Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þéttbýli úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 12:00 Plymouth Rock hænur þóttu líklegar til að gera stöðu íslensku landnámshænunnar enn erfiðari og var beiðni um innflutning á frjóum eggjum þeirra því hafnað. Getty/Sven-Erik Arndt Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum. Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum. Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum.
Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira