Háskólarnir sameinist í háskólasamstæðu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2024 08:33 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla. Vísir/einar Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað. Þetta er niðurstaða fýsileikagreiningar á auknu samstarfi eða sameiningu háskólanna. Þar kemur fram að fyrirkomulagið muni mun gera íslenskt háskólasamfélag sterkara í aukinni alþjóðlegri samkeppni í námi, rannsóknum og nýsköpun. Þá felli öflug háskólasamstæða vel að nýjum áherslum Gæðaráðs háskólanna og auki tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt. Sagt er frá þessu á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að greiningin hafi verið kynnt ráðherra sem fagni niðurstöðunni enda sé íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla sem standist alþjóðlega samkeppni. Frá Hólum í Hjaltadal.Vísir/Vilhelm „Íslenskt samfélag er of lítið til að reka sjö háskóla sem standast alþjóðlega samkeppni og geta boðið nemendum upp á framúrskarandi nám og kennslu. Stærri háskólaeiningar og meira samstarf stuðlar að auknum gæðum. Háskólasamstæða með fjölbreytt námsframboð, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt er spennandi kostur,"er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undirrituðu viljayfirlýsingu í ágúst Á vef ráðuneytisins segir að rektorar skólanna, þau Hólmfríður Sveinsdóttir á Hólum og Jón Atli Benediktsson í Háskóla Íslands, hafi undirritað viljayfirlýsingu þess efnis í ágúst á síðasta ári ásamt háskólaráðherra að farið yrði í fýsileikagreininguna sem nú sé lokið með framangreindri niðurstöðu. „Háskólarnir tveir hafa lengi átt í farsælu samstarfi um rannsóknir og kennslu, t.d. á vettvangi Samstarfsnets opinberra háskóla. Þá hafa skólarnir tekið höndum saman í verkefnum styrktum af Samstarfi háskóla, m.a. um sameiginlega námsleið og ferðamálafræði og samstarf um eflingu náms í fiskeldisfræðum. Í skýrslu stýrihópsins er lögð áhersla á að ný háskólasamstæða efli háskólastarf á öllu landinu, styrki sókn á alþjóðlegum vettvangi og verði eftirsóknarverður kostur fyrir aðra háskóla og rannsóknastofnanir. Gert er ráð fyrir að samstæðan taki til starfa í lok þessa árs. Aðalbygging Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Við myndun háskólasamstæðunnar verður horft til þess að skólarnir verði sjálfstæðir og að samstæðan styrki Háskóla Íslands sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og Háskólann á Hólum sem sérhæfðan skóla á landsbyggðinni. Þannig yrði Háskóli Íslands flaggskipsháskóli samstæðunnar og Háskólinn á Hólum sjálfstæður kampus með starfsemi á Hólum og á Sauðárkróki. Háskólasamstæður tveggja eða fleiri sjálfstæðra skóla þekkjast víða erlendis og miða að því að styrkja háskólastarf á tilteknum svæðum. Mikilvæg tækifæri felast í nýtingu þeirrar reynslu við mótun samstæðu sem hentar íslensku háskólaumhverfi í því skyni að efla háskólastarf til framtíðar, án þess þó að auka á yfirbyggingu eða kostnað hvað stjórnskipulag varðar,“ segir í tilkynningunni. Fyrr á árinu var greint frá því að háskólaráð Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Háskólar Skagafjörður Reykjavík Tengdar fréttir Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta er niðurstaða fýsileikagreiningar á auknu samstarfi eða sameiningu háskólanna. Þar kemur fram að fyrirkomulagið muni mun gera íslenskt háskólasamfélag sterkara í aukinni alþjóðlegri samkeppni í námi, rannsóknum og nýsköpun. Þá felli öflug háskólasamstæða vel að nýjum áherslum Gæðaráðs háskólanna og auki tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt. Sagt er frá þessu á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að greiningin hafi verið kynnt ráðherra sem fagni niðurstöðunni enda sé íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla sem standist alþjóðlega samkeppni. Frá Hólum í Hjaltadal.Vísir/Vilhelm „Íslenskt samfélag er of lítið til að reka sjö háskóla sem standast alþjóðlega samkeppni og geta boðið nemendum upp á framúrskarandi nám og kennslu. Stærri háskólaeiningar og meira samstarf stuðlar að auknum gæðum. Háskólasamstæða með fjölbreytt námsframboð, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt er spennandi kostur,"er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undirrituðu viljayfirlýsingu í ágúst Á vef ráðuneytisins segir að rektorar skólanna, þau Hólmfríður Sveinsdóttir á Hólum og Jón Atli Benediktsson í Háskóla Íslands, hafi undirritað viljayfirlýsingu þess efnis í ágúst á síðasta ári ásamt háskólaráðherra að farið yrði í fýsileikagreininguna sem nú sé lokið með framangreindri niðurstöðu. „Háskólarnir tveir hafa lengi átt í farsælu samstarfi um rannsóknir og kennslu, t.d. á vettvangi Samstarfsnets opinberra háskóla. Þá hafa skólarnir tekið höndum saman í verkefnum styrktum af Samstarfi háskóla, m.a. um sameiginlega námsleið og ferðamálafræði og samstarf um eflingu náms í fiskeldisfræðum. Í skýrslu stýrihópsins er lögð áhersla á að ný háskólasamstæða efli háskólastarf á öllu landinu, styrki sókn á alþjóðlegum vettvangi og verði eftirsóknarverður kostur fyrir aðra háskóla og rannsóknastofnanir. Gert er ráð fyrir að samstæðan taki til starfa í lok þessa árs. Aðalbygging Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Við myndun háskólasamstæðunnar verður horft til þess að skólarnir verði sjálfstæðir og að samstæðan styrki Háskóla Íslands sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og Háskólann á Hólum sem sérhæfðan skóla á landsbyggðinni. Þannig yrði Háskóli Íslands flaggskipsháskóli samstæðunnar og Háskólinn á Hólum sjálfstæður kampus með starfsemi á Hólum og á Sauðárkróki. Háskólasamstæður tveggja eða fleiri sjálfstæðra skóla þekkjast víða erlendis og miða að því að styrkja háskólastarf á tilteknum svæðum. Mikilvæg tækifæri felast í nýtingu þeirrar reynslu við mótun samstæðu sem hentar íslensku háskólaumhverfi í því skyni að efla háskólastarf til framtíðar, án þess þó að auka á yfirbyggingu eða kostnað hvað stjórnskipulag varðar,“ segir í tilkynningunni. Fyrr á árinu var greint frá því að háskólaráð Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Háskólar Skagafjörður Reykjavík Tengdar fréttir Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42