Reiknuðu út að dauðafærin hefðu átt að skila Íslandi í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 11:01 Ómar Ingi Magnússon var ekki sá eini sem klikkaði á góðum færum á þessu Evrópumóti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefði ekki aðeins komist í umspilið um sæti á næstu Ólympíuleikum heldur hefði líklegast einnig spilað um verðlaun á Evrópumótinu ef liðið hafði nýtt dauðafærin sín á mótinu í Þýskalandi. Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira