndbönd og Sigurður sýnir honum fjölda myndbanda, af sér spreyja pilta með piparspreyi. Þar næst er Siggi inntur eftir öðru myndbandi, myndbandi sem sýndi kynferðisbrot. Óli Björn, einn piltanna níu sem vitað er að Siggi misnotaði, stígur fram í þættinum og lýsir samskiptum sínum við Sigurð, sem hann segist hafa verið mjög hræddur við. Hann hafi meðal annars séð Sigga ferðast um með byssu í bílnum sínum, piparsprey og rafmagnsbyssu. „Ég var mjög hræddur við hann. Allt sem hann var með í bílnum. Byssur, rafbyssur, handjárn. Alls konar dót sem hann sýndi mér. Ég hugsaði alltaf, hvað gerist ef ég segi nei við hann? Ég óttaðist það alltaf. Ég var bara hræddur. Ég get ekki útskýrt þetta með neinum öðrum hætti,“ segir Óli Björn. Hann fylgir þáttagerðarmönnunum á staðinn sem þeir Sigurður hittust oft á. Hann segist til dæmis oft hafa velt því fyrir sér hvað Sigurður gerði við myndböndin sem hann tók af honum. Hann lýsir í þættinum þeim vítiskvölum sem hann þurfti að líða vegna Sigurðar. „Ég þoldi þetta ekki lengur. Honum mislíkaði það því ég hafði ekki uppfyllt samninginn. Hann notaði rafbyssuna og sagði að við þyrftum að klára samninginn. Ég fékk raflost. Hann notaði hana bara einu sinni en það var mjög vont. Þá ákvað ég að ég myndi ekki segja nei.“ Uppljóstrun Stundarinnar Eins og rakið var í umfjöllun Vísis um fyrri tvo þættina leikur Sigurður stórt hlutverk í réttarhöldunum gegn Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra WikiLeaks. Sigurður er lykilvitni FBI í máli Bandaríkjanna gegn Assange og hafa því vaknað stórar spurningar um trúverðugleika Sigurðar, enda hafi hann ítrekað gerst uppvís um svik, pretti og lygar. Eitt helsta reiðarslagið í máli FBI gegn Assange var þegar viðtal við Sigurð birtist á Stundinni, nú Heimildinni, fyrir þremur árum þar sem hann viðurkennir að hafa logið um staðreyndir málsins. Blaðamaðurinn Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson er skrifaður fyrir greininni á Heimildinni. Óskað var eftir viðtali við hann fyrir heimildaþættina en hann varð ekki við þeirri beiðni. Rakið er að til þess að veita viðtal þyrfti hann að fá grænt ljós hjá Kristni Hrafnssyni, núverandi ritstjóra WikiLeaks. Hvorugur varð að lokum við viðtalsbeiðni. „Þessi grein, ég skrifaði hana“ Rætt er í þættinum við Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann og meðlim WikiLeaks, um greinaröð Bjartmars um Sigurð. Birgitta segist hafa átt erfitt með að átta sig á hvað væri satt og ósatt í greinunum. Hún hafi því hringt í Bjartmar og spurt hann hvers vegna hann hefði ekki talað við sig, hún hefði jú verið á staðnum oftar en ekki. „Honum fannst þess ekki þurfa, ef hann vinnur með WikiLeaks... Ef ég sæi um skipulagið hjá Wikileaks sæi ég til þess að ekki væri hægt að stofna vörninni í hættu. Sértu blaðamaður, rannsóknarblaðamaður, máttu ekki láta neitt utanaðkomandi hafa áhrif á þig,“ segir Birgitta. Því næst er rætt við Kristjón Kormák Guðjónsson blaðamann sem segir Kristinn Hrafnsson hafa ráðið sig í tveggja mánaða verkefni hjá Wikileaks við það að „finna skít á Sigga“. Úr því verkefni hafi áðurnefnd grein orðið til. „Ég held þetta hafi verið bara fyrsta daginn að ég fer að leita hvaða félög eru skráð á Sigga og alla í kring um hann. Svo kom hann inn og eftir okkur bíður stútfullur póstkassi, þarna var ég kominn með blaðamann með mér, Bjartmar.“ „Málið með Bjartmar er að hann kann ekki að skrifa. Þessi grein, ég skrifaði hana. Ég skrifaði eiginlega hvern einasta staf.“ Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum en hægt er að horfa á alla þættina á efnisveitunni Stöð 2+. Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange WikiLeaks Tengdar fréttir Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01 Heimilistæki og útivistarvörur sviknar út úr fyrirtækjum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórt fjársvikamál sem lýtur að úttektum á vörum. Mikið af vörunum eru heimilistæki og útivistarvörur og verðmætið hleypur á tugum milljóna króna. 17. maí 2023 07:01 Postulakirkja lífvarðar Sigga hakkara og Menningarsetur múslima afskráð á þessu ári Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur afskráð tvö trúfélög það sem af eru þessu ári. Annað þeirra var Menningarsetur múslima á Íslandi sem varð gjaldþrota en hitt kristlegur söfnuður undir stjórn fyrrverandi hermanns sem starfaði um tíma sem lífvörður Sigga „hakkara“. 28. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Heimildaþættirnir A Dangerous Boy, eða Hættulegur strákur, voru frumsýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Þættirnir eru framleiddir í Danmörku, eru fjórir talsins og fjalla um líf Sigurðar Þórðarsonar, Sigga hakkara, fjár- og kynferðisglæpi hans og lygar. Í fyrstu tveimur þáttum seríunnar er fjallað ítarlega um aðkomu Sigurðar að WikiLeaks, samskipti hans við alríkislögreglu Bandaríkjanna FBI og samband hans við Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra WikiLeaks. Vinnur aldrei aftur með Sigga Í þriðja þættinum er rætt við Dan Sommers, sem starfaði fyrir tæpum tuttugu árum sem öryggisvörður hjá WikiLeaks. Þeir Sigurður urðu miklir vinir þegar Siggi var sendur út um allan heim á vegum samtakanna með gögn og Dan fylgdi honum eftir. Dan er hálf íslenskur og hálfur Dani og bjó hér á landi um nokkurra ára skeið. Hann er meðal annars menntaður prestur og var Sigurði mikið innan handar á meðan hann sat í fangelsi og fylgdi honum eftir. Dan segist í þriðja þættinum ekki lengur treysta Sigurði. Siggi hafi ítrekað logið að honum, þar á meðal um að búið væri að ráða þá tvo í verkefni í Abú Dabí, sem reyndist þegar uppi var staðið helber lygi. „Á endanum sprakk blaðran og ég hætti að tala við hann. Þetta var mjög erfitt. Konan mín sagði að þetta væri búið. Þú vinnur aldrei með Sigga aftur,“ segir Dan. Hann lýsir því í þættinum hvernig Siggi var ákærður og dæmdur fyrir fjársvik eftir að hann hafði svikið tugi milljóna út úr fyrirtækjum um alla borg. „Hann er ekki fáviti. Hann skilur afleiðingarnar og muninn á réttu og röngu. Hann bara ræður ekki við sig,“ segir Dan. Bauð milljónir, bíla og einbýlishús Eins og fram hefur komið var Sigurður dæmdur, árið 2015, fyrir kynferðisglæpi gegn níu piltum. Hann játaði fyrir dómi að hafa lofað piltunum gulli og grænum skógum gegn því að þeir stunduðu með honum kynmök. Piltarnir lýstu því þó allir fyrir dómi að Sigurður hafi ítrekað farið yfir þeirra mörk, neytt þá til kynferðislegra athafna og ekki staðið við loforð um greiðslur. Hann var sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn níu piltum en tveir til viðbótar kærðu hann til lögreglu og mál þeirra voru felld niður. Einn þeirra pilta, Bergur Snær Sigurþóruson, svipti sig lífi í kjölfar brotanna. Foreldrar Bergs hafa fullyrt að Sigurður beri ábyrgð á dauða hans. Í þættinum mótmælir Sigurður þessari túlkun en segist þó velta því oft fyrir sér hvort hann hafi gert eitthvað sem hafi leitt til þessa. Hann lýsir þessu á meðan hann heimsækir leiði Bergs: „Ég fæ aldrei málalyktir.“ Augljóst er af því hvernig Sigurður talar um málið að hann telji sig ekkert rangt hafa gert í samskiptum sínum við Berg, eða nokkurn piltanna. Geymir enn myndbönd sem hann tók af piltunum Í þættinum er rætt við Leif Halldórsson rannsóknarlögreglumann sem segir rannsókn lögreglu hafa byggst að miklu leyti á farsímagögnum, samskiptum Sigurðar við piltana á Facebook, og myndböndum sem Siggi tók af sér spreyja piparspreyi í andlit strákana, handjárna þá og beita þá ýmis konar ofbeldi. Sigurður náði að sögn Leifs sínu fram með því að senda fölsuð skjáskot af bankareikningum í Sviss, boðist til að gefa þeim bíla og íbúðir. Piltarnir hafi þó aldrei séð neina peninga eða neina bíla, Sigurður hafi bara misnotað þá kynferðislega. Í þættinum má sjá þáttagerðarmanninn spyrja Sigurð út í áðurnefnd myndbönd og Sigurður sýnir honum fjölda myndbanda, af sér spreyja pilta með piparspreyi. Þar næst er Siggi inntur eftir öðru myndbandi, myndbandi sem sýndi kynferðisbrot. Óli Björn, einn piltanna níu sem vitað er að Siggi misnotaði, stígur fram í þættinum og lýsir samskiptum sínum við Sigurð, sem hann segist hafa verið mjög hræddur við. Hann hafi meðal annars séð Sigga ferðast um með byssu í bílnum sínum, piparsprey og rafmagnsbyssu. „Ég var mjög hræddur við hann. Allt sem hann var með í bílnum. Byssur, rafbyssur, handjárn. Alls konar dót sem hann sýndi mér. Ég hugsaði alltaf, hvað gerist ef ég segi nei við hann? Ég óttaðist það alltaf. Ég var bara hræddur. Ég get ekki útskýrt þetta með neinum öðrum hætti,“ segir Óli Björn. Hann fylgir þáttagerðarmönnunum á staðinn sem þeir Sigurður hittust oft á. Hann segist til dæmis oft hafa velt því fyrir sér hvað Sigurður gerði við myndböndin sem hann tók af honum. Hann lýsir í þættinum þeim vítiskvölum sem hann þurfti að líða vegna Sigurðar. „Ég þoldi þetta ekki lengur. Honum mislíkaði það því ég hafði ekki uppfyllt samninginn. Hann notaði rafbyssuna og sagði að við þyrftum að klára samninginn. Ég fékk raflost. Hann notaði hana bara einu sinni en það var mjög vont. Þá ákvað ég að ég myndi ekki segja nei.