Viktor með tárin í augunum eftir leik: „Þetta er ógeðslega svekkjandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 17:02 Viktor Gísli Hallgrímsson átti erfitt með sig í leikslok. Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson varði frábærlega í fyrri hálfleiknum á móti Austurríki en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari. Þrátt fyrir tveggja marka sigur var íslenski markvörðurinn með tárin í augunum eftir leikinn. Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira