Hve stóran sigur þarf Ísland og hjálpar Holland til í dag? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Strákarnir okkar eru í snúinni stöðu og vita ekki hversu stóran sigur þeir þurfa gegn Austurríki. VÍSIR/VILHELM Úrslitin á EM í gær gefa íslenska karlalandsliðinu í handbolta von um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. En þarf liðið núna bara sigur gegn Austurríki, til að komast í undankeppni ÓL, eða þarf fimm marka sigur? Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira