Fyrirliðinn orðlaus eftir afhroð gegn Ungverjalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 21:28 Aron klórar sér í höfðinu yfir slakri frammistöðu. Vísir/Vilhelm „Svona rétt eftir leik er maður pínu orðlaus,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands eftir átta marka tap strákanna okkar gegn Ungverjalandi í lokaleik C-riðils á EM karla í handbolta. Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust í milliriðil. Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira