Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 25-33 | Spilaborgin hrundi í síðari hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 16. janúar 2024 21:05 Ómar Ingi komst lítt áleiðis. Vísir/Vilhelm Þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu var Ísland komið áfram í milliriðilinn áður en leikur kvöldsins hófst. Til að taka stig með sér í milliriðil þurfti íslenska liðið hins vegar að ná í stig í kvöld. Í fyrri hálfleik virtist það vera möguleiki svo lengi sem liðið myndi nýta eitthvað af færunum sem það skapaði. Það sama verður ekki sagt um síðari hálfleikinn en hann er enn sá slakasti í manna minnum. Ungverjaland skoraði fyrsta mark leiksins. Aftur byrjaði íslenska liðið hægt sóknarlega en fyrsta mark Íslands skoraði Bjarki Már Elísson úr hraðaupphlaupi á þriðju mínútu leiksins. Eftir það var tempó leiksins keyrt allverulega upp og bæði lið skoruðu að vild. Sigvaldi Björn Guðjónsson kom Íslandi yfir, 4-3, þegar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það hrökk sóknarleikur Íslands í baklás og Ungverjar komust yfir, 6-5, þegar tæpar 11 mínútur voru liðnar. Banhídi fékk rautt skömmu síðar fyrir að slæma hendi í andlit Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem stökk inn á milli tveggja varnarmanna Ungverjalands. Ómar Ingi Magnússon klikkaði hins vegar á vítakastinu og Ungverjar skoruðu hinum megin. Bence Bánhidi á leið í skammarkrókinn.Vísir/Vilhelm Sama sagan þriðja leikinn í röð Þriðja leikinn í röð var íslenska liðið að fara illa með frábær færi sem og að henda boltanum frá sér trekk í trekk. Þegar stundarfjórðungur var liðinn var staðan orðin 10-7 Ungverjum í vil og Snorri Steinn Guðjónsson hafði séð nóg og tók leikhlé. Leikhléið skilaði sínu en Ísland skoraði næstu tvö mörk leiksins. Mörkin hefðu átt að vera fleiri en færanýting Íslands var enn og aftur undir meðallagi. Það sem gerði þennan kafla leiksins extra súran var að sóknarleikur Ungverja var hreint út sagt ömurlegur á löngum köflum. Þegar hér var komið við sögu höfðu átta sóknir Ungverjar runnið út í sandinn á þann hátt að þeir náðu ekki skoti á markið. Snorri Steinn sagði „hingað og ekki lengra“ og tók leikhlé.Vísir/Vilhelm Slæmi kaflinn mætti á svæðið Loksins hrökk sóknarleikur Ungverjalands í gang og liðið fór að raða inn mörkum á meðan hver sóknin á fætur annarri fór í súginn hjá Íslandi. Það virtist um stund áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks að Ísland myndi ná að jafna en það raungerðist ekki, staðan 15-13 Ungverjalandi í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eldræða Snorra Steins bar ekki árangur í upphafi síðari hálfleiks þar sem Ungverjar skoruðu fyrstu tvö mörkin. Áfram hélt sókn Ungverja að blómstra og voru þeir fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það vissi enginn hvað átti að gera til að rífa spilamennskuna upp.Vísir/Vilhelm Það var lýsandi fyrir sóknarleik Íslands að Elliði Snær Viðarsson náði ekki að skora frá miðju með einu af sínu frægu skotum og allt í einu voru Ungverjar komnir sex mörkum yfir. Aftur hafði Snorri Steinn séð nóg og tók leikhlé. Sex mörk urðu á endanum sjö, átta og níu þegar munurinn var sem mestur. Fyrir utan Viggó Kristjánsson má segja að leikmenn Íslands hafi einfaldlega sleppt því að mæta til leiks í síðari hálfleik. Frammistaðan var í senn andlegt sem og líkamlegt gjaldþrot. Lokatölur 33-25 sem þýðir að Ungverjaland vinnur riðilinn og fer áfram í milliriðil með tvö stig í farteskinu á meðan Ísland fer þangað stigalaust. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu var Ísland komið áfram í milliriðilinn áður en leikur kvöldsins hófst. Til að taka stig með sér í milliriðil þurfti íslenska liðið hins vegar að ná í stig í kvöld. Í fyrri hálfleik virtist það vera möguleiki svo lengi sem liðið myndi nýta eitthvað af færunum sem það skapaði. Það sama verður ekki sagt um síðari hálfleikinn en hann er enn sá slakasti í manna minnum. Ungverjaland skoraði fyrsta mark leiksins. Aftur byrjaði íslenska liðið hægt sóknarlega en fyrsta mark Íslands skoraði Bjarki Már Elísson úr hraðaupphlaupi á þriðju mínútu leiksins. Eftir það var tempó leiksins keyrt allverulega upp og bæði lið skoruðu að vild. Sigvaldi Björn Guðjónsson kom Íslandi yfir, 4-3, þegar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það hrökk sóknarleikur Íslands í baklás og Ungverjar komust yfir, 6-5, þegar tæpar 11 mínútur voru liðnar. Banhídi fékk rautt skömmu síðar fyrir að slæma hendi í andlit Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem stökk inn á milli tveggja varnarmanna Ungverjalands. Ómar Ingi Magnússon klikkaði hins vegar á vítakastinu og Ungverjar skoruðu hinum megin. Bence Bánhidi á leið í skammarkrókinn.Vísir/Vilhelm Sama sagan þriðja leikinn í röð Þriðja leikinn í röð var íslenska liðið að fara illa með frábær færi sem og að henda boltanum frá sér trekk í trekk. Þegar stundarfjórðungur var liðinn var staðan orðin 10-7 Ungverjum í vil og Snorri Steinn Guðjónsson hafði séð nóg og tók leikhlé. Leikhléið skilaði sínu en Ísland skoraði næstu tvö mörk leiksins. Mörkin hefðu átt að vera fleiri en færanýting Íslands var enn og aftur undir meðallagi. Það sem gerði þennan kafla leiksins extra súran var að sóknarleikur Ungverja var hreint út sagt ömurlegur á löngum köflum. Þegar hér var komið við sögu höfðu átta sóknir Ungverjar runnið út í sandinn á þann hátt að þeir náðu ekki skoti á markið. Snorri Steinn sagði „hingað og ekki lengra“ og tók leikhlé.Vísir/Vilhelm Slæmi kaflinn mætti á svæðið Loksins hrökk sóknarleikur Ungverjalands í gang og liðið fór að raða inn mörkum á meðan hver sóknin á fætur annarri fór í súginn hjá Íslandi. Það virtist um stund áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks að Ísland myndi ná að jafna en það raungerðist ekki, staðan 15-13 Ungverjalandi í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eldræða Snorra Steins bar ekki árangur í upphafi síðari hálfleiks þar sem Ungverjar skoruðu fyrstu tvö mörkin. Áfram hélt sókn Ungverja að blómstra og voru þeir fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það vissi enginn hvað átti að gera til að rífa spilamennskuna upp.Vísir/Vilhelm Það var lýsandi fyrir sóknarleik Íslands að Elliði Snær Viðarsson náði ekki að skora frá miðju með einu af sínu frægu skotum og allt í einu voru Ungverjar komnir sex mörkum yfir. Aftur hafði Snorri Steinn séð nóg og tók leikhlé. Sex mörk urðu á endanum sjö, átta og níu þegar munurinn var sem mestur. Fyrir utan Viggó Kristjánsson má segja að leikmenn Íslands hafi einfaldlega sleppt því að mæta til leiks í síðari hálfleik. Frammistaðan var í senn andlegt sem og líkamlegt gjaldþrot. Lokatölur 33-25 sem þýðir að Ungverjaland vinnur riðilinn og fer áfram í milliriðil með tvö stig í farteskinu á meðan Ísland fer þangað stigalaust.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti