Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 08:03 Ljósmyndin er tekin af bandaríska skipinu Genco Picardy sem Hútar réðust á síðastliðinn miðvikudag. Indverski sjóherinn náði þessari ljósmynd af skemmdunum um borð skipsins. AP/Indverski sjóherinn Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Í þessum síðustu aðgerðum beindu Bandaríkjamenn spjótum sínum að eldflaugaskotpöllum Húta, sem þeir segja hafa átt að nota gegn skipum á Rauðahafinu. U.S. CENTCOM Destroys Houthi Terrorists' Anti-Ship MissilesAs part of ongoing multi-national efforts to protect freedom of navigation and prevent attacks on maritime vessels in the Red Sea, on Jan. 18 U.S. Central Command forces conducted strikes on two Houthi anti-ship pic.twitter.com/bvrSaDN6Wl— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 18, 2024 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tilkynningu að aðgerðum yrði fram haldið þrátt fyrir að þær hafi ekki borið tilsettan árangur. Hútar hafa haldið sínum árásum á frakt- og herskip á Rauðahafinu áfram þrátt fyrir mótsvar Bandaríkjanna og Bretlands. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Yahya Saree, herforingi í liði Húta, að hersveitir hans hafi gert aðra eldflaugaárás á flutningaskipið Chem Ranger, sem siglir undir flaggi Marshall eyja en er í eigu Bandaríkjamanna. Saree sagði að árásin hafi verið gerð í Adenflóa, rétt suður af Jemen. Svo virðist þó sem skipið hafi ekki skemmst í árásunum, sem Bandaríkjaher staðfesti í tilkynningu á Twitter. Third Houthi Terrorists Attack on Commercial Shipping Vessel in Three DaysOn Jan. 18 at approximately 9 p.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthi terrorists launched two anti-ship ballistic missiles at M/V Chem Ranger, a Marshall Island-flagged, U.S.-Owned, Greek-operated tanker pic.twitter.com/moBkH0Al5B— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 19, 2024 Hútar, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Íran, hafa árum saman háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld Jemen. Þeir hafa einnig beint spjótum sínum að Sádi-Arabíu en yfirvöld þar í landi hafa stutt jemensk stjórnvöld. Hútar stjórna stórum hluta landsins, einkum í norðri og vestri. Þar á meðal er höfuðborgin Sana'a og allt það strandsvæði sem liggur við Bab al-Mandab-sund. Til þess að komast frá Adenflóa, inn um RAuðahaf og þaðan gegnum Súesskurðinn þurfa skip að sigla meðfram yfirráðasvæði Húta. Þeir hafa undanfarnar vikur nýtt sér þetta og gert fjölda árása á flutninga- og herskip. Að þeirra sögn beina þeir árásum sínum aðeins að skipum Ísraela eða að skipum sem eru á leið til hernumdu Palestínu, enda eru þeir enarðir stuðningsmenn Palestínumanna og frelsunar þeirra. Það hefur hins vegar ekki staðist og þeir beint spjótum að skipum sem ekkert hafa með átökin fyrir botni Miðjarðarhafs að gera. Jemen Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Tengdar fréttir Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Í þessum síðustu aðgerðum beindu Bandaríkjamenn spjótum sínum að eldflaugaskotpöllum Húta, sem þeir segja hafa átt að nota gegn skipum á Rauðahafinu. U.S. CENTCOM Destroys Houthi Terrorists' Anti-Ship MissilesAs part of ongoing multi-national efforts to protect freedom of navigation and prevent attacks on maritime vessels in the Red Sea, on Jan. 18 U.S. Central Command forces conducted strikes on two Houthi anti-ship pic.twitter.com/bvrSaDN6Wl— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 18, 2024 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tilkynningu að aðgerðum yrði fram haldið þrátt fyrir að þær hafi ekki borið tilsettan árangur. Hútar hafa haldið sínum árásum á frakt- og herskip á Rauðahafinu áfram þrátt fyrir mótsvar Bandaríkjanna og Bretlands. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Yahya Saree, herforingi í liði Húta, að hersveitir hans hafi gert aðra eldflaugaárás á flutningaskipið Chem Ranger, sem siglir undir flaggi Marshall eyja en er í eigu Bandaríkjamanna. Saree sagði að árásin hafi verið gerð í Adenflóa, rétt suður af Jemen. Svo virðist þó sem skipið hafi ekki skemmst í árásunum, sem Bandaríkjaher staðfesti í tilkynningu á Twitter. Third Houthi Terrorists Attack on Commercial Shipping Vessel in Three DaysOn Jan. 18 at approximately 9 p.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthi terrorists launched two anti-ship ballistic missiles at M/V Chem Ranger, a Marshall Island-flagged, U.S.-Owned, Greek-operated tanker pic.twitter.com/moBkH0Al5B— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 19, 2024 Hútar, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Íran, hafa árum saman háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld Jemen. Þeir hafa einnig beint spjótum sínum að Sádi-Arabíu en yfirvöld þar í landi hafa stutt jemensk stjórnvöld. Hútar stjórna stórum hluta landsins, einkum í norðri og vestri. Þar á meðal er höfuðborgin Sana'a og allt það strandsvæði sem liggur við Bab al-Mandab-sund. Til þess að komast frá Adenflóa, inn um RAuðahaf og þaðan gegnum Súesskurðinn þurfa skip að sigla meðfram yfirráðasvæði Húta. Þeir hafa undanfarnar vikur nýtt sér þetta og gert fjölda árása á flutninga- og herskip. Að þeirra sögn beina þeir árásum sínum aðeins að skipum Ísraela eða að skipum sem eru á leið til hernumdu Palestínu, enda eru þeir enarðir stuðningsmenn Palestínumanna og frelsunar þeirra. Það hefur hins vegar ekki staðist og þeir beint spjótum að skipum sem ekkert hafa með átökin fyrir botni Miðjarðarhafs að gera.
Jemen Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Tengdar fréttir Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10