Aðgengilegar og hlutlausar upplýsingar um orkumál á Íslandi: Leiðsögn um gagnasafn Orkustofnunar Björn Arnar Hauksson og Sigurður Ingi Friðleifsson skrifa 25. janúar 2024 08:00 Í ljósi nýlegrar umræðu um skort á yfirsýn yfir orkumál á Íslandi er mikilvægt að vekja athygli á aðgengilegum og hlutlausum upplýsingum á vef Orkustofnunar sem geta veitt innsýn í stöðu og þróun málaflokksins, bæði í sögulegu samhengi og með tilliti til framtíðarhorfa. Opinber tölfræði og upplýsingar frá Orkustofnun veita gagnsæja mynd sem getur reynst mikilvægur grunnur fyrir ákvarðanatöku. Hér að neðan er yfirlit yfir helstu gögn og tölulegar upplýsingar sem Orkustofnun birtir fyrir raforku, jarðhita, orkuskipti og eldsneyti: Gagnvirkar myndir Frá forsíðu á heimasíðu Orkustofnunar eru fjölmargar gagnvirkar myndir um lykilstærðir í orkumálum aðgengilegar. Flokkarnir sem sýndir eru ná yfir raforku, orkuskipti og eldsneytisnotkun. Myndirnar eru aðgengilegar með því að smella á nánar við hvern flokk á forsíðunni eða á eftirfarandi tengla: Raforkuvinnsla Orkuskipti bifreiðaflotans Eldsneytisnotkun Tölfræði um framleiðslu og notkun raforku og orkuspár má einnig finna á síðunni og ættu áhugasamir að getað glöggvað sig á ýmsum þáttum með því að skoða talnaefni undanfarinna ára. Raforkuspá Raforkuspá Orkustofnunar birtir gögn um framleiðslu og notkun raforku á Íslandi brotið niður eftir helstu notkunarflokkum. Raforkuspá Orkustofnunar veitir tvíþættar upplýsingar: Annars vegar birtir hún raungögn um framleiðslu og notkun raforku frá árinu 1990 til samtímans. Hins vegar fylgja spár um framtíðarnotkun raforku. Þessar spár eru af tveimur gerðum, annars vegar „grunnspá“, sem er opinber spá um væntanlega almenna notkun, ásamt staðfestum áformum stórnotenda og aðgerðum í orkuskiptum; og hins vegar „háspá“, sem er sviðsmynd sem tekur mið af aukinni áherslu á orkuskipti og þróun í iðnaði. Þessar upplýsingar eru uppfærðar og birtar árlega. Hér má nálgast kynningu á nýjustu spá. Töluleg gögn úr nýjustu spá má nálgast undir „Raforkuspá Orkustofnunar 2022-50 talnagögn“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Orkuskiptalíkan Orkuskiptalíkan Orkustofnunar er gagnvirkt tól sem eykur gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um framtíðina sem er í mótun. Líkanið nær til orkuskipta jarðefnaeldsneytis yfir í nýja orkugjafa og hvaða áhrif það hefur á raforkuþörf. Um er að ræða öflugt tól sem hægt er að nýta í að kanna ýmsar sviðsmyndir í orkuskiptum með mismunandi forsendum. Raforkuvísar Mánaðarlegar tölur um raforkumarkað og myndir af þróun milli ára. Nýjustu útgáfu má nálgast á eftirfarandi slóð: Raforkuvísar Forsendur orkuspáa Forsendur orkuspáa, bæði raforkuspár og orkuskiptaspár, eru birtar á heimasíðu Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu forsendanna má nálgast þegar smellt er á „Almennar forsendur orkuspáa 2022“ undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Raforkunotkun Gögnin sem finna má undir heitinu Raforkunotkun veita ítarlegar upplýsingar um hvernig raforka er notuð í mismunandi landshlutum og eftir ýmsum notkunarflokkum, og þau fara dýpra í smáatriði en almenn raforkuspá. Þessi gögn eru uppfærð og birt árlega. Til að skoða nýjustu upplýsingarnar má finna útgáfuna „Raforkunotkun á Íslandi 2020-2022“ undir síðunni „Raforka“ og svo undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla Hægt er að finna upplýsingar um uppsett rafafl og raforkuframleiðslu í virkjunum á Íslandi í samnefndum kafla á heimasíðu Orkustofnunar um hverja virkjun á Íslandi ásamt grunni um virkjanir. Þessi gögn eru uppfærð árlega. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla í virkjunum á Íslandi 2022“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi Í kaflanum Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegundum á Íslandi eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir eldsneytistegund. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi 1982-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi Í kaflanum „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi“ eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir notkunarflokkum/geirum. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi 1981-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu Jarðvarmi Í kaflanum Varmi eru birtar rauntölur um sögulega notkun jarðhita á Íslandi skipt eftir vinnslusvæðum, veitusvæðum og notkunarflokkum. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Varmi“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Í kaflanum Jarðvarmaspá er birt ítarleg umfjöllun og greining á stöðu jarðvarma með spá til lengri tíma. Nýjustu útgáfu má nálgast undir síðunni „Jarðvarmaspá“ undir „Útgáfa“ á heimasíðu Orkustofnunar. Borholur Orkustofnun birtir ítarleg gögn og greiningar um allar orku- og nytjavatnsborholur á Íslandi. Borholugögnin eru eitt mest notaða orkugagnasafn Íslands. Gögnin eru mjög mikilvæg við leit að jarðhita eins og dæmin hafa margsýnt. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á síðu borholuskrár og í gegnum kortasjá Orkustofnunar. Kortasjá Orkustofnun birtir margvísleg gögn á kortasjá stofnunarinnar sem er mjög mikið notuð af fagfólki og almenningi. Þyrpingar jarðhita á yfirborði er dæmi um þjóðhagslega mikilvæg gögn í kortasjánni. Lykilgögn eru skráð fyrir hverja þyrpingu jarðhita samkvæmt umfangsmikilli heimildarvinnu með nýrri aðferðarfræði sem mun einnig nýtast fyrir grunnvatn. Frumorkunotkun Í kaflanum Frumorkunotkun eru birtar rauntölur um sögulega notkun orku á Íslandi skipt eftir tegundum frá árinu 2040. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Fleiri gögn og greiningar má finna á vef Orkustofnunar. Sérfræðingar, stjórnmálamenn, fyrirtæki eða almenningur eru hvattir til að nýta sér þessar upplýsingar Orkustofnunar. Ef þörf er á frekari upplýsingum eða sértækri fræðslu um raforkunotkun og orkumál á Íslandi, eru hagaðilar hvattir til að hafa beint samband við Orkustofnun. Með opinni og virkri samvinnu og samtali getum við öll lagt okkar af mörkum til að skilja betur og vinna að orkumálum fyrir framtíðina. Höfundar eru sviðstjóri orkuskipta, loftslagsmála og nýsköpunar og deildarstjóri gagna og greininga hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Bensín og olía Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Í ljósi nýlegrar umræðu um skort á yfirsýn yfir orkumál á Íslandi er mikilvægt að vekja athygli á aðgengilegum og hlutlausum upplýsingum á vef Orkustofnunar sem geta veitt innsýn í stöðu og þróun málaflokksins, bæði í sögulegu samhengi og með tilliti til framtíðarhorfa. Opinber tölfræði og upplýsingar frá Orkustofnun veita gagnsæja mynd sem getur reynst mikilvægur grunnur fyrir ákvarðanatöku. Hér að neðan er yfirlit yfir helstu gögn og tölulegar upplýsingar sem Orkustofnun birtir fyrir raforku, jarðhita, orkuskipti og eldsneyti: Gagnvirkar myndir Frá forsíðu á heimasíðu Orkustofnunar eru fjölmargar gagnvirkar myndir um lykilstærðir í orkumálum aðgengilegar. Flokkarnir sem sýndir eru ná yfir raforku, orkuskipti og eldsneytisnotkun. Myndirnar eru aðgengilegar með því að smella á nánar við hvern flokk á forsíðunni eða á eftirfarandi tengla: Raforkuvinnsla Orkuskipti bifreiðaflotans Eldsneytisnotkun Tölfræði um framleiðslu og notkun raforku og orkuspár má einnig finna á síðunni og ættu áhugasamir að getað glöggvað sig á ýmsum þáttum með því að skoða talnaefni undanfarinna ára. Raforkuspá Raforkuspá Orkustofnunar birtir gögn um framleiðslu og notkun raforku á Íslandi brotið niður eftir helstu notkunarflokkum. Raforkuspá Orkustofnunar veitir tvíþættar upplýsingar: Annars vegar birtir hún raungögn um framleiðslu og notkun raforku frá árinu 1990 til samtímans. Hins vegar fylgja spár um framtíðarnotkun raforku. Þessar spár eru af tveimur gerðum, annars vegar „grunnspá“, sem er opinber spá um væntanlega almenna notkun, ásamt staðfestum áformum stórnotenda og aðgerðum í orkuskiptum; og hins vegar „háspá“, sem er sviðsmynd sem tekur mið af aukinni áherslu á orkuskipti og þróun í iðnaði. Þessar upplýsingar eru uppfærðar og birtar árlega. Hér má nálgast kynningu á nýjustu spá. Töluleg gögn úr nýjustu spá má nálgast undir „Raforkuspá Orkustofnunar 2022-50 talnagögn“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Orkuskiptalíkan Orkuskiptalíkan Orkustofnunar er gagnvirkt tól sem eykur gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um framtíðina sem er í mótun. Líkanið nær til orkuskipta jarðefnaeldsneytis yfir í nýja orkugjafa og hvaða áhrif það hefur á raforkuþörf. Um er að ræða öflugt tól sem hægt er að nýta í að kanna ýmsar sviðsmyndir í orkuskiptum með mismunandi forsendum. Raforkuvísar Mánaðarlegar tölur um raforkumarkað og myndir af þróun milli ára. Nýjustu útgáfu má nálgast á eftirfarandi slóð: Raforkuvísar Forsendur orkuspáa Forsendur orkuspáa, bæði raforkuspár og orkuskiptaspár, eru birtar á heimasíðu Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu forsendanna má nálgast þegar smellt er á „Almennar forsendur orkuspáa 2022“ undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Raforkunotkun Gögnin sem finna má undir heitinu Raforkunotkun veita ítarlegar upplýsingar um hvernig raforka er notuð í mismunandi landshlutum og eftir ýmsum notkunarflokkum, og þau fara dýpra í smáatriði en almenn raforkuspá. Þessi gögn eru uppfærð og birt árlega. Til að skoða nýjustu upplýsingarnar má finna útgáfuna „Raforkunotkun á Íslandi 2020-2022“ undir síðunni „Raforka“ og svo undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla Hægt er að finna upplýsingar um uppsett rafafl og raforkuframleiðslu í virkjunum á Íslandi í samnefndum kafla á heimasíðu Orkustofnunar um hverja virkjun á Íslandi ásamt grunni um virkjanir. Þessi gögn eru uppfærð árlega. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla í virkjunum á Íslandi 2022“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi Í kaflanum Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegundum á Íslandi eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir eldsneytistegund. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi 1982-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi Í kaflanum „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi“ eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir notkunarflokkum/geirum. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi 1981-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu Jarðvarmi Í kaflanum Varmi eru birtar rauntölur um sögulega notkun jarðhita á Íslandi skipt eftir vinnslusvæðum, veitusvæðum og notkunarflokkum. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Varmi“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Í kaflanum Jarðvarmaspá er birt ítarleg umfjöllun og greining á stöðu jarðvarma með spá til lengri tíma. Nýjustu útgáfu má nálgast undir síðunni „Jarðvarmaspá“ undir „Útgáfa“ á heimasíðu Orkustofnunar. Borholur Orkustofnun birtir ítarleg gögn og greiningar um allar orku- og nytjavatnsborholur á Íslandi. Borholugögnin eru eitt mest notaða orkugagnasafn Íslands. Gögnin eru mjög mikilvæg við leit að jarðhita eins og dæmin hafa margsýnt. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á síðu borholuskrár og í gegnum kortasjá Orkustofnunar. Kortasjá Orkustofnun birtir margvísleg gögn á kortasjá stofnunarinnar sem er mjög mikið notuð af fagfólki og almenningi. Þyrpingar jarðhita á yfirborði er dæmi um þjóðhagslega mikilvæg gögn í kortasjánni. Lykilgögn eru skráð fyrir hverja þyrpingu jarðhita samkvæmt umfangsmikilli heimildarvinnu með nýrri aðferðarfræði sem mun einnig nýtast fyrir grunnvatn. Frumorkunotkun Í kaflanum Frumorkunotkun eru birtar rauntölur um sögulega notkun orku á Íslandi skipt eftir tegundum frá árinu 2040. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Fleiri gögn og greiningar má finna á vef Orkustofnunar. Sérfræðingar, stjórnmálamenn, fyrirtæki eða almenningur eru hvattir til að nýta sér þessar upplýsingar Orkustofnunar. Ef þörf er á frekari upplýsingum eða sértækri fræðslu um raforkunotkun og orkumál á Íslandi, eru hagaðilar hvattir til að hafa beint samband við Orkustofnun. Með opinni og virkri samvinnu og samtali getum við öll lagt okkar af mörkum til að skilja betur og vinna að orkumálum fyrir framtíðina. Höfundar eru sviðstjóri orkuskipta, loftslagsmála og nýsköpunar og deildarstjóri gagna og greininga hjá Orkustofnun.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar