Sjáðu markið: Bomban sem tryggði Frökkum framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 22:46 Elohim Prandi skoraði ótrúlegt mark sem tryggði Frökkum framlengingu í kvöld. Lars Baron/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í lygilegum leik. Franska liðið hafði góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, 17-11. Svíar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið hafði svo yfirhöndina það sem eftir lifði leiks og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitum þegar lokamínútan hófst. Sænska liðið fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á lokasekúndunum, en skref var dæmt á Jim Gottfridsson þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Frakkar óðu fram og freistuðu þess að jafna metin, en sænska vörnin braut af sér í þann mund sem tíminn rann út. Frakkar fengu því eitt tækifæri til að jafna metin, úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Elohim Prandi bauð sig fram til að taka aukakastið og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun að leyfa honum að spreyta sig. Prandi hallaði sér til hliðar og náði skotinu út fyrir varnarvegginn. Þaðan fór boltinn í þverslána, niður í öxlina á Andreas Palicka í marki Svía og svo í netið. Sjón er sögu ríkari og má sjá þetta ótrúlega mark frá hinum ýmsu sjónarhornum hér fyrir neðan. ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 Can you believe what just happened? 😱😱#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/E4qzcY4jNT— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 É-LO-HIM PRANDI EST FOU 🤯On ne s'en lasse pas...🎥 @EHFEURO pic.twitter.com/00LMyGbdWR— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) January 26, 2024 Frakkar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30, og eru komnir í úrslit Evrópumótsins. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Franska liðið hafði góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, 17-11. Svíar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið hafði svo yfirhöndina það sem eftir lifði leiks og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitum þegar lokamínútan hófst. Sænska liðið fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á lokasekúndunum, en skref var dæmt á Jim Gottfridsson þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Frakkar óðu fram og freistuðu þess að jafna metin, en sænska vörnin braut af sér í þann mund sem tíminn rann út. Frakkar fengu því eitt tækifæri til að jafna metin, úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Elohim Prandi bauð sig fram til að taka aukakastið og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun að leyfa honum að spreyta sig. Prandi hallaði sér til hliðar og náði skotinu út fyrir varnarvegginn. Þaðan fór boltinn í þverslána, niður í öxlina á Andreas Palicka í marki Svía og svo í netið. Sjón er sögu ríkari og má sjá þetta ótrúlega mark frá hinum ýmsu sjónarhornum hér fyrir neðan. ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 Can you believe what just happened? 😱😱#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/E4qzcY4jNT— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 É-LO-HIM PRANDI EST FOU 🤯On ne s'en lasse pas...🎥 @EHFEURO pic.twitter.com/00LMyGbdWR— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) January 26, 2024 Frakkar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30, og eru komnir í úrslit Evrópumótsins.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43