“ Uppljóstrun Stundarinnar Eins og rakið var í umfjöllun Vísis um fyrri tvo þættina leikur Sigurður stórt hlutverk í réttarhöldunum gegn Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra WikiLeaks. Sigurður er lykilvitni FBI í máli Bandaríkjanna gegn Assange og hafa því vaknað stórar spurningar um trúverðugleika Sigurðar, enda hafi hann ítrekað gerst uppvís um svik, pretti og lygar. Eitt helsta reiðarslagið í máli FBI gegn Assange var þegar viðtal við Sigurð birtist á Stundinni, nú Heimildinni, fyrir þremur árum þar sem hann viðurkennir að hafa logið um staðreyndir málsins. Blaðamaðurinn Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson er skrifaður fyrir greininni á Heimildinni. Óskað var eftir viðtali við hann fyrir heimildaþættina en hann varð ekki við þeirri beiðni. Rakið er að til þess að veita viðtal þyrfti hann að fá grænt ljós hjá Kristni Hrafnssyni, núverandi ritstjóra WikiLeaks. Hvorugur varð að lokum við viðtalsbeiðni. „Þessi grein, ég skrifaði hana“ Rætt er í þættinum við Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann og meðlim WikiLeaks, um greinaröð Bjartmars um Sigurð. Birgitta segist hafa átt erfitt með að átta sig á hvað væri satt og ósatt í greinunum. Hún hafi því hringt í Bjartmar og spurt hann hvers vegna hann hefði ekki talað við sig, hún hefði jú verið á staðnum oftar en ekki. „Honum fannst þess ekki þurfa, ef hann vinnur með WikiLeaks... Ef ég sæi um skipulagið hjá Wikileaks sæi ég til þess að ekki væri hægt að stofna vörninni í hættu. Sértu blaðamaður, rannsóknarblaðamaður, máttu ekki láta neitt utanaðkomandi hafa áhrif á þig,“ segir Birgitta. Því næst er rætt við Kristjón Kormák Guðjónsson blaðamann sem segir Kristinn Hrafnsson hafa ráðið sig í tveggja mánaða verkefni hjá Wikileaks við það að „finna skít á Sigga“. Úr því verkefni hafi áðurnefnd grein orðið til. „Ég held þetta hafi verið bara fyrsta daginn að ég fer að leita hvaða félög eru skráð á Sigga og alla í kring um hann. Svo kom hann inn og eftir okkur bíður stútfullur póstkassi, þarna var ég kominn með blaðamann með mér, Bjartmar.“ „Málið með Bjartmar er að hann kann ekki að skrifa. Þessi grein, ég skrifaði hana. Ég skrifaði eiginlega hvern einasta staf.“ Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum en hægt er að horfa á alla þættina á efnisveitunni Stöð 2+.
Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange WikiLeaks Tengdar fréttir Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01 Heimilistæki og útivistarvörur sviknar út úr fyrirtækjum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórt fjársvikamál sem lýtur að úttektum á vörum. Mikið af vörunum eru heimilistæki og útivistarvörur og verðmætið hleypur á tugum milljóna króna. 17. maí 2023 07:01 Postulakirkja lífvarðar Sigga hakkara og Menningarsetur múslima afskráð á þessu ári Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur afskráð tvö trúfélög það sem af eru þessu ári. Annað þeirra var Menningarsetur múslima á Íslandi sem varð gjaldþrota en hitt kristlegur söfnuður undir stjórn fyrrverandi hermanns sem starfaði um tíma sem lífvörður Sigga „hakkara“. 28. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01
Heimilistæki og útivistarvörur sviknar út úr fyrirtækjum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórt fjársvikamál sem lýtur að úttektum á vörum. Mikið af vörunum eru heimilistæki og útivistarvörur og verðmætið hleypur á tugum milljóna króna. 17. maí 2023 07:01
Postulakirkja lífvarðar Sigga hakkara og Menningarsetur múslima afskráð á þessu ári Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur afskráð tvö trúfélög það sem af eru þessu ári. Annað þeirra var Menningarsetur múslima á Íslandi sem varð gjaldþrota en hitt kristlegur söfnuður undir stjórn fyrrverandi hermanns sem starfaði um tíma sem lífvörður Sigga „hakkara“. 28. nóvember 2021 09:00